Ekki lengur hægt að hætta í áskrift á netinu hjá Reebok Fitness Jakob Bjarnar skrifar 26. mars 2020 16:26 Á forsíðu vefs Reebok Fitness er talað um að ekki sé nein binding, en sú er ekki upplifun skjólstæðings Neytendasamtakanna sem vildi segja upp áskrift sinni. Það er ekki lengur hægt á netinu. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að meðal þeirra mála sem eru í athugun hjá samtökunum séu breyttir notendaskilmálar sem snúi að Reebok fitness líkamsræktarstöðinni. En, þar er viðskiptavinum gert talsvert erfiðara um vik en áður hefur verið með að segja upp áskrift. Ástæðan er sögð sú að nú sé „allt á „hold“ vegna Covid-19“. Hafa kallað eftir skýringum „Við erum að kalla eftir viðbrögðum og svörum frá þeim og munum svo væntanlega tilkynna um þetta til neytendastofu með vísun í að þetta teljist ósanngjarnir viðskiptahættir sem segir um í 36. grein laga um ósanngjarna skilmála,“ segir Breki í samtali við Vísi. Allar línur hafa verið rauðglóðandi hjá samtökunum einkum vegna mála sem snúa að ferðaskrifstofum og svo líkamsræktarstöðvum. Þetta mál sem varðar Reebok var að koma upp nú eftir hádegi í dag og eru erindin sem þegar hafa borist orðin nokkur. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna hefur kallað eftir skýringum frá Reebok Fitness en hann gerir ráð fyrir því að hann muni senda erindi vegna þessara breyttu skilmála líkamsræktarstöðvarinnar til neytendastofu.Vísir „Þar er verið að gera fólki erfitt um vik að segja upp áskriftinni en hingað til hefur fólk getað hætt í áskrift á netinu. Reebok Fitness hefur hafa gefið sig út fyrir að vera ekki með neina bindingu, en nú allt í einu er fólk bundið.“ Telur sig lokaðan inni með sína áskrift Félagsmaður samtakanna reyndi að segja upp áskriftinni, skráði sig inn á síðu og smellti á „uppsögn áskriftar“. Þá kom upp eftirfarandi tilkynning: Allt á „hold“ vegna Covid-19 Það er ekki hægt að segja upp áskrift á netinu eins og staðan er núna. Ef þú hefur fullan hug og þörf á að segja upp þinni áskrift þá verður hægt að koma til okkar í Faxafen 14 og fá aðstoð við það milli 10 og 16 virka daga. Við höfum sett allar áskriftir á “hold”, en það þýðir að áskriftir verða gjaldfærðar þessi mánaðarmót líkt og áður. En hafðu ekki áhyggjur, þessi tími sem við getum ekki boðið uppá fulla þjónustu á meðan óvissuástand ríkir, mun bætast aftan við virkar áskriftir. Hér að neðan er síðan bréf til viðskiptavina sem við hvetjum alla til að lesa fyrir nánari upplýsingar um stöðu mála. Með fyrirfram þökk og von um skilning Starfsfólk Reebok Fitness“ Skjólstæðingur Breka er ekki sáttur við þetta útspil. Bara engan veginn. Hann segist vera lokaður inni en greiði fullt gjald. Hann skilur ekki hvernig þetta megi gagnast fólki með ótímabundna samninga og að það lengist í annan endann við uppsagnarfrest. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilsa Neytendur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að meðal þeirra mála sem eru í athugun hjá samtökunum séu breyttir notendaskilmálar sem snúi að Reebok fitness líkamsræktarstöðinni. En, þar er viðskiptavinum gert talsvert erfiðara um vik en áður hefur verið með að segja upp áskrift. Ástæðan er sögð sú að nú sé „allt á „hold“ vegna Covid-19“. Hafa kallað eftir skýringum „Við erum að kalla eftir viðbrögðum og svörum frá þeim og munum svo væntanlega tilkynna um þetta til neytendastofu með vísun í að þetta teljist ósanngjarnir viðskiptahættir sem segir um í 36. grein laga um ósanngjarna skilmála,“ segir Breki í samtali við Vísi. Allar línur hafa verið rauðglóðandi hjá samtökunum einkum vegna mála sem snúa að ferðaskrifstofum og svo líkamsræktarstöðvum. Þetta mál sem varðar Reebok var að koma upp nú eftir hádegi í dag og eru erindin sem þegar hafa borist orðin nokkur. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna hefur kallað eftir skýringum frá Reebok Fitness en hann gerir ráð fyrir því að hann muni senda erindi vegna þessara breyttu skilmála líkamsræktarstöðvarinnar til neytendastofu.Vísir „Þar er verið að gera fólki erfitt um vik að segja upp áskriftinni en hingað til hefur fólk getað hætt í áskrift á netinu. Reebok Fitness hefur hafa gefið sig út fyrir að vera ekki með neina bindingu, en nú allt í einu er fólk bundið.“ Telur sig lokaðan inni með sína áskrift Félagsmaður samtakanna reyndi að segja upp áskriftinni, skráði sig inn á síðu og smellti á „uppsögn áskriftar“. Þá kom upp eftirfarandi tilkynning: Allt á „hold“ vegna Covid-19 Það er ekki hægt að segja upp áskrift á netinu eins og staðan er núna. Ef þú hefur fullan hug og þörf á að segja upp þinni áskrift þá verður hægt að koma til okkar í Faxafen 14 og fá aðstoð við það milli 10 og 16 virka daga. Við höfum sett allar áskriftir á “hold”, en það þýðir að áskriftir verða gjaldfærðar þessi mánaðarmót líkt og áður. En hafðu ekki áhyggjur, þessi tími sem við getum ekki boðið uppá fulla þjónustu á meðan óvissuástand ríkir, mun bætast aftan við virkar áskriftir. Hér að neðan er síðan bréf til viðskiptavina sem við hvetjum alla til að lesa fyrir nánari upplýsingar um stöðu mála. Með fyrirfram þökk og von um skilning Starfsfólk Reebok Fitness“ Skjólstæðingur Breka er ekki sáttur við þetta útspil. Bara engan veginn. Hann segist vera lokaður inni en greiði fullt gjald. Hann skilur ekki hvernig þetta megi gagnast fólki með ótímabundna samninga og að það lengist í annan endann við uppsagnarfrest.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilsa Neytendur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira