Erlent

Starfsmaður á skrifstofu Pence smitaður

Andri Eysteinsson skrifar
Pence og Trump á blaðamannafundi um kórónuveiruna í gærkvöldi.
Pence og Trump á blaðamannafundi um kórónuveiruna í gærkvöldi. AP/Evan Vucci

Einn starfsmanna á skrifstofu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hefur verið greindur með kórónuveirusmit. Ekki er talið að starfsmaðurinn hafi umgengist varaforsetann né Bandaríkjaforseta, Donald Trump, með slíkum hætti síðustu daga að möguleiki sé á að þeir hafi smitast af manninum. Reuters greinir frá.

Frá þessu greindi fjölmiðlafulltrúa varaforsetans, Katie Miller í yfirlýsingu sinni í dag, sagði hún þá að smitrakning væri í fullum gangi.

Forsetinn setti í febrúar Pence yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar en Pence og Trump hafa áður verið taldir hafa verið í smithættu en brasilískur ríkisstarfsmaður í starfsliði forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, greindist á dögunum með COVID-19 sjúkdóminn skömmu eftir að hafa fundað með forsetanum og varaforsetanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×