Kína og Bandaríkin taka höndum saman í baráttunni við veiruna Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2020 08:08 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Xi Jinping forseti Kína. Vísir/getty Leiðtogar risaveldanna Kína og Bandaríkjanna ræddu saman á símafundi í nótt þar sem faraldur kórónuveiru var að sjálfsögðu aðal umræðuefnið. Kínverjar hafa verið óhressir með Donald Trump Bandaríkjaforseta sem ítrekað hefur kallað kórónuveiruna Kínaveiruna, en hún átti upptök sín í Wuhan í Kína. Trump sagði á Twitter-síðu sinni í nótt að Kínverjar og Bandaríkjamenn væru í miklu samstarfi vegna málsins og að á milli ríkjanna ríki gagnkvæm virðing. Just finished a very good conversation with President Xi of China. Discussed in great detail the CoronaVirus that is ravaging large parts of our Planet. China has been through much & has developed a strong understanding of the Virus. We are working closely together. Much respect!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 27, 2020 Kínverskir miðlar taka í svipaðan streng og hafa eftir Xi Jinping leiðtoga Kínverja að samsarf sé afar mikilvægt. Þá staðhæfir hann að Kínverjar hafi aldrei farið í grafgötur með útbreiðslu veirunnar, líkt og sumir á vesturlöndum hafa gagnrýnt þá fyrir. Þá segir Xi að Kínverjar séu nú í hjálparstarfi víða um heim til að aðstoða þau ríki sem eigi í mesum vanda. Hann mun einnig hafa sagt Trump forseta að Bandaríkjamönnum standi slík aðstoð einnig til boða. Ferðamannastaðir í kínversku höfuðborginni Peking voru opnaðir á ný í gær þar sem kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega síðustu vikur. Borgarbúar létu sjá sig utandyra eftir mikla inniveru og skoðuðu meðal annars kirsuberjatré í einum af almenningsgörðum borgarinnar. Mun færri er þó hleypt inn í garðinn nú, eins og aðra ferðamannastaði, en áður en veiran greindist fyrst. Og við þetta er að bæta að um leið og Kínverjar virðast vera að rétta úr kútnum þá óttast þeir mjög að ný smit skjóti upp kollinum utanfrá og því hafa þeir tekið þá ákvörðun að banna öll ferðalög útlendinga til landsins og á það einnig við fólk sem þegar hefur ferða- eða landvistarleyfi í landinu. Í gær greindust aðeins fimmtíu og fimm smit í öllu Kína og voru fimmtíu og fjögur þeirra svokölluð utanlandssmit. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fjöldi tilfella á heimsvísu nær nú hálfri milljón Tilfelli kórónuveirunnar á heimsvísu eru nú orðin fleiri en hálf milljón samkvæmt tölum frá John Hopkins háskólanum í Baltimore í Maryland-ríki Bandaríkjanna. 26. mars 2020 23:11 Hætta á annarri bylgju smita ef takmörkunum er aflétt of snemma Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma. 26. mars 2020 11:57 Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. 25. mars 2020 18:43 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Sjá meira
Leiðtogar risaveldanna Kína og Bandaríkjanna ræddu saman á símafundi í nótt þar sem faraldur kórónuveiru var að sjálfsögðu aðal umræðuefnið. Kínverjar hafa verið óhressir með Donald Trump Bandaríkjaforseta sem ítrekað hefur kallað kórónuveiruna Kínaveiruna, en hún átti upptök sín í Wuhan í Kína. Trump sagði á Twitter-síðu sinni í nótt að Kínverjar og Bandaríkjamenn væru í miklu samstarfi vegna málsins og að á milli ríkjanna ríki gagnkvæm virðing. Just finished a very good conversation with President Xi of China. Discussed in great detail the CoronaVirus that is ravaging large parts of our Planet. China has been through much & has developed a strong understanding of the Virus. We are working closely together. Much respect!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 27, 2020 Kínverskir miðlar taka í svipaðan streng og hafa eftir Xi Jinping leiðtoga Kínverja að samsarf sé afar mikilvægt. Þá staðhæfir hann að Kínverjar hafi aldrei farið í grafgötur með útbreiðslu veirunnar, líkt og sumir á vesturlöndum hafa gagnrýnt þá fyrir. Þá segir Xi að Kínverjar séu nú í hjálparstarfi víða um heim til að aðstoða þau ríki sem eigi í mesum vanda. Hann mun einnig hafa sagt Trump forseta að Bandaríkjamönnum standi slík aðstoð einnig til boða. Ferðamannastaðir í kínversku höfuðborginni Peking voru opnaðir á ný í gær þar sem kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega síðustu vikur. Borgarbúar létu sjá sig utandyra eftir mikla inniveru og skoðuðu meðal annars kirsuberjatré í einum af almenningsgörðum borgarinnar. Mun færri er þó hleypt inn í garðinn nú, eins og aðra ferðamannastaði, en áður en veiran greindist fyrst. Og við þetta er að bæta að um leið og Kínverjar virðast vera að rétta úr kútnum þá óttast þeir mjög að ný smit skjóti upp kollinum utanfrá og því hafa þeir tekið þá ákvörðun að banna öll ferðalög útlendinga til landsins og á það einnig við fólk sem þegar hefur ferða- eða landvistarleyfi í landinu. Í gær greindust aðeins fimmtíu og fimm smit í öllu Kína og voru fimmtíu og fjögur þeirra svokölluð utanlandssmit.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fjöldi tilfella á heimsvísu nær nú hálfri milljón Tilfelli kórónuveirunnar á heimsvísu eru nú orðin fleiri en hálf milljón samkvæmt tölum frá John Hopkins háskólanum í Baltimore í Maryland-ríki Bandaríkjanna. 26. mars 2020 23:11 Hætta á annarri bylgju smita ef takmörkunum er aflétt of snemma Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma. 26. mars 2020 11:57 Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. 25. mars 2020 18:43 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Sjá meira
Fjöldi tilfella á heimsvísu nær nú hálfri milljón Tilfelli kórónuveirunnar á heimsvísu eru nú orðin fleiri en hálf milljón samkvæmt tölum frá John Hopkins háskólanum í Baltimore í Maryland-ríki Bandaríkjanna. 26. mars 2020 23:11
Hætta á annarri bylgju smita ef takmörkunum er aflétt of snemma Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma. 26. mars 2020 11:57
Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. 25. mars 2020 18:43