„Það er aðeins meiri fótbolti hjá honum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. mars 2020 15:30 Arnór Ingvi í leik með íslenska landsliðinu gegn Tyrkjum. Matthew Ashton/AMA/Getty Images Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu sem og leikmaður sænska liðsins Malmö, var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Fotbollskanalen nýverið. Aðal umræðuefnið var Erik Hamrén, núverandi landsliðsþjálfari Íslands. Þáttinn má finna í heild sinni hér. Hinn sænski Hamrén tók við íslenska liðinu eftir frábært gengi þess bæði á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016 og svo á heimsmeistaramótinu í Rússlandi tveimur árum síðar. Hann byrjaði þó ekki vel þar sem Ísland mætti Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni. „Hann þurfti að aðlaga sig að því sem virkaði fyrir okkur,“ segir Arnór Ingvi um byrjun Hamrén áður en hann hrósaði þeim sænska. „Hann er góður þjálfari líka. Ísland er nálægt því að komast á Evrópumótið, við unnum Tyrkland og höfum spilað góðan fótbolta. Við lentum í vandræðum gegn Sviss og Belgíu en annars held ég að við séum farnir að skilja hann betur og hann okkur, það er hugmyndafræði íslenska liðsins.“ Arnór vildi þó ekki bera Hamrén saman við Lars Lagerbäck, hann segir það ómögulegt þó þeir séu báðir frá Svíþjóð. Sá síðarnefndi þjálfaði íslenska liðið frá 2012 til 2016 og kom því meðal annars á Evrópumótið í Frakklandi. Var það í fyrsta skipti sem íslenska karlalandsliðið komst á stórmót í knattspyrnu. „Það er aðeins meiri fótbolti hjá Hamrén. Honum líkar vel við leikkerfið 4-3-3 en við spilum í grunninn 4-5-1. Hann vill að við reynum að spila boltanum meira með jörðinni en við höfum gert áður, fyrir utan það er þetta mjög svipað.“ Að lokum er Arnór spurður út í yngri leikmenn á Íslandi en Hamrén hefur mikið unnið með sama kjarna og Lagerback og Heimir á undan honum. „Það er nóg af hæfileikaríkum leikmönnum að koma upp og komandi kynslóð er mjög spennandi,“ sagði hann að lokum. Fótbolti Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu sem og leikmaður sænska liðsins Malmö, var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Fotbollskanalen nýverið. Aðal umræðuefnið var Erik Hamrén, núverandi landsliðsþjálfari Íslands. Þáttinn má finna í heild sinni hér. Hinn sænski Hamrén tók við íslenska liðinu eftir frábært gengi þess bæði á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016 og svo á heimsmeistaramótinu í Rússlandi tveimur árum síðar. Hann byrjaði þó ekki vel þar sem Ísland mætti Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni. „Hann þurfti að aðlaga sig að því sem virkaði fyrir okkur,“ segir Arnór Ingvi um byrjun Hamrén áður en hann hrósaði þeim sænska. „Hann er góður þjálfari líka. Ísland er nálægt því að komast á Evrópumótið, við unnum Tyrkland og höfum spilað góðan fótbolta. Við lentum í vandræðum gegn Sviss og Belgíu en annars held ég að við séum farnir að skilja hann betur og hann okkur, það er hugmyndafræði íslenska liðsins.“ Arnór vildi þó ekki bera Hamrén saman við Lars Lagerbäck, hann segir það ómögulegt þó þeir séu báðir frá Svíþjóð. Sá síðarnefndi þjálfaði íslenska liðið frá 2012 til 2016 og kom því meðal annars á Evrópumótið í Frakklandi. Var það í fyrsta skipti sem íslenska karlalandsliðið komst á stórmót í knattspyrnu. „Það er aðeins meiri fótbolti hjá Hamrén. Honum líkar vel við leikkerfið 4-3-3 en við spilum í grunninn 4-5-1. Hann vill að við reynum að spila boltanum meira með jörðinni en við höfum gert áður, fyrir utan það er þetta mjög svipað.“ Að lokum er Arnór spurður út í yngri leikmenn á Íslandi en Hamrén hefur mikið unnið með sama kjarna og Lagerback og Heimir á undan honum. „Það er nóg af hæfileikaríkum leikmönnum að koma upp og komandi kynslóð er mjög spennandi,“ sagði hann að lokum.
Fótbolti Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira