Óli um byrjunina á Íslandsmótinu eftir samkomubann: „Fjórar til fimm vikur algjört lágmark“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2020 10:45 Ólafur Kristjánsson er að fara að byrja sitt þriðja tímabil sem þjálfari FH-liðsins. Vísir/Bára Ólafur Kristjánsson þjálfari FH í Pepsi Max-deild karla segir að liðin í landinu þurfi fjórar til fimm vikur til þess að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið eftir að samkomubanninu lýkur. Þetta sagði hann í viðtali við Guðmund Benediktsson í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en Ólafur var gestur þáttarins ásamt Hermanni Hreiðarssyni, aðstoðarþjálfara Southend í ensku C-deildinni. Farið var yfir hvenær ætti að byrja Íslandsmótið en liðin í landinu geta nú ekki æft saman vegna samkomubannsins sem nú stendur yfir. Stefnt var á að byrja Íslandsmótið 22. apríl en það er ljóst að svo verður ekki. „Ég er búinn að vera atvinnuþjálfari síðan 2000 þegar ég hætti að spila út í Danmörku. Þetta hefur verið aðalstarf mitt síðan og það er tuttugu ár síðan ef mér reiknast rétt til. Ég hef farið í gegnum efnahagskrísuna 2008 og þá kom ágætis hlutur út úr því á þeim stað sem ég var þá, í Breiðabliki,“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Þegar maður er smitaður af þessum sjúkdómi sem er þjálfun, það er kannski óviðeigandi að segja það á þessum tímapunkti, en þjálfun sem er starf er öðruvísi en mörg önnur störf. Þetta er í hausnum á manni allan daginn. Þá er maður að hugsa hvernig getur maður þjálfað liðið?“ Ólafur segir að liðin þurfi sinn tíma eftir bannið til þess að byggja upp fótboltalega þætti, sem og að óskynsamlegt sé að byrja of fljótt að spila því þá gætu leikmenn hrokkið í meiðsli. „Það sem vantar núna í þjálfunina hjá okkur núna eru að menn séu að púsha hver á annan og menn séu inn á æfingum þar sem samskipti og samvinna tveggja til fjögurra manna eða liðshluta skiptir máli. Núna erum við í hálfgerðu jólafríi.“ „Við erum að höfða til agans hjá mönnum og það þegar við komum út úr þessu aftur og fara að spila aftur, þá segi ég út frá þjálfræðinni þá eru fjórar til fimm vikur algjört lágmark ef þú ætlar ekki að hlaupa inn í einhverja meiðslaperíódu.“ Innslagið í heild sinni þar sem Ólafur fer yfir stöðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Ólafur Kristjánssom um byrjunina á Íslandsmótinu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
Ólafur Kristjánsson þjálfari FH í Pepsi Max-deild karla segir að liðin í landinu þurfi fjórar til fimm vikur til þess að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið eftir að samkomubanninu lýkur. Þetta sagði hann í viðtali við Guðmund Benediktsson í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en Ólafur var gestur þáttarins ásamt Hermanni Hreiðarssyni, aðstoðarþjálfara Southend í ensku C-deildinni. Farið var yfir hvenær ætti að byrja Íslandsmótið en liðin í landinu geta nú ekki æft saman vegna samkomubannsins sem nú stendur yfir. Stefnt var á að byrja Íslandsmótið 22. apríl en það er ljóst að svo verður ekki. „Ég er búinn að vera atvinnuþjálfari síðan 2000 þegar ég hætti að spila út í Danmörku. Þetta hefur verið aðalstarf mitt síðan og það er tuttugu ár síðan ef mér reiknast rétt til. Ég hef farið í gegnum efnahagskrísuna 2008 og þá kom ágætis hlutur út úr því á þeim stað sem ég var þá, í Breiðabliki,“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Þegar maður er smitaður af þessum sjúkdómi sem er þjálfun, það er kannski óviðeigandi að segja það á þessum tímapunkti, en þjálfun sem er starf er öðruvísi en mörg önnur störf. Þetta er í hausnum á manni allan daginn. Þá er maður að hugsa hvernig getur maður þjálfað liðið?“ Ólafur segir að liðin þurfi sinn tíma eftir bannið til þess að byggja upp fótboltalega þætti, sem og að óskynsamlegt sé að byrja of fljótt að spila því þá gætu leikmenn hrokkið í meiðsli. „Það sem vantar núna í þjálfunina hjá okkur núna eru að menn séu að púsha hver á annan og menn séu inn á æfingum þar sem samskipti og samvinna tveggja til fjögurra manna eða liðshluta skiptir máli. Núna erum við í hálfgerðu jólafríi.“ „Við erum að höfða til agans hjá mönnum og það þegar við komum út úr þessu aftur og fara að spila aftur, þá segi ég út frá þjálfræðinni þá eru fjórar til fimm vikur algjört lágmark ef þú ætlar ekki að hlaupa inn í einhverja meiðslaperíódu.“ Innslagið í heild sinni þar sem Ólafur fer yfir stöðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Ólafur Kristjánssom um byrjunina á Íslandsmótinu
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira