New York kallar eftir hjálp Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2020 23:12 Það var fámennt á götum New York í dag. AP/Craig Ruttle Smituðum fjölgar hratt í New York í Bandaríkjunum en rúmlega 300 manns hafa látið lífið í ríkinu vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Andrew Cuomo, ríkisstjóri, kallaði í kvöld eftir hjálp frá alríkinu og sagði embættismenn hafa vanmetið faraldurinn. Búist er við því að allt að 140 þúsund smitist á næstu vikum og að heilbrigðiskerfi ríkisins muni ekki ráða við það. Rúmlega 52 þúsund tilfelli hafa greinst í Bandaríkjunum og tæplega helmingur þeirra í New York. Cuomo sagði á blaðamannafundi í kvöld að ekki hefði tekist að teygja úr kúrvunni, eins og það er kallað, og að hápunkturinn yrði hærri en gert hefði verið ráð fyrir og honum yrði náð fyrr en áætlað væri. „Við þurfum hjálp ríkisstjórnarinnar og við þurfum hana strax,“ sagði Cuomo. Ríkisstjórinn sagði einnig að fjöldi smitaðra væri nú að tvöfaldast á hverjum þremur dögum. Borginni New York hefur svo gott sem verið lokað og samkvæmt könnun sem New York Times vitnar í, hefur einn af hverjum þremur misst vinnu vegna faraldursins eða býr með aðila sem misst hefur vinnu. Þá hefur Hvíta húsið tilkynnt að hver sá sem fari frá New York skuli fara í tveggja vikna sóttkví. Cuomo vandaði ríkisstjórn Donald Trump ekki kveðjurnar á fundinum í kvöld og þá sérstaklega það að New York hefði einungis fengið 400 öndunarvélar frá alríkinu. Þörf væri á um 30 þúsund vélum en í dag væru þær einungis um sjö þúsund. Trump ítrekaði í kvöld að hann vildi létta á takmörkunum í Bandaríkjunum til að verja efnahag ríkisins. Sagðist hann vilja gera það fyrir páska, eða á þremur vikum. Hann hefur sagt að lækningin megi ekki vera verri en sjúkdómurinn og aðrir íhaldsmenn halda því fram að efnahagslegur óstöðugleiki muni til lengri tíma kosta fleiri líf en kórónuveiran. „Yrði það ekki frábært að hafa allar kirkjurnar fullar,“ sagði Trump í umræðuþætti Fox News. „Kirkjur víðsvegar um landið verða fullar.“ Sjá einnig: Trump talar um að slaka á takmörkunum eftir að mjólkurkúm hans var lokað Trump sagði í kvöld að ekki væri hægt að loka Bandaríkjunum. Hann gaf einnig í skyn að ríkisstjórn hans myndu ekki hjálpa tilteknum ríkjum ef ríkisstjórar þeirra væru ekki almennilegir við hann. „Því fyrr sem við hættum þessu, því betra.“ Sérfræðingar segja að það að fella niður takmarkanir og samkomubönn fyrir páska myndi hafa slæmar afleiðingar. Cuomo virtist sammála þeim, því á blaðamannafundinum í dag sagði hann ekki hægt að setja verðmiða á mannslíf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þriggja vikna útgöngubann sett á rúmlega milljarð manna á Indlandi Íbúar Indlands, sem eru um 1,3 milljarður manna, eiga að halda sig heima við næstu þrjár vikurnar samkvæmt tilskipun stjórnvalda. Útgöngubannið er talið eitt það strangasta sem sett hefur verið í heiminum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 24. mars 2020 18:50 Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24. mars 2020 08:50 Útgöngubann sett á í Bretlandi Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynnti í ávarpi sínu í kvöld víðtækar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 23. mars 2020 20:54 250 þúsund króna sekt eftir að hafa farið smitaður í gleðskap Ungur einstaklingur smitaður af kórónuveirunni í Noregi hefur verið sektaður um 20 þúsund norskar krónur fyrir að hafa farið í gleðskap um helgina. 23. mars 2020 18:00 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Smituðum fjölgar hratt í New York í Bandaríkjunum en rúmlega 300 manns hafa látið lífið í ríkinu vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Andrew Cuomo, ríkisstjóri, kallaði í kvöld eftir hjálp frá alríkinu og sagði embættismenn hafa vanmetið faraldurinn. Búist er við því að allt að 140 þúsund smitist á næstu vikum og að heilbrigðiskerfi ríkisins muni ekki ráða við það. Rúmlega 52 þúsund tilfelli hafa greinst í Bandaríkjunum og tæplega helmingur þeirra í New York. Cuomo sagði á blaðamannafundi í kvöld að ekki hefði tekist að teygja úr kúrvunni, eins og það er kallað, og að hápunkturinn yrði hærri en gert hefði verið ráð fyrir og honum yrði náð fyrr en áætlað væri. „Við þurfum hjálp ríkisstjórnarinnar og við þurfum hana strax,“ sagði Cuomo. Ríkisstjórinn sagði einnig að fjöldi smitaðra væri nú að tvöfaldast á hverjum þremur dögum. Borginni New York hefur svo gott sem verið lokað og samkvæmt könnun sem New York Times vitnar í, hefur einn af hverjum þremur misst vinnu vegna faraldursins eða býr með aðila sem misst hefur vinnu. Þá hefur Hvíta húsið tilkynnt að hver sá sem fari frá New York skuli fara í tveggja vikna sóttkví. Cuomo vandaði ríkisstjórn Donald Trump ekki kveðjurnar á fundinum í kvöld og þá sérstaklega það að New York hefði einungis fengið 400 öndunarvélar frá alríkinu. Þörf væri á um 30 þúsund vélum en í dag væru þær einungis um sjö þúsund. Trump ítrekaði í kvöld að hann vildi létta á takmörkunum í Bandaríkjunum til að verja efnahag ríkisins. Sagðist hann vilja gera það fyrir páska, eða á þremur vikum. Hann hefur sagt að lækningin megi ekki vera verri en sjúkdómurinn og aðrir íhaldsmenn halda því fram að efnahagslegur óstöðugleiki muni til lengri tíma kosta fleiri líf en kórónuveiran. „Yrði það ekki frábært að hafa allar kirkjurnar fullar,“ sagði Trump í umræðuþætti Fox News. „Kirkjur víðsvegar um landið verða fullar.“ Sjá einnig: Trump talar um að slaka á takmörkunum eftir að mjólkurkúm hans var lokað Trump sagði í kvöld að ekki væri hægt að loka Bandaríkjunum. Hann gaf einnig í skyn að ríkisstjórn hans myndu ekki hjálpa tilteknum ríkjum ef ríkisstjórar þeirra væru ekki almennilegir við hann. „Því fyrr sem við hættum þessu, því betra.“ Sérfræðingar segja að það að fella niður takmarkanir og samkomubönn fyrir páska myndi hafa slæmar afleiðingar. Cuomo virtist sammála þeim, því á blaðamannafundinum í dag sagði hann ekki hægt að setja verðmiða á mannslíf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þriggja vikna útgöngubann sett á rúmlega milljarð manna á Indlandi Íbúar Indlands, sem eru um 1,3 milljarður manna, eiga að halda sig heima við næstu þrjár vikurnar samkvæmt tilskipun stjórnvalda. Útgöngubannið er talið eitt það strangasta sem sett hefur verið í heiminum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 24. mars 2020 18:50 Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24. mars 2020 08:50 Útgöngubann sett á í Bretlandi Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynnti í ávarpi sínu í kvöld víðtækar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 23. mars 2020 20:54 250 þúsund króna sekt eftir að hafa farið smitaður í gleðskap Ungur einstaklingur smitaður af kórónuveirunni í Noregi hefur verið sektaður um 20 þúsund norskar krónur fyrir að hafa farið í gleðskap um helgina. 23. mars 2020 18:00 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Þriggja vikna útgöngubann sett á rúmlega milljarð manna á Indlandi Íbúar Indlands, sem eru um 1,3 milljarður manna, eiga að halda sig heima við næstu þrjár vikurnar samkvæmt tilskipun stjórnvalda. Útgöngubannið er talið eitt það strangasta sem sett hefur verið í heiminum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 24. mars 2020 18:50
Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24. mars 2020 08:50
Útgöngubann sett á í Bretlandi Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynnti í ávarpi sínu í kvöld víðtækar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 23. mars 2020 20:54
250 þúsund króna sekt eftir að hafa farið smitaður í gleðskap Ungur einstaklingur smitaður af kórónuveirunni í Noregi hefur verið sektaður um 20 þúsund norskar krónur fyrir að hafa farið í gleðskap um helgina. 23. mars 2020 18:00