Ólafía fékk tæpa milljón í sinn hlut Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2017 07:41 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur byrjað tímabilið í LPGA af krafti. Vísir/Getty Óhætt er að segja að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fari vel af stað á LPGA-mótaröðinni í golfi en hún hafnaði í 30.-39. sæti á ISPS Handa-mótinu í Ástralíu í nótt. Árangurinn færir henni 9005 Bandaríkjadollara í aðra hönd eða um 995 þúsund króna. Fyrir árangur hennar á Bahamaeyjum fékk hún um 300 þúsund krónur og er hún því komin um 1,3 milljónir króna í verðlaunafé á tímabilinu. Sjá einnig: Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Staða hennar á peningalista mótaraðarinnar ræður því hvort hún fái áframhaldandi þátttökurétt sem og hvort hún komist inn á enn fleiri mót en í fyrstu mátti áætla. Með þessu áframhaldi verður hún fljót að klífa upp peningalistann og þar með styrkja stöðu sína á mótaröðinni enn frekar. Ólafía fékk tvö stig á CME-stigaröðinni svokölluðu fyrir árangurinn á fyrsta móti ársins, á Bahamaeyjum í síðasta mánuði. Hún fékk 43 stig fyrir árangurinn um helgina og er nú 51.-53. sæti stigalistans. Alls var 1,3 milljón dollara, jafnvirði 143 milljóna króna, til skiptanna á mótinu í Ástralíu en sigurvegarinn, Ha Na Jang frá Suður-Kóreu, fékk 21,5 milljónir króna í sinn hlut. Golf Tengdar fréttir Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Lék á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum og endaði á pari. 19. febrúar 2017 07:08 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Óhætt er að segja að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fari vel af stað á LPGA-mótaröðinni í golfi en hún hafnaði í 30.-39. sæti á ISPS Handa-mótinu í Ástralíu í nótt. Árangurinn færir henni 9005 Bandaríkjadollara í aðra hönd eða um 995 þúsund króna. Fyrir árangur hennar á Bahamaeyjum fékk hún um 300 þúsund krónur og er hún því komin um 1,3 milljónir króna í verðlaunafé á tímabilinu. Sjá einnig: Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Staða hennar á peningalista mótaraðarinnar ræður því hvort hún fái áframhaldandi þátttökurétt sem og hvort hún komist inn á enn fleiri mót en í fyrstu mátti áætla. Með þessu áframhaldi verður hún fljót að klífa upp peningalistann og þar með styrkja stöðu sína á mótaröðinni enn frekar. Ólafía fékk tvö stig á CME-stigaröðinni svokölluðu fyrir árangurinn á fyrsta móti ársins, á Bahamaeyjum í síðasta mánuði. Hún fékk 43 stig fyrir árangurinn um helgina og er nú 51.-53. sæti stigalistans. Alls var 1,3 milljón dollara, jafnvirði 143 milljóna króna, til skiptanna á mótinu í Ástralíu en sigurvegarinn, Ha Na Jang frá Suður-Kóreu, fékk 21,5 milljónir króna í sinn hlut.
Golf Tengdar fréttir Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Lék á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum og endaði á pari. 19. febrúar 2017 07:08 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Lék á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum og endaði á pari. 19. febrúar 2017 07:08