Sjá fyrir sér endurkomu Eric Cantona á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2020 12:00 Cantona fagnar marki sínu í endurkomuleiknum gegn Liverpool árið 1995. Manchester United var þá búið að vera án hans í átta mánuði. vísir/getty Eric Cantona er án efa ein af stóru goðsögnunum í sögu Manchester United og félagið hefur nú áhuga á því að fá hann aftur til að vinna fyrir félagið. Eric Cantona er orðinn 53 ára gamall og er því ekki að fara að klæða sig aftur í sjöuna með kragann upp heldur er menn á Old Trafford spenntir fyrir því að fá hann inn sem sendiherra félagsins. Daily Mirror segir frá þessu og það eru örugglega langflestir stuðningsmenn Manchester United sem fagna þessu. Eric Cantona in line for sensational Man Utd return as Red Devils chiefs discuss idea - @johncrossmirror column https://t.co/spEgZ50q3l pic.twitter.com/fi5YKJx5Sr— Mirror Football (@MirrorFootball) March 19, 2020 Gamlir leikmenn eins og Bryan Robson og Denis Irwin eru báðir starfandi sendiherrar Manchester United og koma þeir bæði fram fyrir hönd félagsins á samkomum en líka einir og sér. Eric Cantona átti mögnuð ár hjá Manchester United á tíunda áratugnum og hefur síðan verið einn vinsælasti leikmaður félagsins. Cantona kom til United árið 1992 og á næstu fimm tímabilum vann félagið fjóra Englandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla. United er náttúrulega með Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra og þá mætir Sir Alex Ferguson á alla heimaleiki. Sir Alex mætir líka við og við á æfingasvæðið. United hefur mikinn áhuga á því að tengja glæsta sögu félagsins við liðið í dag á meðan þeir leita leiða til að koma félaginu aftur í fremstu röð. 1993-94. Glorious scene including pitch invasion from jubilant and triumphant fans smothering Eric The King Cantona #MUFC pic.twitter.com/VzKH5RcmPg— Stretford Enders (@StretfordEndrs) March 18, 2020 Eric Cantona er oft álitin vera bestu kaupin á löngum stjóraferli Sir Alex Ferguson en Manchester United hafði ekki orðið Englandsmeistari í 26 ár þegar Frakkinn öflugi mætti á Old Trafford í nóvember 1992. Á fimm tímabilum með Cantona í sjöunni þá vann United fjóra Englandsmeistaratitla og sá eini sem rann þeim úr greipum var tímabilið þegar Cantona var dæmdur í átta mánaða bann fyrir karatesparkið fræga. Cantona hætti hins vegar óvænt eftir 1996-97 tímabilið en hann var þá aðeins 31 ára og átti nóg eftir að mati flestra. Kappinn hefur síðan prófað ýmsa hluti síðan, bæði strandfótbolta og annað. Nú gæti hann mögulega verið tilbúinn að mæta aftur á Old Trafford. Enski boltinn Tengdar fréttir Alan Shearer hrifinn af hrokanum í Bruno Fernandes Það vantaði ekki jákvæða hrokann í Frakkann Eric Cantona þegar hann komm inn í Manchester United liðið haustið 1992 og Portúgalinn Bruno Fernandes þykir líka að vera að hrista upp í hlutunum á Old Trafford. 11. mars 2020 09:00 Rétt hjá Bruno Fernandes að „sussa“ á Guardiola Samskipti Bruno Fernandes og Pep Guardiola undir loks leiks Manchester liðanna vöktu heilmikla athygli og bæði sjálfur knattspyrnustjórinn og fyrrum hetja Manchester United liðsins eru ánægðir með Portúgalann. 10. mars 2020 09:30 Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Sjá meira
Eric Cantona er án efa ein af stóru goðsögnunum í sögu Manchester United og félagið hefur nú áhuga á því að fá hann aftur til að vinna fyrir félagið. Eric Cantona er orðinn 53 ára gamall og er því ekki að fara að klæða sig aftur í sjöuna með kragann upp heldur er menn á Old Trafford spenntir fyrir því að fá hann inn sem sendiherra félagsins. Daily Mirror segir frá þessu og það eru örugglega langflestir stuðningsmenn Manchester United sem fagna þessu. Eric Cantona in line for sensational Man Utd return as Red Devils chiefs discuss idea - @johncrossmirror column https://t.co/spEgZ50q3l pic.twitter.com/fi5YKJx5Sr— Mirror Football (@MirrorFootball) March 19, 2020 Gamlir leikmenn eins og Bryan Robson og Denis Irwin eru báðir starfandi sendiherrar Manchester United og koma þeir bæði fram fyrir hönd félagsins á samkomum en líka einir og sér. Eric Cantona átti mögnuð ár hjá Manchester United á tíunda áratugnum og hefur síðan verið einn vinsælasti leikmaður félagsins. Cantona kom til United árið 1992 og á næstu fimm tímabilum vann félagið fjóra Englandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla. United er náttúrulega með Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra og þá mætir Sir Alex Ferguson á alla heimaleiki. Sir Alex mætir líka við og við á æfingasvæðið. United hefur mikinn áhuga á því að tengja glæsta sögu félagsins við liðið í dag á meðan þeir leita leiða til að koma félaginu aftur í fremstu röð. 1993-94. Glorious scene including pitch invasion from jubilant and triumphant fans smothering Eric The King Cantona #MUFC pic.twitter.com/VzKH5RcmPg— Stretford Enders (@StretfordEndrs) March 18, 2020 Eric Cantona er oft álitin vera bestu kaupin á löngum stjóraferli Sir Alex Ferguson en Manchester United hafði ekki orðið Englandsmeistari í 26 ár þegar Frakkinn öflugi mætti á Old Trafford í nóvember 1992. Á fimm tímabilum með Cantona í sjöunni þá vann United fjóra Englandsmeistaratitla og sá eini sem rann þeim úr greipum var tímabilið þegar Cantona var dæmdur í átta mánaða bann fyrir karatesparkið fræga. Cantona hætti hins vegar óvænt eftir 1996-97 tímabilið en hann var þá aðeins 31 ára og átti nóg eftir að mati flestra. Kappinn hefur síðan prófað ýmsa hluti síðan, bæði strandfótbolta og annað. Nú gæti hann mögulega verið tilbúinn að mæta aftur á Old Trafford.
Enski boltinn Tengdar fréttir Alan Shearer hrifinn af hrokanum í Bruno Fernandes Það vantaði ekki jákvæða hrokann í Frakkann Eric Cantona þegar hann komm inn í Manchester United liðið haustið 1992 og Portúgalinn Bruno Fernandes þykir líka að vera að hrista upp í hlutunum á Old Trafford. 11. mars 2020 09:00 Rétt hjá Bruno Fernandes að „sussa“ á Guardiola Samskipti Bruno Fernandes og Pep Guardiola undir loks leiks Manchester liðanna vöktu heilmikla athygli og bæði sjálfur knattspyrnustjórinn og fyrrum hetja Manchester United liðsins eru ánægðir með Portúgalann. 10. mars 2020 09:30 Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Sjá meira
Alan Shearer hrifinn af hrokanum í Bruno Fernandes Það vantaði ekki jákvæða hrokann í Frakkann Eric Cantona þegar hann komm inn í Manchester United liðið haustið 1992 og Portúgalinn Bruno Fernandes þykir líka að vera að hrista upp í hlutunum á Old Trafford. 11. mars 2020 09:00
Rétt hjá Bruno Fernandes að „sussa“ á Guardiola Samskipti Bruno Fernandes og Pep Guardiola undir loks leiks Manchester liðanna vöktu heilmikla athygli og bæði sjálfur knattspyrnustjórinn og fyrrum hetja Manchester United liðsins eru ánægðir með Portúgalann. 10. mars 2020 09:30