Hvernig held ég mig heima ef ég er heimilislaus? Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 25. mars 2020 11:00 Að halda sig heima er ekki möguleiki fyrir heimilislausa einstaklinga. Fyrirmæli yfirvalda til almennings á þessum tíma – einangrun, aukið hreinlæti og að halda sig heima – eru ekki raunsæ fyrir einstaklinga sem glíma við heimilisleysi. Ef það verður ekki gert ráð fyrir þeirra þörfum og aðstæðum munu einstaklingar sem eru nú þegar jaðarsettir í samfélagi okkar verða skildir eftir í viðkvæmri stöðu, jafnvel lífshættulegri. Einstaklingar sem eru heimilislausir og/eða með virkan vímuefnavanda eru í sérstökum áhættuhópi gagnvart COVID-19. Það eru fjölmargir þættir sem þarf að taka tillit til sem gerir hópinn útsettari fyrir alvarlegum veikindum, til dæmis lélegri næringarinntekt, svefntruflanir, langvarandi streita og álag, undirliggjandi sjúkdómar, löng og mikil áfallasaga og fleira. Sömuleiðis er skert aðgengi fyrir þau að heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og fræðslu og hafa þau oft takmarkað aðgengi til að stuðla að hreinlæti. Þá hafa fáir innan hópsins aðstöðu þar sem þau geta einangrað sig frá hættunni. Erlend heilbrigðis- og mannréttindasamtök hafa gefið út leiðbeiningar til yfirvalda um hvernig eigi að koma til móts við þennan jaðarsetta hóp. Lögð er áhersla á að skima fyrir einkennum, vettvangsþjónustu með áherslu á að mynda tengsl við þennan markhóp, miðla upplýsingum og fræðslu til hópsins, styðja við grunnþarfir þeirra og útvega öruggt húsnæði. Að lokum er ítrekað mikilvægi þess að vernda þann mannafla sem starfar með heimilislausum og styðja við þau svo þau geti sinnt þessum hópi. Rauði krossinn á Íslandi Hvað er verið að gera hér á landi? Skaðaminnkunar verkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiður á höfuðborgarsvæðinu og Ungfrú Ragnheiður á Akureyri, þjónusta einstaklinga sem glíma við heimilisleysi og vímuefnavanda. Verkefnin hafa einstaka tengingu við þennan jaðarsetta hóp í samfélaginu. Á hverri vakt er að lágmarki einn heilbrigðismenntaður sjálfboðaliði. Verkefnin hafa aðlagað alla sína þjónustu að þessum breyttu tímum samfélagsins í dag með því að útbúa sérstaka fræðslu til notenda, á tungumáli þeirra og lagður er sérstakur spurningalisti fyrir alla skjólstæðinga þar sem skimað er fyrir einkennum. Stuðlað er að forvörnum og markmiðið núna er að styrkja heilsu þeirra og koma í veg fyrir smit. Á sama tíma er grunnþörfum þeirra mætt eftir fremsta megni með því að gefa hlý föt, næringu og bjóða upp á sálrænan stuðning. Þróaðar hafa verið sérstakar skaðaminnkandi leiðbeiningar sem miða að því að auka hreinlæti og draga úr smithættu á milli einstaklinga með tilliti til COVID-19 og vímuefnanotkunar. Frú Ragnheiður á höfuðborgarsvæðinu er í góðu samstarfi við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og þau úrræði sem þjónusta markhóp verkefnisins. Einnig hefur verkefnið ráðfært sig við helstu sérfræðinga, verklög hafa verið yfirfarin og allir hafa verið sammála um mikilvægi þess að halda úti þessari þjónustu til þess að ná til þeirra sem eru mest jaðarsettir í samfélaginu og í áhættuhópi fyrir veikindum. Rauði krossinn á Íslandi Næstu skref Komi upp sú aðstaða að grunur er á COVID smiti eða staðfest smit greinist hjá einstaklingi sem er heimilislaus og/eða með virkan vímuefnavanda er mikilvægt að hægt sé að bregðast fljótt við og úrræði ásamt boðleiðum séu skýrar gagnvart hópnum. Einstaklingurinn þarf aðstoð við að komast í öruggt rými þar sem hægt er að vera í einangrun og huga þarf á sama tíma að heilbrigðisþörfum hans. Mikilvægt er að bjóða upp á læknisaðstoð á stöðum þar sem einstaklingar eru í einangrun og sérstaklega þarf að huga að viðhaldsmeðferð og sérhæfðri fráhvarfsmeðferðar. Á þessum tímum þarf að huga að því fólki sem að stendur vaktina í verkefnum og úrræðum sem þjónusta heimilislausa, styðja við mannaflan og vernda til þess að tryggja áframhaldandi þjónustu. Við í Frú og Ungfrú Ragnheiði búum yfir ótrúlegum hópi af sjálfboðaliðum og starfsfólki sem standa vaktina fyrir skjólstæðinga okkar til þess að tryggja öryggi þeirra. Þjónustan hefur haldist óskert fram til dagsins í dag og stefnum við á að halda henni úti eins lengi og hægt er. Við erum öll í þessu saman og öll eiga jafnan rétt til heilbrigðis og öryggis. Höfundur er hjúkrunarfræðingur Frú Ragnheiðar – skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum í Reykjavík. Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Hjálparstarf Berskjaldaðir hópar: Ritröð Rauða krossins Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Sjá meira
