Innlent

Umferðin dróst saman um fimmtung í mars

Kjartan Kjartansson skrifar
Meðalsólarhringsumferð um lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu eftir staðalvikum.
Meðalsólarhringsumferð um lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu eftir staðalvikum. Vegagerðin

Rúmlega 35.000 færri bílum var ekið um götur höfuðborgarsvæðisins að meðaltali á dag í mars en á sama tíma í fyrra og er það rúmlega fimmtungs samdráttur. Mest dróst umferð um Hafnarfjarðarveg saman.

Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar kemur fram að samdrátturinn á umferð haldi áfram að aukast eftir því sem samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins er hert. Í þremur lykil mælisniðum Vegagerðarinnar hefur umferð dregist saman um 21% í marsmánuði borið saman við í fyrra.

Samdráttur í umferð er sagður langmestur bæði hlutfallslega og í fjölda ökutækja um Hafnarfjarðarveg. Umferð um Reykjanesbraut og Vesturlandsveg dróst hlutfallslega svipað saman. Vegagerðin segist ekki hafa skýringar á hvers vegna umferð dregst svo mikið meira saman um Hafnarfjarðarveg en í hinum tveimur mælisniðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×