Ástralir neita að fara með íþróttamenn sína inn í Ólympíuþorpið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2016 22:50 Frá Ólympíuþorpinu. Vísir/Getty Ólympíuleikarnir í Ríó hefjast eftir aðeins tólf daga og það eru ekki góðar fréttir sem berast af aðstöðu íþróttamannanna í Ólympíuþorpinu í Ríó. Ástralir neita nefnilega að fara með íþróttamenn sína inn í Ólympíuþorpið en fyrstu íþróttamenn Ástrala lenda í Ríó á morgun. BBC segir frá. Kitty Chiller er í forystu Ólympíuliðs Ástrala og hún segir að Ástralir fari ekki með íþróttafólkið sitt inn í þessar aðstæður. Stífluð klósett, lekar lagnir og berskjaldaðir rafmagnsvírar er það sem blasti við starfsmönnum ástralska liðsins þegar þeir mættu til að skoða aðstæður. Chiller segir að Ástralir hafi látið vita af óánægju sinni bæði meðal staðarhaldara í Ríó sem og Alþjóðaólympíunefndinni. Starfsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar hafa sett mikla pressu á heimamenn að laga þetta hið fyrsta. Það er hinsvegar mikið verk að koma öllu í gott lag. Ástralir hafa fundið nýjan samanstað fyrir íþróttafólkið sitt sem er að koma til Ríó á næstu þremur dögum. Þeir munu gista í nærliggjandi hótelum. Staðarhaldarar í Ríó hafa kallað út auka starfsfólk til að laga það sem er að og meðal þeirra eru þúsund manns sem voru kallaðir út til að þrífa íbúðirnar. Það er hinsvegar ekki búið að leysa vandamálið með lagnirnar. „Vandamálin eru stífluð klósett, lekar lagnir, berskjaldaðir rafmagnsvírar og dimmir stigagangar þar sem vantar öll ljós. Þá eru gólfin mjög skítug. Vegna þessara miklu vandamála í Ólympíuþorpinu með gas, rafmagn og pípulagnir hef ég tekið þá ákvörðun að enginn ástralskur íþróttamaður mun fara inn í okkar hluta," sagði Kitty Chiller við BBC. Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sjá meira
Ólympíuleikarnir í Ríó hefjast eftir aðeins tólf daga og það eru ekki góðar fréttir sem berast af aðstöðu íþróttamannanna í Ólympíuþorpinu í Ríó. Ástralir neita nefnilega að fara með íþróttamenn sína inn í Ólympíuþorpið en fyrstu íþróttamenn Ástrala lenda í Ríó á morgun. BBC segir frá. Kitty Chiller er í forystu Ólympíuliðs Ástrala og hún segir að Ástralir fari ekki með íþróttafólkið sitt inn í þessar aðstæður. Stífluð klósett, lekar lagnir og berskjaldaðir rafmagnsvírar er það sem blasti við starfsmönnum ástralska liðsins þegar þeir mættu til að skoða aðstæður. Chiller segir að Ástralir hafi látið vita af óánægju sinni bæði meðal staðarhaldara í Ríó sem og Alþjóðaólympíunefndinni. Starfsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar hafa sett mikla pressu á heimamenn að laga þetta hið fyrsta. Það er hinsvegar mikið verk að koma öllu í gott lag. Ástralir hafa fundið nýjan samanstað fyrir íþróttafólkið sitt sem er að koma til Ríó á næstu þremur dögum. Þeir munu gista í nærliggjandi hótelum. Staðarhaldarar í Ríó hafa kallað út auka starfsfólk til að laga það sem er að og meðal þeirra eru þúsund manns sem voru kallaðir út til að þrífa íbúðirnar. Það er hinsvegar ekki búið að leysa vandamálið með lagnirnar. „Vandamálin eru stífluð klósett, lekar lagnir, berskjaldaðir rafmagnsvírar og dimmir stigagangar þar sem vantar öll ljós. Þá eru gólfin mjög skítug. Vegna þessara miklu vandamála í Ólympíuþorpinu með gas, rafmagn og pípulagnir hef ég tekið þá ákvörðun að enginn ástralskur íþróttamaður mun fara inn í okkar hluta," sagði Kitty Chiller við BBC.
Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sjá meira