Innlent

Heitavatninu aftur komið á í Vesturbænum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá viðgerðum við Valsheimilið.
Frá viðgerðum við Valsheimilið. Vísir/Sigurjón

Viðgerð er nú lokið á stofnæð hitaveitu við Valsheimilið sem fór í sundur í gærkvöldi með þeim afleiðingum að vesturhluti borgarinnar varð heitavatnslaus. 

Búið er að hleypa vatni aftur á kerfið en búast má við að það taki nokkrar klukkustundir að ná aftur upp fullum þrýstingi hjá öllum notendum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veitum.

Íbúar í Vesturbænum hafa verið heitavatnslausir síðan um níuleytið í gærkvöldi. Bilunin tengist stórum leka sem varð á svipuðum stað í desember. Svo virðist sem að sá leki hafi valdið skemmdum á lögninni og verður hún tekin úr rekstri.


Tengdar fréttir

Heitavatnslaust í vesturhluta Reykjavíkur

Heitavatnslaust er í stórum hluta Reykjavíkur, eða vesturhlutanum. Meðal annars á það við miðbæinn, Hlíðarnar og Vesturbæinn og er það vegna bilunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×