Nammilandsfarar brjáluðust þegar ódýra nammið var tekið fyrr úr sölu Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2020 16:31 Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að tekin hafi verið meðvituð ákvörðun um að auglýsa afsláttinn einungis inn í verslunum. Óhætt er að segja að það hafi lagst afar illa í þá sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar og ætluðu að kaupa sér nammi á kostakjörum. Sælgætisbörum í verslunum Hagkaups var lokað fyrr en áætlað var í kjölfar umfjöllunar um að verslanirnar væru að selja nammið þar á sérstökum kostakjörum rétt fyrir lokun. Vísir fjallaði um það um helgina þegar heilbrigðisstarfsmann rak í rogastans þegar hann brá sér í heimsókn í verslun Hagkaups í Skeifunni. Þar sást hópur fólks með skóflurnar á lofti í Nammilandi þar sem 70 prósent afsláttur hafði verið auglýstur vegna fyrirhugaðrar lokunar. Sjá einnig: Hagkaup lokar Nammilandi en býður fyrst 70 prósenta afslátt Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að Nammilandi hafi verið lokað í hádeginu í gær en upprunalega var fyrirhugað að loka því um kvöldið. Ekki ákveðið að loka vegna tilmæla Að hans sögn var ákvörðunin ekki tekin vegna leiðbeininga frá yfirvöldum. „Það eru í rauninni engin tilmæli, við höfum verið í sambandi við yfirvöld og höfum í rauninni ekki fengið neinar skipanir um að loka þessum einingum svo við megum hafa þær opnar.“ Þó hafi verið gripið til aðgerða til að draga úr hættu á snertismiti, til að mynda með því að sótthreinsa og skipta um áhöld reglulega ásamt því að bjóða upp á hanska og spritt. Söluminnkun réð ferðinni Sigurður segir að fylgst hafi verið náið með þróun sölunnar í Nammilandi að undanförnu og að tekin hafi verið ákvörðun um að loka því í kjölfar mikils samdráttar í sölu. Kom þér á óvart að þessi 70% afsláttur hafi fengið misjöfn viðbrögð? „Þegar við tókum ákvörðun um að loka nammibarnum á sunnudegi, þá var hugmyndin í fyrsta lagi að við auglýstum ekki þennan afslátt nema inn í búðunum. Við vildum fara mjög varlega í þetta til að vanda okkur með tveggja metra regluna og ég var nú sjálfur staddur niðri í Skeifu klukkan 15 á laugardag í Nammilandinu. Þá voru bara þrír til fjórir þarna inni svo það sem ég sá gekk bara mjög vel fyrir sig.“ Staðan hafi svo breyst þegar byrjað var að fjalla um afsláttinn í fjölmiðlum. „Þá treystum við okkur ekki til að verja þessa tveggja metra reglu og við ákváðum þá að loka þeim aðeins fyrr en við höfðum ætlað.“ Ósáttir kúnnar mættu í leit að ódýru sælgæti Ljóst er að ekki voru allir viðskiptavinirnir sáttir við ákvörðunina um að loka snemma. „Þér að segja þá fengum við líka kúnna sem voru brjálaðir þegar þeir komu og það var búið að loka sem ætluðu að kaupa sér nammi á afslætti.“ Að sögn Sigurðar hefur Hagkaup tekið allar sjálfsafgreiðslueiningar til endurskoðunar að undanförnu. Samhliða því hafi sölu á grillkjúklingi verið hætt, salatbörum lokað og gerðar breytingar á brauðbörum í verslunum fyrirtækisins. Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sælgæti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira
Óhætt er að segja að það hafi lagst afar illa í þá sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar og ætluðu að kaupa sér nammi á kostakjörum. Sælgætisbörum í verslunum Hagkaups var lokað fyrr en áætlað var í kjölfar umfjöllunar um að verslanirnar væru að selja nammið þar á sérstökum kostakjörum rétt fyrir lokun. Vísir fjallaði um það um helgina þegar heilbrigðisstarfsmann rak í rogastans þegar hann brá sér í heimsókn í verslun Hagkaups í Skeifunni. Þar sást hópur fólks með skóflurnar á lofti í Nammilandi þar sem 70 prósent afsláttur hafði verið auglýstur vegna fyrirhugaðrar lokunar. Sjá einnig: Hagkaup lokar Nammilandi en býður fyrst 70 prósenta afslátt Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að Nammilandi hafi verið lokað í hádeginu í gær en upprunalega var fyrirhugað að loka því um kvöldið. Ekki ákveðið að loka vegna tilmæla Að hans sögn var ákvörðunin ekki tekin vegna leiðbeininga frá yfirvöldum. „Það eru í rauninni engin tilmæli, við höfum verið í sambandi við yfirvöld og höfum í rauninni ekki fengið neinar skipanir um að loka þessum einingum svo við megum hafa þær opnar.“ Þó hafi verið gripið til aðgerða til að draga úr hættu á snertismiti, til að mynda með því að sótthreinsa og skipta um áhöld reglulega ásamt því að bjóða upp á hanska og spritt. Söluminnkun réð ferðinni Sigurður segir að fylgst hafi verið náið með þróun sölunnar í Nammilandi að undanförnu og að tekin hafi verið ákvörðun um að loka því í kjölfar mikils samdráttar í sölu. Kom þér á óvart að þessi 70% afsláttur hafi fengið misjöfn viðbrögð? „Þegar við tókum ákvörðun um að loka nammibarnum á sunnudegi, þá var hugmyndin í fyrsta lagi að við auglýstum ekki þennan afslátt nema inn í búðunum. Við vildum fara mjög varlega í þetta til að vanda okkur með tveggja metra regluna og ég var nú sjálfur staddur niðri í Skeifu klukkan 15 á laugardag í Nammilandinu. Þá voru bara þrír til fjórir þarna inni svo það sem ég sá gekk bara mjög vel fyrir sig.“ Staðan hafi svo breyst þegar byrjað var að fjalla um afsláttinn í fjölmiðlum. „Þá treystum við okkur ekki til að verja þessa tveggja metra reglu og við ákváðum þá að loka þeim aðeins fyrr en við höfðum ætlað.“ Ósáttir kúnnar mættu í leit að ódýru sælgæti Ljóst er að ekki voru allir viðskiptavinirnir sáttir við ákvörðunina um að loka snemma. „Þér að segja þá fengum við líka kúnna sem voru brjálaðir þegar þeir komu og það var búið að loka sem ætluðu að kaupa sér nammi á afslætti.“ Að sögn Sigurðar hefur Hagkaup tekið allar sjálfsafgreiðslueiningar til endurskoðunar að undanförnu. Samhliða því hafi sölu á grillkjúklingi verið hætt, salatbörum lokað og gerðar breytingar á brauðbörum í verslunum fyrirtækisins.
Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sælgæti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira