Fótbolti

Juventus og Torino skildu jöfn í Tórínóslagnum

Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar
Gonzalo Higuain jafnaði metin undir blálokinn.
Gonzalo Higuain jafnaði metin undir blálokinn. vísir/getty
Juventus tók á móti nágrönnum sínum úr Tórínóborg í kvöldleiknum á Ítalíu. Juventus hvíldi nokkra af sínum bestu mönnum í leiknum, m.a. voru markvörðinn Gianluigi Buffon, varnarmanninn sterka Giorgio Chiellini og argentínska sóknarmanninn Gonzalo Higuain allir á bekknum þegar flautað var til leiks.

Torino gekk á lagi. Serbinn Adem Ljajic kom Torino yfir á 52. mínútu og fimm mínútum síðar missti Torino mann af velli þegar Afriyie Acquah fékk að líta rauða spjaldið.

Torino hélt forystunni allt fram í uppbótartíma þegar Gonzalo Higuain skoraði, en hann hafði komið inn á sem varamaður í upphafi síðari hálfleiks.

Í hinum leik dagsins vann Napoli 3-1 sigur á Cagliari. Napoli heldur þar með örlítilli pressu á Juventus en von Napolimanna um að ná Juventus að stigum er óneitanlega veik. Átta stig skilja liðin af þegar þrjár umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×