Fótbolti

Fyrrum leikmaður Manchester United rekur vinsæla fatalínu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alexander Büttner í leik með Manchester United gegn Bayern Munich.
Alexander Büttner í leik með Manchester United gegn Bayern Munich. Vísir/Getty Images

Alexander Büttner tókst ekki að gera garðinn frægan á tíma sínum hjá Manchester United en hefur þó átt ágætis feril til þessa. Hann hefur nú stofnað nokkuð vinsælt fatamerki.

Büttner, sem leikur vanalega í stöðu vinstri bakvarðar, gekk í raðir New England Revolution í MLS-deildinni í Bandaríkjunum fyrir leiktíðina sem hefur nú verið verið frestað tímabundið vegna kórónufaraldursins.

Hinn 31 árs gamli Büttner segir í viðtali við The Athletic að hann hafi verið á rölti í heimabæ sínum í Hollandi þegar hann sá ókunnugan mann ganga á móti sér. Sá var klæddur í fatamerki hans frá toppi til táar.

Büttner lætur sig hafa það að klæðast AB, eigin fatamerki.Vísir/Getty Images

Büttner stofnaði fatalínuna árið 2015 ásamt vini sínum Nicky Beije og bróðir sínum. Var þetta á þeim tíma sem þegar vinstri bakvörðurinn gekk í raðir Spartak Moskvu í Rússlandi. 

Fyrirtækið byrjaði á því að framleiða og selja hatta. Innan við hálfu ári síðar voru þeir farnir að selja allskyns fatnað. Þeir hafa nú opnað þrjár búðir í Hollandi sem selja eingöngu AB varning. Fatamerkið er einnig til sölu í meira en 350 búðum um alla Evrópu.

Büttner vonast til að koma merkinu á framfæri í Bandaríkjunum þar sem hann virðist ætla að klára ferilinn. Þá er merkið að ryðja sér til rúms í Englandi og Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×