Rithöfundasambandið: „Starfsmenn sambandsins hafa aldrei átt nokkurn þátt í nauðungarvistun félagsmanns“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. maí 2017 16:26 Bjarni Bernharður Bjarnason skáld og Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður RSÍ. Rithöfundasamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það segist aldrei hafa átt nokkurn þátt í nauðgunarvistun félagsmanns, hvorki með beinum né óbeinum hætti. Sambandið sendir frá sér yfirlýsinguna í ljósi umræðu sem hefur átt sér stað síðustu daga um málefni Bjarna Bernharðs, rithöfundar og ljóðskálds. í viðtali við Bjarna Bernharð í útvarpsþættinum Harmageddon kom fram að hann var lokaður inni á geðdeild. Að sögn Bjarna var sú vistun að undirlagi einhvers innan rithöfundasambandsins en hann telur víst að einhver hafi viljað losna við hann af aðalfundi sem nýverið var haldinn á vegum sambandsins. Áður hafði honum verið úthýst af lokuðum Facebookhópi rithöfunda. „Þegar fjölmargar kvartanir berast um að félagsmaður fari ekki að reglum fésbókarhóps RSÍ telur skrifstofan rétt að bregðast við,“ segir í yfirlýsingu rithöfundarsambandsins. Enda segir m.a. í reglum hópsins að vettvangurinn sé hugsaður sem leið til upplýsingamiðlunar og fyrir félaga til að spyrja spurninga, vekja athygli á málefnum og til umræðna. Sömuleiðis segir að stjórn RSÍ og starfsfólk hafi vald til að fjarlægja færslur sem eru meiðandi eða falla ekki undir málefnalega umræðu.“Sjá einnig: Öryggishnappur á skrifstofu Rithöfundasambandsins vegna dauðahótana Mikið var rætt um málið í Facebook-hópnum Menningarátökin í gær og þar upplýsti Kristján B. Jónasson um að afar ströng öryggisgæsla sé á skrifstofu Rithöfundasambandsins. „Síðast þegar ég vissi var starfsfólk Rithöfundasambandsins með öryggishnapp við borðið sitt og vann bak við læstar útidyrahurðir vegna ágangs ýmissa aðila. Kom þarna oft á fundi og varð að tilkynna það áður svo opnað yrði fyrir mér, þá hafði einmitt borist dauðahótun skömmu áður, þetta var fyrir svona 5 árum. Það virðist vera mjög algengt að rithöfundar kenni sambandinu um allt sem aflaga fer í lífi sínu. Ég myndi ekki nenna að vinna á svona stað,“ skrifar Kristján. Stjórn og starfsfólk sambandsins svarar þessu einnig í yfirlýsingunni. „Einnig er rétt að taka fram hér að atvik þau sem lúta að öryggisráðstöfunum í Gunnarshúsi og vísað er í á þræðinum Menningarátökin komu upp fyrir nokkrum árum. Þar var um beinar hótanir að ræða af hálfu einstaklings sem hvorki er né var félagi í RSÍ. Í dag eru allt aðrar aðstæður uppi í Gunnarshúsi.“ Tengdar fréttir Öryggishnappur á skrifstofu Rithöfundasambandsins vegna dauðahótana Eiríkur Örn Norðdahl vill fá að vita hver innan RSÍ sigaði geðbatteríinu á Bjarna Bernharð. 5. maí 2017 11:59 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Rithöfundasamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það segist aldrei hafa átt nokkurn þátt í nauðgunarvistun félagsmanns, hvorki með beinum né óbeinum hætti. Sambandið sendir frá sér yfirlýsinguna í ljósi umræðu sem hefur átt sér stað síðustu daga um málefni Bjarna Bernharðs, rithöfundar og ljóðskálds. í viðtali við Bjarna Bernharð í útvarpsþættinum Harmageddon kom fram að hann var lokaður inni á geðdeild. Að sögn Bjarna var sú vistun að undirlagi einhvers innan rithöfundasambandsins en hann telur víst að einhver hafi viljað losna við hann af aðalfundi sem nýverið var haldinn á vegum sambandsins. Áður hafði honum verið úthýst af lokuðum Facebookhópi rithöfunda. „Þegar fjölmargar kvartanir berast um að félagsmaður fari ekki að reglum fésbókarhóps RSÍ telur skrifstofan rétt að bregðast við,“ segir í yfirlýsingu rithöfundarsambandsins. Enda segir m.a. í reglum hópsins að vettvangurinn sé hugsaður sem leið til upplýsingamiðlunar og fyrir félaga til að spyrja spurninga, vekja athygli á málefnum og til umræðna. Sömuleiðis segir að stjórn RSÍ og starfsfólk hafi vald til að fjarlægja færslur sem eru meiðandi eða falla ekki undir málefnalega umræðu.“Sjá einnig: Öryggishnappur á skrifstofu Rithöfundasambandsins vegna dauðahótana Mikið var rætt um málið í Facebook-hópnum Menningarátökin í gær og þar upplýsti Kristján B. Jónasson um að afar ströng öryggisgæsla sé á skrifstofu Rithöfundasambandsins. „Síðast þegar ég vissi var starfsfólk Rithöfundasambandsins með öryggishnapp við borðið sitt og vann bak við læstar útidyrahurðir vegna ágangs ýmissa aðila. Kom þarna oft á fundi og varð að tilkynna það áður svo opnað yrði fyrir mér, þá hafði einmitt borist dauðahótun skömmu áður, þetta var fyrir svona 5 árum. Það virðist vera mjög algengt að rithöfundar kenni sambandinu um allt sem aflaga fer í lífi sínu. Ég myndi ekki nenna að vinna á svona stað,“ skrifar Kristján. Stjórn og starfsfólk sambandsins svarar þessu einnig í yfirlýsingunni. „Einnig er rétt að taka fram hér að atvik þau sem lúta að öryggisráðstöfunum í Gunnarshúsi og vísað er í á þræðinum Menningarátökin komu upp fyrir nokkrum árum. Þar var um beinar hótanir að ræða af hálfu einstaklings sem hvorki er né var félagi í RSÍ. Í dag eru allt aðrar aðstæður uppi í Gunnarshúsi.“
Tengdar fréttir Öryggishnappur á skrifstofu Rithöfundasambandsins vegna dauðahótana Eiríkur Örn Norðdahl vill fá að vita hver innan RSÍ sigaði geðbatteríinu á Bjarna Bernharð. 5. maí 2017 11:59 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Öryggishnappur á skrifstofu Rithöfundasambandsins vegna dauðahótana Eiríkur Örn Norðdahl vill fá að vita hver innan RSÍ sigaði geðbatteríinu á Bjarna Bernharð. 5. maí 2017 11:59