Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2020 15:48 Mette Frederiksen, forsætisráðherra, biðlaði til landa sinna um að virða samkomubann yfir páskahátíðina og ýjaði að því að grípa þyrfti til ferðatakmarkana innanlands. Vísir/EPA Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt um tvær vikur fram yfir páska, til 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. Samkomur tíu manns eða fleiri hafa verið bannaðar í Danmörku frá því á þriðjudag í síðustu viku og hefur skólum og veitingastöðum verið lokað vegna þess. Flestir opinberir starfsmenn vinna heima hjá sér. Mette Fredriksen, forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi í dag að framlenging bannsins myndi fela í sér að skólar, barir, líkamsræktarstöðvar, hárgreiðslustofur og fleira verið lokað í tvær vikur til viðbótar. Frederiksen lofaði árangur af aðgerðunum til þessa. Það sé vegna þeirra sem mikilvægt sé að halda áfram, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. „Það er mikilvægt að við sem land höldum áfram. Ég veit að þetta er virkilega erfitt fyrir marga en við trúum því að þetta virki,“ sagði forsætisráðherrann. Viðurkenndi hún að erfitt yrði að virða samkomubannið yfir páskana en hvatti fólk engu að síður til að hugsa sig um áður en það skipulegði mannfagnaði eða ferðalög. Ekki aðeins ættu Danir að forðast að fara til útlanda yfir páskana heldur einnig að ferðast innanlands. „Ég geri mér grein fyrir að fólk vill gjarnan fara í sumarbústað en við þurfum að draga úr ferðalögum. Ríkisstjórnin er að sjálfsögðu að skoða hvort grípa þurfi til frekari aðgerða í þessum efnum,“ sagði Frederiksen sem lokaði landamærum Danmerkur um þarsíðustu helgi. Alls hafa rúmlega 1.300 smit verið greind í Danmörku, sem dregið hafa þrettán manns til dauða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. 17. mars 2020 19:50 Danir kynna enn harðari aðgerðir Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og veitingastaðir, hárgreiðslustofur, sólbaðsstofur og íþróttamiðstöðvar þurfa að loka samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. 17. mars 2020 18:31 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt um tvær vikur fram yfir páska, til 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. Samkomur tíu manns eða fleiri hafa verið bannaðar í Danmörku frá því á þriðjudag í síðustu viku og hefur skólum og veitingastöðum verið lokað vegna þess. Flestir opinberir starfsmenn vinna heima hjá sér. Mette Fredriksen, forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi í dag að framlenging bannsins myndi fela í sér að skólar, barir, líkamsræktarstöðvar, hárgreiðslustofur og fleira verið lokað í tvær vikur til viðbótar. Frederiksen lofaði árangur af aðgerðunum til þessa. Það sé vegna þeirra sem mikilvægt sé að halda áfram, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. „Það er mikilvægt að við sem land höldum áfram. Ég veit að þetta er virkilega erfitt fyrir marga en við trúum því að þetta virki,“ sagði forsætisráðherrann. Viðurkenndi hún að erfitt yrði að virða samkomubannið yfir páskana en hvatti fólk engu að síður til að hugsa sig um áður en það skipulegði mannfagnaði eða ferðalög. Ekki aðeins ættu Danir að forðast að fara til útlanda yfir páskana heldur einnig að ferðast innanlands. „Ég geri mér grein fyrir að fólk vill gjarnan fara í sumarbústað en við þurfum að draga úr ferðalögum. Ríkisstjórnin er að sjálfsögðu að skoða hvort grípa þurfi til frekari aðgerða í þessum efnum,“ sagði Frederiksen sem lokaði landamærum Danmerkur um þarsíðustu helgi. Alls hafa rúmlega 1.300 smit verið greind í Danmörku, sem dregið hafa þrettán manns til dauða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. 17. mars 2020 19:50 Danir kynna enn harðari aðgerðir Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og veitingastaðir, hárgreiðslustofur, sólbaðsstofur og íþróttamiðstöðvar þurfa að loka samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. 17. mars 2020 18:31 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. 17. mars 2020 19:50
Danir kynna enn harðari aðgerðir Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og veitingastaðir, hárgreiðslustofur, sólbaðsstofur og íþróttamiðstöðvar þurfa að loka samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. 17. mars 2020 18:31