Erlent

Greta Thun­berg telur sig vera með kórónu­veiruna

Eiður Þór Árnason skrifar
Greta Thunberg í Davos.
Greta Thunberg í Davos. AP/Markus Schreiber

Umhverfisaðgerðasinninn Greta Thunberg grunar að hún sé sýkt af kórónuveirunni og hefur haldið sig innandyra í tvær vikur. Hún hefur ekki fengið að fara í sýnatöku í Svíþjóð til að fá úr því skorið þar sem hún var ekki talin nógu alvarlega veik. 

Frá þessu greinir Greta á Facebook-síðu sinni þar sem hún segist hafa byrjað að finna fyrir einkennum á borð við þreytu, skjálfta, særindum í hálsi og hósta fyrir um tíu dögum. Hún ferðaðist nýlega um Evrópu ásamt föður sínum sem veiktist á sama tíma.

Nú segist Greta þó öll að koma til og vera laus við flest einkennin. Hún segir að veikindi sín hafi verið mjög væg sem gæti gert kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum sérstaklega hættulega ef grunur hennar reynist réttur. 

Í ljósi þess varar hún við því að ungt fólk sem sýkist af veirunni gæti ef til vill fundið fyrir litlum eða engum einkennum og smitað viðkvæma einstaklinga án sinnar vitneskju.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×