Að halda sig heima er ekki möguleiki fyrir heimilislausa einstaklinga. Fyrirmæli yfirvalda til almennings á þessum tíma – einangrun, aukið hreinlæti og að halda sig heima – eru ekki raunsæ fyrir einstaklinga sem glíma við heimilisleysi. Ef það verður ekki gert ráð fyrir þeirra þörfum og aðstæðum munu einstaklingar sem eru nú þegar jaðarsettir í samfélagi okkar verða skildir eftir í viðkvæmri stöðu, jafnvel lífshættulegri. Einstaklingar sem eru heimilislausir og/eða með virkan vímuefnavanda eru í sérstökum áhættuhópi gagnvart COVID-19. Það eru fjölmargir þættir sem þarf að taka tillit til sem gerir hópinn útsettari fyrir alvarlegum veikindum, til dæmis lélegri næringarinntekt, svefntruflanir, langvarandi streita og álag, undirliggjandi sjúkdómar, löng og mikil áfallasaga og fleira. Sömuleiðis er skert aðgengi fyrir þau að heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og fræðslu og hafa þau oft takmarkað aðgengi til að stuðla að hreinlæti. Þá hafa fáir innan hópsins aðstöðu þar sem þau geta einangrað sig frá hættunni. Erlend heilbrigðis- og mannréttindasamtök hafa gefið út leiðbeiningar til yfirvalda um hvernig eigi að koma til móts við þennan jaðarsetta hóp. Lögð er áhersla á að skima fyrir einkennum, vettvangsþjónustu með áherslu á að mynda tengsl við þennan markhóp, miðla upplýsingum og fræðslu til hópsins, styðja við grunnþarfir þeirra og útvega öruggt húsnæði. Að lokum er ítrekað mikilvægi þess að vernda þann mannafla sem starfar með heimilislausum og styðja við þau svo þau geti sinnt þessum hópi. Rauði krossinn á Íslandi Hvað er verið að gera hér á landi? Skaðaminnkunar verkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiður á höfuðborgarsvæðinu og Ungfrú Ragnheiður á Akureyri, þjónusta einstaklinga sem glíma við heimilisleysi og vímuefnavanda. Verkefnin hafa einstaka tengingu við þennan jaðarsetta hóp í samfélaginu. Á hverri vakt er að lágmarki einn heilbrigðismenntaður sjálfboðaliði. Verkefnin hafa aðlagað alla sína þjónustu að þessum breyttu tímum samfélagsins í dag með því að útbúa sérstaka fræðslu til notenda, á tungumáli þeirra og lagður er sérstakur spurningalisti fyrir alla skjólstæðinga þar sem skimað er fyrir einkennum. Stuðlað er að forvörnum og markmiðið núna er að styrkja heilsu þeirra og koma í veg fyrir smit. Á sama tíma er grunnþörfum þeirra mætt eftir fremsta megni með því að gefa hlý föt, næringu og bjóða upp á sálrænan stuðning. Þróaðar hafa verið sérstakar skaðaminnkandi leiðbeiningar sem miða að því að auka hreinlæti og draga úr smithættu á milli einstaklinga með tilliti til COVID-19 og vímuefnanotkunar. Frú Ragnheiður á höfuðborgarsvæðinu er í góðu samstarfi við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og þau úrræði sem þjónusta markhóp verkefnisins. Einnig hefur verkefnið ráðfært sig við helstu sérfræðinga, verklög hafa verið yfirfarin og allir hafa verið sammála um mikilvægi þess að halda úti þessari þjónustu til þess að ná til þeirra sem eru mest jaðarsettir í samfélaginu og í áhættuhópi fyrir veikindum. Rauði krossinn á Íslandi Næstu skref Komi upp sú aðstaða að grunur er á COVID smiti eða staðfest smit greinist hjá einstaklingi sem er heimilislaus og/eða með virkan vímuefnavanda er mikilvægt að hægt sé að bregðast fljótt við og úrræði ásamt boðleiðum séu skýrar gagnvart hópnum. Einstaklingurinn þarf aðstoð við að komast í öruggt rými þar sem hægt er að vera í einangrun og huga þarf á sama tíma að heilbrigðisþörfum hans. Mikilvægt er að bjóða upp á læknisaðstoð á stöðum þar sem einstaklingar eru í einangrun og sérstaklega þarf að huga að viðhaldsmeðferð og sérhæfðri fráhvarfsmeðferðar. Á þessum tímum þarf að huga að því fólki sem að stendur vaktina í verkefnum og úrræðum sem þjónusta heimilislausa, styðja við mannaflan og vernda til þess að tryggja áframhaldandi þjónustu. Við í Frú og Ungfrú Ragnheiði búum yfir ótrúlegum hópi af sjálfboðaliðum og starfsfólki sem standa vaktina fyrir skjólstæðinga okkar til þess að tryggja öryggi þeirra. Þjónustan hefur haldist óskert fram til dagsins í dag og stefnum við á að halda henni úti eins lengi og hægt er. Við erum öll í þessu saman og öll eiga jafnan rétt til heilbrigðis og öryggis. Höfundur er hjúkrunarfræðingur Frú Ragnheiðar – skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum í Reykjavík. Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi.
Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun