Nammilandsfarar brjáluðust þegar ódýra nammið var tekið fyrr úr sölu Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2020 16:31 Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að tekin hafi verið meðvituð ákvörðun um að auglýsa afsláttinn einungis inn í verslunum. Óhætt er að segja að það hafi lagst afar illa í þá sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar og ætluðu að kaupa sér nammi á kostakjörum. Sælgætisbörum í verslunum Hagkaups var lokað fyrr en áætlað var í kjölfar umfjöllunar um að verslanirnar væru að selja nammið þar á sérstökum kostakjörum rétt fyrir lokun. Vísir fjallaði um það um helgina þegar heilbrigðisstarfsmann rak í rogastans þegar hann brá sér í heimsókn í verslun Hagkaups í Skeifunni. Þar sást hópur fólks með skóflurnar á lofti í Nammilandi þar sem 70 prósent afsláttur hafði verið auglýstur vegna fyrirhugaðrar lokunar. Sjá einnig: Hagkaup lokar Nammilandi en býður fyrst 70 prósenta afslátt Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að Nammilandi hafi verið lokað í hádeginu í gær en upprunalega var fyrirhugað að loka því um kvöldið. Ekki ákveðið að loka vegna tilmæla Að hans sögn var ákvörðunin ekki tekin vegna leiðbeininga frá yfirvöldum. „Það eru í rauninni engin tilmæli, við höfum verið í sambandi við yfirvöld og höfum í rauninni ekki fengið neinar skipanir um að loka þessum einingum svo við megum hafa þær opnar.“ Þó hafi verið gripið til aðgerða til að draga úr hættu á snertismiti, til að mynda með því að sótthreinsa og skipta um áhöld reglulega ásamt því að bjóða upp á hanska og spritt. Söluminnkun réð ferðinni Sigurður segir að fylgst hafi verið náið með þróun sölunnar í Nammilandi að undanförnu og að tekin hafi verið ákvörðun um að loka því í kjölfar mikils samdráttar í sölu. Kom þér á óvart að þessi 70% afsláttur hafi fengið misjöfn viðbrögð? „Þegar við tókum ákvörðun um að loka nammibarnum á sunnudegi, þá var hugmyndin í fyrsta lagi að við auglýstum ekki þennan afslátt nema inn í búðunum. Við vildum fara mjög varlega í þetta til að vanda okkur með tveggja metra regluna og ég var nú sjálfur staddur niðri í Skeifu klukkan 15 á laugardag í Nammilandinu. Þá voru bara þrír til fjórir þarna inni svo það sem ég sá gekk bara mjög vel fyrir sig.“ Staðan hafi svo breyst þegar byrjað var að fjalla um afsláttinn í fjölmiðlum. „Þá treystum við okkur ekki til að verja þessa tveggja metra reglu og við ákváðum þá að loka þeim aðeins fyrr en við höfðum ætlað.“ Ósáttir kúnnar mættu í leit að ódýru sælgæti Ljóst er að ekki voru allir viðskiptavinirnir sáttir við ákvörðunina um að loka snemma. „Þér að segja þá fengum við líka kúnna sem voru brjálaðir þegar þeir komu og það var búið að loka sem ætluðu að kaupa sér nammi á afslætti.“ Að sögn Sigurðar hefur Hagkaup tekið allar sjálfsafgreiðslueiningar til endurskoðunar að undanförnu. Samhliða því hafi sölu á grillkjúklingi verið hætt, salatbörum lokað og gerðar breytingar á brauðbörum í verslunum fyrirtækisins. Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sælgæti Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Óhætt er að segja að það hafi lagst afar illa í þá sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar og ætluðu að kaupa sér nammi á kostakjörum. Sælgætisbörum í verslunum Hagkaups var lokað fyrr en áætlað var í kjölfar umfjöllunar um að verslanirnar væru að selja nammið þar á sérstökum kostakjörum rétt fyrir lokun. Vísir fjallaði um það um helgina þegar heilbrigðisstarfsmann rak í rogastans þegar hann brá sér í heimsókn í verslun Hagkaups í Skeifunni. Þar sást hópur fólks með skóflurnar á lofti í Nammilandi þar sem 70 prósent afsláttur hafði verið auglýstur vegna fyrirhugaðrar lokunar. Sjá einnig: Hagkaup lokar Nammilandi en býður fyrst 70 prósenta afslátt Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að Nammilandi hafi verið lokað í hádeginu í gær en upprunalega var fyrirhugað að loka því um kvöldið. Ekki ákveðið að loka vegna tilmæla Að hans sögn var ákvörðunin ekki tekin vegna leiðbeininga frá yfirvöldum. „Það eru í rauninni engin tilmæli, við höfum verið í sambandi við yfirvöld og höfum í rauninni ekki fengið neinar skipanir um að loka þessum einingum svo við megum hafa þær opnar.“ Þó hafi verið gripið til aðgerða til að draga úr hættu á snertismiti, til að mynda með því að sótthreinsa og skipta um áhöld reglulega ásamt því að bjóða upp á hanska og spritt. Söluminnkun réð ferðinni Sigurður segir að fylgst hafi verið náið með þróun sölunnar í Nammilandi að undanförnu og að tekin hafi verið ákvörðun um að loka því í kjölfar mikils samdráttar í sölu. Kom þér á óvart að þessi 70% afsláttur hafi fengið misjöfn viðbrögð? „Þegar við tókum ákvörðun um að loka nammibarnum á sunnudegi, þá var hugmyndin í fyrsta lagi að við auglýstum ekki þennan afslátt nema inn í búðunum. Við vildum fara mjög varlega í þetta til að vanda okkur með tveggja metra regluna og ég var nú sjálfur staddur niðri í Skeifu klukkan 15 á laugardag í Nammilandinu. Þá voru bara þrír til fjórir þarna inni svo það sem ég sá gekk bara mjög vel fyrir sig.“ Staðan hafi svo breyst þegar byrjað var að fjalla um afsláttinn í fjölmiðlum. „Þá treystum við okkur ekki til að verja þessa tveggja metra reglu og við ákváðum þá að loka þeim aðeins fyrr en við höfðum ætlað.“ Ósáttir kúnnar mættu í leit að ódýru sælgæti Ljóst er að ekki voru allir viðskiptavinirnir sáttir við ákvörðunina um að loka snemma. „Þér að segja þá fengum við líka kúnna sem voru brjálaðir þegar þeir komu og það var búið að loka sem ætluðu að kaupa sér nammi á afslætti.“ Að sögn Sigurðar hefur Hagkaup tekið allar sjálfsafgreiðslueiningar til endurskoðunar að undanförnu. Samhliða því hafi sölu á grillkjúklingi verið hætt, salatbörum lokað og gerðar breytingar á brauðbörum í verslunum fyrirtækisins.
Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sælgæti Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira