Þjóðleikhússtjóra blöskraði þegar hann leit yfir símareikning tengdamóður sinnar Birgir Olgeirsson skrifar 16. apríl 2018 22:45 Ari Matthíasson er Þjóðleikhússtjóri. Vísir/Anton Brink „Tæplega áttræð kona vestur í bæ borgar 15.500 kall á mánuði fyrir aðgang að fastlínusíma og fyrir að horfa á sjónvarpið hjá Símanum.“ Svona hljóðar upphaf stöðuuppfærslu Ara Matthíassonar Þjóðleikhússtjóra sem hefur vakið mikla athygli en þar gagnrýnir hann gjaldtöku Símans á tæplega áttræðri tengdamóður Ara sem er viðskiptavinur fjarskiptafyrirtækisins. Ari rekur notkunarsögu tengdamóður fyrir einn mánuð en þar hringdi hún tíu símtöl í farsíma, samtals 24 mínútur, og 25 í fastlínu. Hann segir hana horfa á Ríkissjónvarpið og DR1, rás danska ríkissjónvarpsins, en tæplega á aðrar stöðvar. Ara finnst þetta „galin gjaldtaka“ fyrir annars vegar símaþjónustu, og tekur fram að tengdamóðir hans á ekki GSM-síma, og horfir aðeins á sjónvarpið. Þá finnst honum það skrýtið að rekstur Ríkissjónvarpsins sé greiddur af skattgreiðendum á Íslandi og DR1 af skattgreiðendum í Danmörku og þannig ekki um kostnað Símans að ræða við framleiðslu efnis, heldur eingöngu um að ræða millilið. Ari hafði samband við Símann vegna málsins en hann segir í samtali við Vísi að hann hefði fengið þau svör að ef tengdamóðir hans kaupir einhvern þúsund króna pakka frá Símanum gæti hún lækkað mánaðargjaldið niður í 11.500 krónur. Ari segir tengdamóður sína ekki eiga tölvu eða GSM-síma.Vísir/Anton Brink„Mér finnst það mjög mikið fyrir konu sem á ekki tölvu eða GSM-síma. Þetta er tæplega áttræð kona og hún þarf að geta horft á sjónvarpið og hún þarf að vera með síma. Mér finnst þetta rosalega hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum miðað við hvað gamalt fólk er með með ellistyrk. Hvernig á hún að horfa á sjónvarpið? Hvernig á hún að tengja öryggishnappinn sinn?,“ spyr Ari. Hann segir tengdamóður sína hafa borgað þetta gjald í marga mánuði og það hafi komið í ljós þegar eiginkona Ara fór að skoða símareikning móður sinnar. „Svo er búið að brjóta þetta niður í allskonar gjöld þannig að þetta verður ekki eins gagnsætt,“ segir Ari og nefnir þar línugjald og gjald fyrir router, eða beini. „Af hverju er hún að borga svona mikið fyrir gagnamagn? Hún á ekki tölvu og svo framvegis og svo framvegis,“ segir Ari.Mögulega margir sem skilja ekki gjaldið Hann segist vel geta ímyndað sér að fjöldi fólks sem kaupir þessa þjónustu skilji ekki hvað það er að borga fyrir og eigi erfitt með að setja sig inn í það og greiði því gjaldið þegjandi og hljóðlaust. „Þú getur ímyndað þér líka hvað gömul kona sem er ekki með tölvu og ekki með GSM-síma, á hún að fara að hringja í símfyrirtækin, leita tilboða og finna út úr þessu?“ spyr Ari og nefnir að oft eigi yngra fólk einnig erfitt með að skilja þetta. „Hvað með áttræða konu? Maðurinn hennar er á Droplaugarstöðum? Hvernig eiga þau að eiga við þetta? Eiga þau að hætta að horfa á sjónvarpið? Það er nefskattur fyrir alla sem eru yngri en 70 fyrir aðgang að RÚV? Hvernig ætlar þú að fá aðgang síðan að RÚV? Þú þarft að versla við fjarskiptafyrirtækin.“ Ari segir að honum hafi verið misboðið en hann eigi örugglega eftir að finna leiðir til að lækka reikninginn. Það muni um minna fyrir tengdamóður hans. Samskiptafulltrúi Símans segir í samtali við Vísi að gjaldið sem Ari nefnir teljist eðlilegt en spurningin sé hvort að þjónustan sem tengdamóðir hans kaupir af Símanum henti henni.Vísir/VilhelmÞarf mögulega ekki á þjónustunni að halda Samskiptafulltrúi Símans heitir Guðmundur Jóhannsson en hann segir gjald fyrir leigu á router, línugjald og grunnþjónustu fyrir sjónvarp allt eðlileg gjöld. „En hvort það er eitthvað sem þessi kona þarf er eitthvað sem er erfitt að svara til um,“ segir Guðmundur. Hann segir Sjónvarp Símans vera gagnvirkt sjónvarp sem innihaldi möguleika sem konan þurfi mögulega ekki á að halda. Gagnvirkt sjónvarp veitir til dæmis aðgang að RÚV frelsi eða Stöð 2 frelsi og tímaflakki. Guðmundur segir að mögulega væri einfaldara og hagstæðara fyrir konuna að horfa á Ríkissjónvarpið í gegnum loftnetskerfi RÚV, eða UHF kerfið eins og það kallast. Hann segir Sjónvarp Símans flutt í gegnum Internetið og því þurfi gagnaflutning til að ná útsendingunni. Til þess þarf að eiga router sem Síminn býður viðskiptavinum sínum á leigu. „Þá eigum við routerinn, rekum hann og uppfærum, til dæmis ef það koma hugbúnaðaruppfærslur eða öryggisuppfærslur. Ef hann bilar er honum skipt út alveg óháð því hvað hann er gamall. En það geta allir keypt router annars staðar ef þeir vilja og sett hann upp á okkar kerfum,“ seugr Guðmundur. Hann bendir á að mögulega sé gagnvirkt sjónvarp ekki besta leiðin fyrir eldra fólk, og UHF-kerfið mögulega einfaldari lausn.Bjóða upp á námskeið fyrir eldra fólk Hann segir Símann bjóða upp á námskeið fyrir Sjónvarp Símans sem eldra fólk sé duglegt að sækja. Einnig er boðið upp á námskeið á snjallsíma en þessi námskeið eru auglýst á Facebook-síðu Símans og í verslunum Símans. Hægt er að skrá sig á þau í verslunum Símans og á vef Símans en þessi námskeið eru endurgjaldslaus. Hann tekur fram að Síminn fái ekki DR1 frítt heldur þurfi fjarskiptafyrirtækið að standa kostnað af því að koma útsendingunni til Íslands og flytja hana til viðskiptavina sinna. Það sé einnig raunin með útsendingu RÚV sem þarf að móttaka og koma til viðskiptavina. „Það er alltaf einhver kostnaður sem fellur af,“ segir hann að lokum. Vísir er eigu Sýnar hf. sem á fjarskiptafyrirtækið Vodafone. Neytendur Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Sektuð fyrir að segjast vera best Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Raforka til gagnavera snarminnkað Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Bölvað basl á Bond Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Sjá meira
„Tæplega áttræð kona vestur í bæ borgar 15.500 kall á mánuði fyrir aðgang að fastlínusíma og fyrir að horfa á sjónvarpið hjá Símanum.“ Svona hljóðar upphaf stöðuuppfærslu Ara Matthíassonar Þjóðleikhússtjóra sem hefur vakið mikla athygli en þar gagnrýnir hann gjaldtöku Símans á tæplega áttræðri tengdamóður Ara sem er viðskiptavinur fjarskiptafyrirtækisins. Ari rekur notkunarsögu tengdamóður fyrir einn mánuð en þar hringdi hún tíu símtöl í farsíma, samtals 24 mínútur, og 25 í fastlínu. Hann segir hana horfa á Ríkissjónvarpið og DR1, rás danska ríkissjónvarpsins, en tæplega á aðrar stöðvar. Ara finnst þetta „galin gjaldtaka“ fyrir annars vegar símaþjónustu, og tekur fram að tengdamóðir hans á ekki GSM-síma, og horfir aðeins á sjónvarpið. Þá finnst honum það skrýtið að rekstur Ríkissjónvarpsins sé greiddur af skattgreiðendum á Íslandi og DR1 af skattgreiðendum í Danmörku og þannig ekki um kostnað Símans að ræða við framleiðslu efnis, heldur eingöngu um að ræða millilið. Ari hafði samband við Símann vegna málsins en hann segir í samtali við Vísi að hann hefði fengið þau svör að ef tengdamóðir hans kaupir einhvern þúsund króna pakka frá Símanum gæti hún lækkað mánaðargjaldið niður í 11.500 krónur. Ari segir tengdamóður sína ekki eiga tölvu eða GSM-síma.Vísir/Anton Brink„Mér finnst það mjög mikið fyrir konu sem á ekki tölvu eða GSM-síma. Þetta er tæplega áttræð kona og hún þarf að geta horft á sjónvarpið og hún þarf að vera með síma. Mér finnst þetta rosalega hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum miðað við hvað gamalt fólk er með með ellistyrk. Hvernig á hún að horfa á sjónvarpið? Hvernig á hún að tengja öryggishnappinn sinn?,“ spyr Ari. Hann segir tengdamóður sína hafa borgað þetta gjald í marga mánuði og það hafi komið í ljós þegar eiginkona Ara fór að skoða símareikning móður sinnar. „Svo er búið að brjóta þetta niður í allskonar gjöld þannig að þetta verður ekki eins gagnsætt,“ segir Ari og nefnir þar línugjald og gjald fyrir router, eða beini. „Af hverju er hún að borga svona mikið fyrir gagnamagn? Hún á ekki tölvu og svo framvegis og svo framvegis,“ segir Ari.Mögulega margir sem skilja ekki gjaldið Hann segist vel geta ímyndað sér að fjöldi fólks sem kaupir þessa þjónustu skilji ekki hvað það er að borga fyrir og eigi erfitt með að setja sig inn í það og greiði því gjaldið þegjandi og hljóðlaust. „Þú getur ímyndað þér líka hvað gömul kona sem er ekki með tölvu og ekki með GSM-síma, á hún að fara að hringja í símfyrirtækin, leita tilboða og finna út úr þessu?“ spyr Ari og nefnir að oft eigi yngra fólk einnig erfitt með að skilja þetta. „Hvað með áttræða konu? Maðurinn hennar er á Droplaugarstöðum? Hvernig eiga þau að eiga við þetta? Eiga þau að hætta að horfa á sjónvarpið? Það er nefskattur fyrir alla sem eru yngri en 70 fyrir aðgang að RÚV? Hvernig ætlar þú að fá aðgang síðan að RÚV? Þú þarft að versla við fjarskiptafyrirtækin.“ Ari segir að honum hafi verið misboðið en hann eigi örugglega eftir að finna leiðir til að lækka reikninginn. Það muni um minna fyrir tengdamóður hans. Samskiptafulltrúi Símans segir í samtali við Vísi að gjaldið sem Ari nefnir teljist eðlilegt en spurningin sé hvort að þjónustan sem tengdamóðir hans kaupir af Símanum henti henni.Vísir/VilhelmÞarf mögulega ekki á þjónustunni að halda Samskiptafulltrúi Símans heitir Guðmundur Jóhannsson en hann segir gjald fyrir leigu á router, línugjald og grunnþjónustu fyrir sjónvarp allt eðlileg gjöld. „En hvort það er eitthvað sem þessi kona þarf er eitthvað sem er erfitt að svara til um,“ segir Guðmundur. Hann segir Sjónvarp Símans vera gagnvirkt sjónvarp sem innihaldi möguleika sem konan þurfi mögulega ekki á að halda. Gagnvirkt sjónvarp veitir til dæmis aðgang að RÚV frelsi eða Stöð 2 frelsi og tímaflakki. Guðmundur segir að mögulega væri einfaldara og hagstæðara fyrir konuna að horfa á Ríkissjónvarpið í gegnum loftnetskerfi RÚV, eða UHF kerfið eins og það kallast. Hann segir Sjónvarp Símans flutt í gegnum Internetið og því þurfi gagnaflutning til að ná útsendingunni. Til þess þarf að eiga router sem Síminn býður viðskiptavinum sínum á leigu. „Þá eigum við routerinn, rekum hann og uppfærum, til dæmis ef það koma hugbúnaðaruppfærslur eða öryggisuppfærslur. Ef hann bilar er honum skipt út alveg óháð því hvað hann er gamall. En það geta allir keypt router annars staðar ef þeir vilja og sett hann upp á okkar kerfum,“ seugr Guðmundur. Hann bendir á að mögulega sé gagnvirkt sjónvarp ekki besta leiðin fyrir eldra fólk, og UHF-kerfið mögulega einfaldari lausn.Bjóða upp á námskeið fyrir eldra fólk Hann segir Símann bjóða upp á námskeið fyrir Sjónvarp Símans sem eldra fólk sé duglegt að sækja. Einnig er boðið upp á námskeið á snjallsíma en þessi námskeið eru auglýst á Facebook-síðu Símans og í verslunum Símans. Hægt er að skrá sig á þau í verslunum Símans og á vef Símans en þessi námskeið eru endurgjaldslaus. Hann tekur fram að Síminn fái ekki DR1 frítt heldur þurfi fjarskiptafyrirtækið að standa kostnað af því að koma útsendingunni til Íslands og flytja hana til viðskiptavina sinna. Það sé einnig raunin með útsendingu RÚV sem þarf að móttaka og koma til viðskiptavina. „Það er alltaf einhver kostnaður sem fellur af,“ segir hann að lokum. Vísir er eigu Sýnar hf. sem á fjarskiptafyrirtækið Vodafone.
Neytendur Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Sektuð fyrir að segjast vera best Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Raforka til gagnavera snarminnkað Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Bölvað basl á Bond Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Sjá meira