Hætta á annarri bylgju smita ef takmörkunum er aflétt of snemma Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2020 11:57 Íbúar í Yichang í Hubei-héraði bíða í röðum eftir að kaupa lestarmiða. Áttatíu járnbrautarstöðvar opnuðu aftur fyrir ferðir innan héraðsins í gær eftir tveggja mánaða lokun vegna faraldursins. Ferðalög út úr héraðinu verða leyfð aftur 8. apríl. Vísir/EPA Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma. Byrjað er að opna fyrirtæki sem hafa verið lokuð í tvo mánuði vegna útgöngu- og samgöngubanns sem var komið á í Hubei-héraði í Kína vegna faraldursins í vetur. Enn eru þó verulegar takmarkanir í gildi. Grein sem birtist í læknaritinu Lancet bendir til þess að ef útgöngubannið yrði framlengt í Wuhan fram í apríl væri hægt að seinka mögulegri seinni bylgju kórónuveirusmita þangað til seinna á árinu. Þannig væri hægt að kaupa heilbrigðiskerfinu tíma til að jafna sig á álaginu og undirbúa sig fyrir næstu bylgju. Það gæti mögulega bjargað mannslífum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Borgin verður núna að fara virkilega varlega í að forðast að aflétta félagslegri forðun of snemma vegna þess að það gæti leitt til þess að annar toppur í tilfellum komi fyrr,“ segir Kiesha Prem, sérfræðingur við Hreinlætis- og hitabeltislækningaskólann í Lundúnum (LSHTM) sem er einn höfunda greinarinnar. Rannsókn Prem og félaga hennar byggðist á niðurstöðum spálíkana um hvaða áhrif það hefði að framlengja eða slaka á lokunum skóla og vinnustaða í Wuhan. Verði takmörkunum aflétt nú gæti seinni bylgja smita átt sér stað seint í ágúst. Verði aðgerðirnar framlengdar fram í apríl væri líklega hægt að seinka því þangað til í október. Félagsleg forðun virkar Yang Liu, annar sérfræðingur LSHTM sem vann að rannsókninni, segir að ekki sé hægt að færa niðurstöðurnar fyrir Wuhan beint yfir á önnur lönd. Það sé þó víst að aðgerðir til að takmarka samneyti fólks skili árangri alls staðar. Fara verði varlega í að slaka á slíkum aðgerðum. „Ef þessar bylgjur koma of fljótt gæti það þyrmt yfir heilbrigðiskerfin,“ segir Yang. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur enda varað við því að ríki aflétti takmörkunum eins og samkomubönnum sem eiga að hefta útbreiðslu faraldursins. „Það síðasta sem nokkuð ríki þarf á að halda er að opna skóla og fyrirtæki en þurfa svo að loka þeim aftur vegna þess að þetta kemur upp aftur,“ segir Tedros Ghabreyesus, forstjóri WHO. Engu að síður hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lýst hugmyndum sínum um að slaka á tilmælum til fólks þar um páskana, þvert á ráðleggingar lýðheilsusérfræðinga. WHO hefur varað við því að Bandaríkin gætu orðið næsti miðpunktur faraldursins vegna þess hversu hratt smituðum fjölgar þar nú. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Aflétta sóttkví í Wuhan í apríl Kínversk yfirvöld hafa tilkynnt að sóttkví í borginni Wuhan, þar sem hin nýja tegund kórónuveiru greindist fyrst, verði aflétt þann 8. apríl næstkomandi. 24. mars 2020 07:22 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma. Byrjað er að opna fyrirtæki sem hafa verið lokuð í tvo mánuði vegna útgöngu- og samgöngubanns sem var komið á í Hubei-héraði í Kína vegna faraldursins í vetur. Enn eru þó verulegar takmarkanir í gildi. Grein sem birtist í læknaritinu Lancet bendir til þess að ef útgöngubannið yrði framlengt í Wuhan fram í apríl væri hægt að seinka mögulegri seinni bylgju kórónuveirusmita þangað til seinna á árinu. Þannig væri hægt að kaupa heilbrigðiskerfinu tíma til að jafna sig á álaginu og undirbúa sig fyrir næstu bylgju. Það gæti mögulega bjargað mannslífum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Borgin verður núna að fara virkilega varlega í að forðast að aflétta félagslegri forðun of snemma vegna þess að það gæti leitt til þess að annar toppur í tilfellum komi fyrr,“ segir Kiesha Prem, sérfræðingur við Hreinlætis- og hitabeltislækningaskólann í Lundúnum (LSHTM) sem er einn höfunda greinarinnar. Rannsókn Prem og félaga hennar byggðist á niðurstöðum spálíkana um hvaða áhrif það hefði að framlengja eða slaka á lokunum skóla og vinnustaða í Wuhan. Verði takmörkunum aflétt nú gæti seinni bylgja smita átt sér stað seint í ágúst. Verði aðgerðirnar framlengdar fram í apríl væri líklega hægt að seinka því þangað til í október. Félagsleg forðun virkar Yang Liu, annar sérfræðingur LSHTM sem vann að rannsókninni, segir að ekki sé hægt að færa niðurstöðurnar fyrir Wuhan beint yfir á önnur lönd. Það sé þó víst að aðgerðir til að takmarka samneyti fólks skili árangri alls staðar. Fara verði varlega í að slaka á slíkum aðgerðum. „Ef þessar bylgjur koma of fljótt gæti það þyrmt yfir heilbrigðiskerfin,“ segir Yang. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur enda varað við því að ríki aflétti takmörkunum eins og samkomubönnum sem eiga að hefta útbreiðslu faraldursins. „Það síðasta sem nokkuð ríki þarf á að halda er að opna skóla og fyrirtæki en þurfa svo að loka þeim aftur vegna þess að þetta kemur upp aftur,“ segir Tedros Ghabreyesus, forstjóri WHO. Engu að síður hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lýst hugmyndum sínum um að slaka á tilmælum til fólks þar um páskana, þvert á ráðleggingar lýðheilsusérfræðinga. WHO hefur varað við því að Bandaríkin gætu orðið næsti miðpunktur faraldursins vegna þess hversu hratt smituðum fjölgar þar nú.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Aflétta sóttkví í Wuhan í apríl Kínversk yfirvöld hafa tilkynnt að sóttkví í borginni Wuhan, þar sem hin nýja tegund kórónuveiru greindist fyrst, verði aflétt þann 8. apríl næstkomandi. 24. mars 2020 07:22 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Aflétta sóttkví í Wuhan í apríl Kínversk yfirvöld hafa tilkynnt að sóttkví í borginni Wuhan, þar sem hin nýja tegund kórónuveiru greindist fyrst, verði aflétt þann 8. apríl næstkomandi. 24. mars 2020 07:22