Óðagot á Indlandi vegna útgöngubannsins Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2020 12:47 Indverjar standa á merktum stöðum í röð eftir að kaupa nauðsynjar í matvöruverslun í Mumbai. Þriggja vikna útgöngubann tók gildi á miðnætti. AP/Rafiq Maqbool Lögreglumenn á Indlandi hafa barið fólk sem ætlaði að kaupa mat eftir að útgöngubanni var komið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í gærkvöldi. Skelfing greip um sig eftir ræðu Narendra Modi, forsætisráðherra, í gær þegar fólk óttaðist að það yrði matarlaust. Götur og lestarstöðvar sem væru alla jafna stappaðar af fólki voru auðar á Indlandi í dag eftir að Modi tilkynnti um þriggja vikna útgöngubann fyrir 1,3 milljarða Indverja með aðeins fjögurra klukkustunda fyrirvara í ræðu í gær. Bannið tók gildi á miðnætti að staðartíma. Modi lýsti banninu sem „algeru“ en yfirvöld skýrðu síðar að undanþágur yrðu fyrir heilbrigðisþjónustu, löggæslu, fjölmiðla, matvöruverslanir og þá sem selja aðrar nauðsynjar. Yfirlýsingar Modi um algert bann leiddu til þess margir landsmenn reyndu að kaupa nauðsynjar í óðagoti. Netverslanirnar Amazon og Big Basket byrjuðu að fella niður pantanir fólks. Margir fóru þá út til að komast í verslanir þrátt fyrir hættu á þeir gætu verið sektaðir eða beittir öðrum refsingum fyrir að brjóta útgöngubannið. Viðskiptavinir og verslunareigendur beittir ofbeldi Lögreglunni virðist heldur ekki hafa verið ljóst hvernig bannið virkaði. Í Kerala-ríki, Mumbai og Delí bárust fréttir af því að lögreglumenn hefðu barið fólk með kylfum sem ætlaði að reyna að kaupa inn þrátt fyrir að matvöruverslanir hefðu undanþágu frá banninu. Alok Barman sem vinnur sem heimilishjálp á heimilum vel stæðra fjölskyldna í Delí segist hafa verið beittur barsmíðum þegar hann yfirgaf heimili sitt. „Sum heimili sem ég vinn fyrir greiddu mér smá pening þannig að ég hugsaði að það væri best að ná í mat fyrir heimilið. Lögreglan réðist á okkur með kylfum og barði okkur. Nú höfum við ekkert að borða,“ sagði Barman við AP-fréttastofuna. Verslunareigendur hafa svipaða sögu að segja. Þannig braut lögreglumaður innanstokksmuni í kjötbúð í Delí með kylfu sinni. Eigandinn segir lögreglumenn hafa barið sig og sagt honum að hann hefði ekki átt að opna verslunina. „Dótir mín þarf að fá ofnæmislyf reglulega. Apótekin eru opin en hvernig eigum við að komast þangað. Hver villt hætta á að lenda í lögreglunni. Þeir eru að berja fólk,“ segir Yash Goswami í bænum Moradabad við Reuters-fréttastofuna. Talsmaður lögreglunnar í Nýju-Delí neitar því að lögregluþjónar berji fólk. Lögreglumenn kanna skilríki borgara á götum Jammu í dag. Borið hefur verið á því að lögreglan viti ekki hvernig útgöngubannið virkar.AP/Channi Anand Hafa ekki efni á að sitja heima launalaus Efasemdir eru um að landsmenn eigi eftir að virða útgöngubannið. Madhura Swaminathan, yfirmaður hagfræðigreiningar Hagstofu Indlands í Bengaluru, segir nauðsynlegt að biðja fólk um að halda sig heima til að hefta útbreiðslu faraldursins. „En meirihluti íbúanna hefur ekki efni á því að sitja heima án vinnu og launa,“ segir hann. Fram að þessu hafa 519 manns greinst með COVID-19 á Indlandi og níu látið lífið. Talið er að raunveruleg tala smitaðra sé mun hærri enda hafa hlutfallslega fáir verið skimaðir fyrir kórónuveirunni. Indland er talið illa í stakk búið að takast á við skæðan faraldur þar sem þar eru aðeins 0,5 sjúkrarúm fyrir hverja þúsund íbúa. Til samanburðar er þau 4,3 í Kína og 3,2 á Ítalíu. Indland er einn stærsti framleiðandi samheitalyfja í heiminum. Stjórnvöld bönnuðu útflutning á malaríulyfi sem notað hefur verið í tilraunaskyni gegn kórónuveirunni í dag í því skyni að tryggja framboð á því heima fyrir Þriggja vikna útgöngubann sett á rúmlega milljarð manna á Indlandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Lögreglumenn á Indlandi hafa barið fólk sem ætlaði að kaupa mat eftir að útgöngubanni var komið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í gærkvöldi. Skelfing greip um sig eftir ræðu Narendra Modi, forsætisráðherra, í gær þegar fólk óttaðist að það yrði matarlaust. Götur og lestarstöðvar sem væru alla jafna stappaðar af fólki voru auðar á Indlandi í dag eftir að Modi tilkynnti um þriggja vikna útgöngubann fyrir 1,3 milljarða Indverja með aðeins fjögurra klukkustunda fyrirvara í ræðu í gær. Bannið tók gildi á miðnætti að staðartíma. Modi lýsti banninu sem „algeru“ en yfirvöld skýrðu síðar að undanþágur yrðu fyrir heilbrigðisþjónustu, löggæslu, fjölmiðla, matvöruverslanir og þá sem selja aðrar nauðsynjar. Yfirlýsingar Modi um algert bann leiddu til þess margir landsmenn reyndu að kaupa nauðsynjar í óðagoti. Netverslanirnar Amazon og Big Basket byrjuðu að fella niður pantanir fólks. Margir fóru þá út til að komast í verslanir þrátt fyrir hættu á þeir gætu verið sektaðir eða beittir öðrum refsingum fyrir að brjóta útgöngubannið. Viðskiptavinir og verslunareigendur beittir ofbeldi Lögreglunni virðist heldur ekki hafa verið ljóst hvernig bannið virkaði. Í Kerala-ríki, Mumbai og Delí bárust fréttir af því að lögreglumenn hefðu barið fólk með kylfum sem ætlaði að reyna að kaupa inn þrátt fyrir að matvöruverslanir hefðu undanþágu frá banninu. Alok Barman sem vinnur sem heimilishjálp á heimilum vel stæðra fjölskyldna í Delí segist hafa verið beittur barsmíðum þegar hann yfirgaf heimili sitt. „Sum heimili sem ég vinn fyrir greiddu mér smá pening þannig að ég hugsaði að það væri best að ná í mat fyrir heimilið. Lögreglan réðist á okkur með kylfum og barði okkur. Nú höfum við ekkert að borða,“ sagði Barman við AP-fréttastofuna. Verslunareigendur hafa svipaða sögu að segja. Þannig braut lögreglumaður innanstokksmuni í kjötbúð í Delí með kylfu sinni. Eigandinn segir lögreglumenn hafa barið sig og sagt honum að hann hefði ekki átt að opna verslunina. „Dótir mín þarf að fá ofnæmislyf reglulega. Apótekin eru opin en hvernig eigum við að komast þangað. Hver villt hætta á að lenda í lögreglunni. Þeir eru að berja fólk,“ segir Yash Goswami í bænum Moradabad við Reuters-fréttastofuna. Talsmaður lögreglunnar í Nýju-Delí neitar því að lögregluþjónar berji fólk. Lögreglumenn kanna skilríki borgara á götum Jammu í dag. Borið hefur verið á því að lögreglan viti ekki hvernig útgöngubannið virkar.AP/Channi Anand Hafa ekki efni á að sitja heima launalaus Efasemdir eru um að landsmenn eigi eftir að virða útgöngubannið. Madhura Swaminathan, yfirmaður hagfræðigreiningar Hagstofu Indlands í Bengaluru, segir nauðsynlegt að biðja fólk um að halda sig heima til að hefta útbreiðslu faraldursins. „En meirihluti íbúanna hefur ekki efni á því að sitja heima án vinnu og launa,“ segir hann. Fram að þessu hafa 519 manns greinst með COVID-19 á Indlandi og níu látið lífið. Talið er að raunveruleg tala smitaðra sé mun hærri enda hafa hlutfallslega fáir verið skimaðir fyrir kórónuveirunni. Indland er talið illa í stakk búið að takast á við skæðan faraldur þar sem þar eru aðeins 0,5 sjúkrarúm fyrir hverja þúsund íbúa. Til samanburðar er þau 4,3 í Kína og 3,2 á Ítalíu. Indland er einn stærsti framleiðandi samheitalyfja í heiminum. Stjórnvöld bönnuðu útflutning á malaríulyfi sem notað hefur verið í tilraunaskyni gegn kórónuveirunni í dag í því skyni að tryggja framboð á því heima fyrir Þriggja vikna útgöngubann sett á rúmlega milljarð manna á Indlandi
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira