Dollan endar í Liverpool en hvaða lið falla? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. mars 2020 14:45 Klopp er við það að binda endi á 30 ára þurrkatímabil Liverpool. Max Maiwald/Getty Images Öllum leikjum í stærstu deildum Evrópu hefur verið frestað þangað til 30. apríl, sem stendur. Það þýðir að við þurfum að bíða með að sjá hvaða lið landa deildarmeistara- sem og Evróputitlum. Vefsíðan Euro Club Index hefur hins vegar klárað deildirnar með því að nota tölfræði tímabilsins til þessa. Þannig var spáð fyrir um þá leiki sem eftir voru. With the 2019-20 football season suspended across Europe, we've enlisted the help of some data experts to see how it might pan out.Find out more: https://t.co/WJHTEpfl32 pic.twitter.com/Oy0pl8pfQ1— BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2020 Nema að Karen Brady, varaformaður West Ham United, fái ósk sína uppfyllta og leiktímabilið verði ógilt þá er ekkert að fara stöðva Liverpool í því að ná í sinn fyrsta deildarmeistaratitil í 30 ár. Sem stendur er liðið með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og aðeins 30 stig eru eftir í pottinum. Ef að spádómurinn gengur eftir mun Liverpool landa þeim titli sem og að liðið mun setja stigamet. Spáð er því að Liverpool nái 102 stigum eða tveimur meira en Manchester City gerði tímabilið 2017-2018. Þegar kemur að sigurvegurum í helstu deildum Evrópu er lítið óvænt á boðstólnum. Meira en 80% líkur eru á því að Bayern Munich vinni enn einn titilinn í Þýskalandi. Þá mun Juventus landa sínum níunda Ítalíumeistaratitli í röð og ekkert fær stöðvað Paris Saint-Germain í Frakklandi. Helsta spennan væri á Spáni en 74% líkur eru þó á því að Börsungar landi titlinum þar í landi. Mesta spennan á Englandi felst í því hvaða lið falla úr úrvalsdeildinni og hvaða lið ná Meistaradeildarsæti. Standi bann Manchester City þá munu nágrannar þeirra í United landa síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í keppni þeirra bestu. Ef bannið gildir hins vegar ekki eða það mun taka lengri tíma að staðfesta það munu lærisveinar Ole Gunnar Solskjær þurfa að eyða annarri leiktíð í að spila eingöngu á fimmtudögum og sunnudögum þar sem þeir munu taka þátt í Evrópudeildinni. Þegar kemur að falli úr ensku úrvalsdeildinni virðist sem nýliðar Norwich City séu dauðadæmdir. Aston Villa, sem komst einnig upp síðasta vor, munu samkvæmt spánni hljóta sömu örlög og Norwich. Þá virðist sem gott gengi Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni sé endanlega lokið en liðinu hefur gengið afleitlega á þessari leiktíð og virðist sem dvöl þeirra í efstu deild sé lokið. Það var BBC sem tók saman fyrr í dag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Öllum leikjum í stærstu deildum Evrópu hefur verið frestað þangað til 30. apríl, sem stendur. Það þýðir að við þurfum að bíða með að sjá hvaða lið landa deildarmeistara- sem og Evróputitlum. Vefsíðan Euro Club Index hefur hins vegar klárað deildirnar með því að nota tölfræði tímabilsins til þessa. Þannig var spáð fyrir um þá leiki sem eftir voru. With the 2019-20 football season suspended across Europe, we've enlisted the help of some data experts to see how it might pan out.Find out more: https://t.co/WJHTEpfl32 pic.twitter.com/Oy0pl8pfQ1— BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2020 Nema að Karen Brady, varaformaður West Ham United, fái ósk sína uppfyllta og leiktímabilið verði ógilt þá er ekkert að fara stöðva Liverpool í því að ná í sinn fyrsta deildarmeistaratitil í 30 ár. Sem stendur er liðið með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og aðeins 30 stig eru eftir í pottinum. Ef að spádómurinn gengur eftir mun Liverpool landa þeim titli sem og að liðið mun setja stigamet. Spáð er því að Liverpool nái 102 stigum eða tveimur meira en Manchester City gerði tímabilið 2017-2018. Þegar kemur að sigurvegurum í helstu deildum Evrópu er lítið óvænt á boðstólnum. Meira en 80% líkur eru á því að Bayern Munich vinni enn einn titilinn í Þýskalandi. Þá mun Juventus landa sínum níunda Ítalíumeistaratitli í röð og ekkert fær stöðvað Paris Saint-Germain í Frakklandi. Helsta spennan væri á Spáni en 74% líkur eru þó á því að Börsungar landi titlinum þar í landi. Mesta spennan á Englandi felst í því hvaða lið falla úr úrvalsdeildinni og hvaða lið ná Meistaradeildarsæti. Standi bann Manchester City þá munu nágrannar þeirra í United landa síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í keppni þeirra bestu. Ef bannið gildir hins vegar ekki eða það mun taka lengri tíma að staðfesta það munu lærisveinar Ole Gunnar Solskjær þurfa að eyða annarri leiktíð í að spila eingöngu á fimmtudögum og sunnudögum þar sem þeir munu taka þátt í Evrópudeildinni. Þegar kemur að falli úr ensku úrvalsdeildinni virðist sem nýliðar Norwich City séu dauðadæmdir. Aston Villa, sem komst einnig upp síðasta vor, munu samkvæmt spánni hljóta sömu örlög og Norwich. Þá virðist sem gott gengi Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni sé endanlega lokið en liðinu hefur gengið afleitlega á þessari leiktíð og virðist sem dvöl þeirra í efstu deild sé lokið. Það var BBC sem tók saman fyrr í dag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira