Munu ekki hika við að setja á útgöngubann ef talið er að þess þurfi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2020 12:28 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir ekki komið að þeim tímapunkti í kórónuveirufaraldrinum hér á landi að setja þurfi á algjört útgöngubann. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að yfirvöld muni ekki hika við að setja á útgöngubann hér á landi ef talið er að þess þurfi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Sá tímapunktur sé hins vegar ekki kominn og ekki sé búist við því að setja þurfi á útgöngubann næstu daga. Verið sé að skoða aðrar hertari aðgerðir en þær sem eru í gildi núna með samkomubanninu, til dæmis sé verið að líta til þess að takmarka enn frekar þann fjölda sem megi koma saman á hverjum stað. Sú tala stendur nú í 100 manns og hún myndi þá lækka. Aðspurður segir Víðir að ný tala liggi ekki fyrir en þó verði ekki farið í eins lága tölu og gripið hefur verið til í Austurríki þar sem ekki mega koma saman fleiri en fimm manns. Ekki hertari aðgerðir almennt heldur mögulega á einstaka svæðum Víðir segir að væntanlega verði búið að móta hertari aðgerðir eftir hádegi í dag. „En þetta byggir á því að fækka heildarfjöldanum sem mega vera saman, að lækka þá tölu. Hugsanleg lokun einhverrar starfsemi sem er og þrenging á undanþágum. Við erum ekki að tala um útgöngubann eða loka alveg öllu, við erum ekki komin þangað, en svona herða á þessu út frá fjöldanum, það er það sem við erum að skoða og skoðun á einstaka starfsemi. Það getur vel verið að við förum ekki með þetta almennt heldur verður þessu beitt á afmörkuðum svæðum þar sem koma upp fjölmennari smit. Þetta er á þessum nótum,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Fjöldi fólks er nú í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir að tíu manns greindust þar með kórónuveirusmit. Þá kom togari þar til hafnar í gærkvöldi þar sem 17 af 20 skipverjum veikir. Þar af eru þrír mikið veikir og leikur grunur um smit.Vísir/Getty Mikill fjöldi fólks er nú í sóttkví í Vestmannaeyjum og Húnaþingi vestra eftir að smit komu upp þar. Spurður út í hvort að hertari aðgerðir muni þá til dæmis einungis beinast að þessum sveitarfélögum segir Víðir að það gæti einmitt verið. „Við tókum reyndar fjölmörg sýni í Vestmannaeyjum í gær og langstærstur hluti þeirra var neikvæður. Þannig að við erum að fylgjast með en við erum ekki búin að ákveða neinar hertari aðgerðir í Vestmannaeyjum en aðgerðastjórnin þar, lögreglustjóri og sóttvarnalæknir eru að „mónitora“ ástandið mjög vel.“ Spálíkön og þróunin gefa ekki til kynna að setja þurfi á útgöngubann Varðandi algjört útgöngubann segir Víðir að það sé mesta inngrip sem hægt sé að fara í faraldrinum. „Og þær þjóðir sem hafa gripið til þess eru að gera það sem neyðarráðstöfun vegna þess að kerfið er komið fram yfir eða er að fara fram yfir þau þolmörk sem þau hafa þannig að menn sjá að það verður að stoppa samfélagið algjörlega og stoppa öll samskipti manna á milli til þess að missa ekki alveg tökin á þessu. Okkar spár gefa ekki til kynna og eins og þróunin er búin að vera síðustu þrjá daga gefur spálíkanið ekki til kynna að við séum á leiðinni þangað heldur að með þessum aðgerðum sem við erum með séum við að ná að halda þessu alveg við þau mörk sem heilbrigðiskerfið okkar þolir. En möguleiki að við þurfum að herða þetta eitthvað aðeins eins og ég hef verið að nefna til þess að lækka kúrvuna þar sem óvissan getur verið hvort við ráðum við þetta eða ekki,“ segir Víðir. Spálíkön og þróunin hér á landi gefa ekki til kynna að faraldurinn fari