Héldu að Cristiano Ronaldo héti Custódio þegar hann skoraði sitt fyrsta mark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2020 14:30 Cristiano Ronaldo fagnar marki með Manchester United en þar varð hann að einum besta knattspyrnumanni heims. Getty/Koji Watanabe Í dag vita allir knattspyrnuáhugamenn hver Cristiano Ronaldo er. Það var samt ekki þannig fyrir tæpum átján árum síðan er strákurinn fékk sitt fyrsta tækifæri. Cristiano Ronaldo fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Sporting CP haustið 2002, þá aðeins sautján ára gamall. Ronaldo hafði verið hjá unglingaliði Sporting í fimm ár en hann kom þangað frá Madeira aðeins tólf ára gamall. Fyrsta markið fyrir Sporting og um leið á ferlinum skoraði Ronaldo í æfingarleik á móti Real Betis og má sjá það hér fyrir neðan. Great footage of Cristiano Ronaldo scoring a brilliant goal in his first ever appearance in senior football - a friendly against Real Betis in 2002. Inexplicably, the Spanish commentators and TV company got him confused with teammate Custudio throughout. pic.twitter.com/RWycuGmhNV— Colin Millar (@Millar_Colin) April 20, 2020 Markið er einkar laglegt og þar má sjá strax marga hæfileika hjá Cristiano Ronaldo eins og hraða, ákvörðunartöku, sparkvissu og útsjónarsemi. Sjónvarpsmennirnir voru hins vegar langt frá því að vera með það á hreinu hver Cristiano Ronaldo væri. Þeir töldu nefnilega að þar væri á ferðinni liðfélagi hans að nafni Custódio Castro. Custódio Castro var tveimur árum eldri en Ronaldo en hafði einnig komið upp í aðallið Sporting þetta haust. ON THIS DAY: In 2002, Cristiano Ronaldo made his Sporting Lisbon debut..The rest is history. pic.twitter.com/4165PjCdkD— Footy Accumulators (@FootyAccums) August 14, 2017 Custódio Castro var hjá Sporting til ársins 2007 þegar hann var seldur til rússneeska félagsins Dynamo Moskvu. Ferill hans endaði 2017 en hann er núna knattspyrnustjóri Braga í Portúgal. Custódio náði þó aðeins að stýra liðinu í einum leik áður en deildin fór í frost vegna kórónuveirunnar. Cristiano Ronaldo var aðeins hjá Sporting í eitt ár í viðbót því sumarið eftir seldi félagið hann til Manchester United þar sem Ronaldo varð að besta leikmanni heims. Cristiano Ronaldo hefur síðan spilað með Real Madrid og Juventus og verið fimm sinnum kosinn besti knattspyrnumaður heims. Fótbolti Spænski boltinn Portúgal Ítalski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Í dag vita allir knattspyrnuáhugamenn hver Cristiano Ronaldo er. Það var samt ekki þannig fyrir tæpum átján árum síðan er strákurinn fékk sitt fyrsta tækifæri. Cristiano Ronaldo fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Sporting CP haustið 2002, þá aðeins sautján ára gamall. Ronaldo hafði verið hjá unglingaliði Sporting í fimm ár en hann kom þangað frá Madeira aðeins tólf ára gamall. Fyrsta markið fyrir Sporting og um leið á ferlinum skoraði Ronaldo í æfingarleik á móti Real Betis og má sjá það hér fyrir neðan. Great footage of Cristiano Ronaldo scoring a brilliant goal in his first ever appearance in senior football - a friendly against Real Betis in 2002. Inexplicably, the Spanish commentators and TV company got him confused with teammate Custudio throughout. pic.twitter.com/RWycuGmhNV— Colin Millar (@Millar_Colin) April 20, 2020 Markið er einkar laglegt og þar má sjá strax marga hæfileika hjá Cristiano Ronaldo eins og hraða, ákvörðunartöku, sparkvissu og útsjónarsemi. Sjónvarpsmennirnir voru hins vegar langt frá því að vera með það á hreinu hver Cristiano Ronaldo væri. Þeir töldu nefnilega að þar væri á ferðinni liðfélagi hans að nafni Custódio Castro. Custódio Castro var tveimur árum eldri en Ronaldo en hafði einnig komið upp í aðallið Sporting þetta haust. ON THIS DAY: In 2002, Cristiano Ronaldo made his Sporting Lisbon debut..The rest is history. pic.twitter.com/4165PjCdkD— Footy Accumulators (@FootyAccums) August 14, 2017 Custódio Castro var hjá Sporting til ársins 2007 þegar hann var seldur til rússneeska félagsins Dynamo Moskvu. Ferill hans endaði 2017 en hann er núna knattspyrnustjóri Braga í Portúgal. Custódio náði þó aðeins að stýra liðinu í einum leik áður en deildin fór í frost vegna kórónuveirunnar. Cristiano Ronaldo var aðeins hjá Sporting í eitt ár í viðbót því sumarið eftir seldi félagið hann til Manchester United þar sem Ronaldo varð að besta leikmanni heims. Cristiano Ronaldo hefur síðan spilað með Real Madrid og Juventus og verið fimm sinnum kosinn besti knattspyrnumaður heims.
Fótbolti Spænski boltinn Portúgal Ítalski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira