Fyrrum forseti Juventus allt annað en sáttur með Ronaldo Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2020 09:30 Cristiano Ronaldo er nú heima í Portúgal. vísir/getty Giovanni Cobolli Gigli, fyrrum forseti Juventus, er ekki parsáttur með að félagið hafi leyft Cristiano Ronaldo til þess að ferðast til Portúgal en hann ferðaðist til heimalandsins til þess að heimsækja veika móður sína. Þegar ítalska úrvalsdeildin var sett á ís var Ronaldo fljótur að koma sér aftur til Portúgals. Móður hans hafði glímt við veikindi og fékk hann leyfi til þess að fara til fjölskyldu sinnar, í stað þess að vera í sóttkví á Ítalíu þar sem liðsfélagi Daniele Rugani greindist með veiruna. Giovanni er þó ekki sáttur með að félagið hafi hleypt honum til Portúgals þar sem nú hafa fleiri leikmenn farið til heimalandsins. Þeir þurfa því að vera aftur í fjórtán daga sóttkví við komuna til Ítalíu. Cristiano Ronaldo slammed for heading home to quarantine in luxury Madeira villa with his family https://t.co/FzqoSEm21e— MailOnline Sport (@MailSport) March 26, 2020 „Hlutirnir urðu flóknir hjá Juventus þegar Ronaldo fékk leyfi til þess að fara. Ronaldo sagði að hann hafi farið til Portúgals vegna móður sinnar en það birtast bara myndir af honum í sundlauginni. Þegar þessi ákvörðun var tekin, datt þetta allt í sundur og hinir vilja fara. Þeir hefðu allir átt að vera bara í sóttkví,“ sagði hann við Radio Punto Nuovo. Gonzalo Higuain, Miralem Pjanic, Sami Khedira, Douglas Costa og Rodrigo Bentancur snéru allir heim í síðustu viku. „Að gagnrýna þá er auðvelt en ég veit ekki afhverju sumir leikmennirnir vildu yfirgefa Ítalíu. Þegar þeir snúa aftur verður erfiðara fyrir þá að komast aftur í form því þeir verða í sóttkví í fjórtán daga.“ Ítalski boltinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjá meira
Giovanni Cobolli Gigli, fyrrum forseti Juventus, er ekki parsáttur með að félagið hafi leyft Cristiano Ronaldo til þess að ferðast til Portúgal en hann ferðaðist til heimalandsins til þess að heimsækja veika móður sína. Þegar ítalska úrvalsdeildin var sett á ís var Ronaldo fljótur að koma sér aftur til Portúgals. Móður hans hafði glímt við veikindi og fékk hann leyfi til þess að fara til fjölskyldu sinnar, í stað þess að vera í sóttkví á Ítalíu þar sem liðsfélagi Daniele Rugani greindist með veiruna. Giovanni er þó ekki sáttur með að félagið hafi hleypt honum til Portúgals þar sem nú hafa fleiri leikmenn farið til heimalandsins. Þeir þurfa því að vera aftur í fjórtán daga sóttkví við komuna til Ítalíu. Cristiano Ronaldo slammed for heading home to quarantine in luxury Madeira villa with his family https://t.co/FzqoSEm21e— MailOnline Sport (@MailSport) March 26, 2020 „Hlutirnir urðu flóknir hjá Juventus þegar Ronaldo fékk leyfi til þess að fara. Ronaldo sagði að hann hafi farið til Portúgals vegna móður sinnar en það birtast bara myndir af honum í sundlauginni. Þegar þessi ákvörðun var tekin, datt þetta allt í sundur og hinir vilja fara. Þeir hefðu allir átt að vera bara í sóttkví,“ sagði hann við Radio Punto Nuovo. Gonzalo Higuain, Miralem Pjanic, Sami Khedira, Douglas Costa og Rodrigo Bentancur snéru allir heim í síðustu viku. „Að gagnrýna þá er auðvelt en ég veit ekki afhverju sumir leikmennirnir vildu yfirgefa Ítalíu. Þegar þeir snúa aftur verður erfiðara fyrir þá að komast aftur í form því þeir verða í sóttkví í fjórtán daga.“
Ítalski boltinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjá meira