Bryndís Arna skoraði seinna mark Växjö í 2-1 sigri á Brommapojkarna. Markið má sjá hér að neðan en það kom á 82. mínútu. Aðeins mínútu síðar minnkuðu gestirnir muninn í 2-1 en þar við sat.
Bryndís Arna kom til Svíþjóðar frá Val í vetur, eftir að hafa orðið markadrottning Bestu deildarinnar. Hún lék allan leikinn í dag líkt og Þórdís Elva Ágústsdóttir, sem einnig kom frá Val, sem var á miðjunni hjá Växjö.
Eftir sigurinn er Växjö með 17 stig í 9. sæti af 14 liðum deildarinnar en Brommapojkarna eru með 13 stig í 11. sæti.