hér yfir þolmörk heilbrigðiskerfisins að sögn Víðis.Vísir/Vilhelm Þá bendir hann á það að verið sé að vinna í því á fullu að bæta getu heilbrigðiskerfisins. Verið sé að sækja meiri búnað, þjálfa fleira fólk og gera fleiri bráðabirgðaaðstæður. Allt sé þetta hluti af áætlunum heilbrigðisstofnana um land allt. Útgöngubann ekki flókið í framkvæmd Þannig að útgöngubann er ekki eitthvað sem þið búist við að þurfa að setja á næstu daga? „Nei. Það er bara í öllum spálíkönunum og þróuninni sem við erum að bera saman, spálíkönin, þróunina og getu heilbrigðiskerfisins og þann sveigjanleika sem er verið að búa til í því þá erum við enn þá innan þessara marka. En ef við teljum það á einhverjum tímapunkti að það þyrfti að gera það, þá hikum við ekki við það, svo það sé alveg skýrt,“ segir Víðir. Þá segir hann aðspurður að áætlanir um útgöngubann séu ekki klárar. Það var tómlegt um að litast í Kringlunni fyrr í vikunni vegna samkomubannsins sem tók gildi á mánudag.Vísir/vilhelm „Það er bara mjög stutt síðan við ræddum þetta og niðurstaðan var sú að við værum það langt frá þeim tímapunkti að það væri engin þörf á að fara í einhverja umræðu eða útfærslu á því. Við teljum að við séum ekki á leiðinni þangað en eins og allt annað munum við skoða á hverjum degi hvort það sé ástæða til að gera einhver slík plön. Algjört útgöngubann er í sjálfu sér ekkert flókið í framkvæmd. Það er bara algjört útgöngubann og þá eru menn bara heima hjá sér. Svo eru einhverjir örfáir sem fá undanþágu á því. Stóru ákvarðanirnar, að loka fyrir allt saman og læsa eru auðveldar fyrir okkur. Það kallar ekki á neina útfærslu en um leið og við erum farin að segja að við ætlum að reyna að halda þessu og þessu gangandi þá þurfum við að koma með lausnir, undanþágurnar og hliðin fyrir þessa aðila til að fara í gegnum. En eins og aðrar þjóðir hafa gert, að loka öllu, það er bara fyrir stjórnendur auðveldast í heimi,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að yfirvöld muni ekki hika við að setja á útgöngubann hér á landi ef talið er að þess þurfi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Sá tímapunktur sé hins vegar ekki kominn og ekki sé búist við því að setja þurfi á útgöngubann næstu daga. Verið sé að skoða aðrar hertari aðgerðir en þær sem eru í gildi núna með samkomubanninu, til dæmis sé verið að líta til þess að takmarka enn frekar þann fjölda sem megi koma saman á hverjum stað. Sú tala stendur nú í 100 manns og hún myndi þá lækka. Aðspurður segir Víðir að ný tala liggi ekki fyrir en þó verði ekki farið í eins lága tölu og gripið hefur verið til í Austurríki þar sem ekki mega koma saman fleiri en fimm manns. Ekki hertari aðgerðir almennt heldur mögulega á einstaka svæðum Víðir segir að væntanlega verði búið að móta hertari aðgerðir eftir hádegi í dag. „En þetta byggir á því að fækka heildarfjöldanum sem mega vera saman, að lækka þá tölu. Hugsanleg lokun einhverrar starfsemi sem er og þrenging á undanþágum. Við erum ekki að tala um útgöngubann eða loka alveg öllu, við erum ekki komin þangað, en svona herða á þessu út frá fjöldanum, það er það sem við erum að skoða og skoðun á einstaka starfsemi. Það getur vel verið að við förum ekki með þetta almennt heldur verður þessu beitt á afmörkuðum svæðum þar sem koma upp fjölmennari smit. Þetta er á þessum nótum,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Fjöldi fólks er nú í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir að tíu manns greindust þar með kórónuveirusmit. Þá kom togari þar til hafnar í gærkvöldi þar sem 17 af 20 skipverjum veikir. Þar af eru þrír mikið veikir og leikur grunur um smit.Vísir/Getty Mikill fjöldi fólks er nú í sóttkví í Vestmannaeyjum og Húnaþingi vestra eftir að smit komu upp þar. Spurður út í hvort að hertari aðgerðir muni þá til dæmis einungis beinast að þessum sveitarfélögum segir Víðir að það gæti einmitt verið. „Við tókum reyndar fjölmörg sýni í Vestmannaeyjum í gær og langstærstur hluti þeirra var neikvæður. Þannig að við erum að fylgjast með en við erum ekki búin að ákveða neinar hertari aðgerðir í Vestmannaeyjum en aðgerðastjórnin þar, lögreglustjóri og sóttvarnalæknir eru að „mónitora“ ástandið mjög vel.“ Spálíkön og þróunin gefa ekki til kynna að setja þurfi á útgöngubann Varðandi algjört útgöngubann segir Víðir að það sé mesta inngrip sem hægt sé að fara í faraldrinum. „Og þær þjóðir sem hafa gripið til þess eru að gera það sem neyðarráðstöfun vegna þess að kerfið er komið fram yfir eða er að fara fram yfir þau þolmörk sem þau hafa þannig að menn sjá að það verður að stoppa samfélagið algjörlega og stoppa öll samskipti manna á milli til þess að missa ekki alveg tökin á þessu. Okkar spár gefa ekki til kynna og eins og þróunin er búin að vera síðustu þrjá daga gefur spálíkanið ekki til kynna að við séum á leiðinni þangað heldur að með þessum aðgerðum sem við erum með séum við að ná að halda þessu alveg við þau mörk sem heilbrigðiskerfið okkar þolir. En möguleiki að við þurfum að herða þetta eitthvað aðeins eins og ég hef verið að nefna til þess að lækka kúrvuna þar sem óvissan getur verið hvort við ráðum við þetta eða ekki,“ segir Víðir. Spálíkön og þróunin hér á landi gefa ekki til kynna að faraldurinn fari hér yfir þolmörk heilbrigðiskerfisins að sögn Víðis.Vísir/Vilhelm Þá bendir hann á það að verið sé að vinna í því á fullu að bæta getu heilbrigðiskerfisins. Verið sé að sækja meiri búnað, þjálfa fleira fólk og gera fleiri bráðabirgðaaðstæður. Allt sé þetta hluti af áætlunum heilbrigðisstofnana um land allt. Útgöngubann ekki flókið í framkvæmd Þannig að útgöngubann er ekki eitthvað sem þið búist við að þurfa að setja á næstu daga? „Nei. Það er bara í öllum spálíkönunum og þróuninni sem við erum að bera saman, spálíkönin, þróunina og getu heilbrigðiskerfisins og þann sveigjanleika sem er verið að búa til í því þá erum við enn þá innan þessara marka. En ef við teljum það á einhverjum tímapunkti að það þyrfti að gera það, þá hikum við ekki við það, svo það sé alveg skýrt,“ segir Víðir. Þá segir hann aðspurður að áætlanir um útgöngubann séu ekki klárar. Það var tómlegt um að litast í Kringlunni fyrr í vikunni vegna samkomubannsins sem tók gildi á mánudag.Vísir/vilhelm „Það er bara mjög stutt síðan við ræddum þetta og niðurstaðan var sú að við værum það langt frá þeim tímapunkti að það væri engin þörf á að fara í einhverja umræðu eða útfærslu á því. Við teljum að við séum ekki á leiðinni þangað en eins og allt annað munum við skoða á hverjum degi hvort það sé ástæða til að gera einhver slík plön. Algjört útgöngubann er í sjálfu sér ekkert flókið í framkvæmd. Það er bara algjört útgöngubann og þá eru menn bara heima hjá sér. Svo eru einhverjir örfáir sem fá undanþágu á því. Stóru ákvarðanirnar, að loka fyrir allt saman og læsa eru auðveldar fyrir okkur. Það kallar ekki á neina útfærslu en um leið og við erum farin að segja að við ætlum að reyna að halda þessu og þessu gangandi þá þurfum við að koma með lausnir, undanþágurnar og hliðin fyrir þessa aðila til að fara í gegnum. En eins og aðrar þjóðir hafa gert, að loka öllu, það er bara fyrir stjórnendur auðveldast í heimi,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Sjá meira