Birgir Leifur: Unaðsleg tilfinning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2016 16:55 Birgir Leifur Hafþórsson Mynd/GSÍ Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í golfi með frábærum lokahring á Íslandsmótinu á Jaðarsvelli á Akureyri. Birgir Leifur kláraði hringina fjóra á 276 höggum eða átta höggum undir pari en hann lék fjórða hringinn á fimm höggum undir pari. „Tilfinning er bara unaðsleg og kemur skemmtilega á óvart með góðum hring í lokin. Ég setti mér smá markmið að ná níu undir pari og eiga þá möguleika. Sem betur fer dugði að vera átta höggum undir pari," sagði Birgir Leifur Hafþórsson í samtali við Jón Júlíus Karlsson í útsendingu Rúv frá mótinu. „Þetta var mjög góður hringur hjá mér. Hann var mjög stöðugur. Það var lítið í gangi á fyrri níu holunum en svo fann ég gamla brellu úr bókinni. Ég breytti aðeins hjá mér í púttunum og það snarvirkaði. Það runnu niður nokkur pútt á seinni níu og þá leið mér allt í einu miklu betur," sagði Birgir Leifur.Sjá einnig:Birgir Leifur Íslandsmeistari í sjöunda sinn | Nú sá sigursælasti frá upphafi Hann var sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil sinn og er orðinn sigursælasti kylfingur Íslandsmóts karla frá upphafi. „Ég setti mér markmið fyrir nokkrum árum þegar ég sá að ég átti tækifæri á því að ná þessu. Það er gaman að ná markmiðum. Það er yndisleg tilfinning þegar maður setur sér markmið og nær þeim. Þetta er góður dagur," sagði Birgir. En á þá ekki að bæta við fleirum á næstu árum. „Tíminn verður að leiða það í ljós. Ég ætla að njóta þessa titils og sjá svo bara til," sagði Birgir Leifur. Golf Tengdar fréttir Sögubækurnar bíða Birgis Leifs Birgi Leifi Hafþórssyni og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er spáð Íslandsmeistaratitlinum í höggleik en mótið hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Vinni Birgir verður hann sigursælastur í sögunni. 21. júlí 2016 06:00 Birgi Leif og Ólafíu Þórunni spáð titlinum á Jaðarsvelli Íslandsmótið í höggleik hefst á Jaðarsvelli á Akureyri á morgun. 20. júlí 2016 12:51 Birgir Leifur Íslandsmeistari í sjöunda sinn | Nú sá sigursælasti frá upphafi Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar varð í dag Íslandsmeistari í golfi í sjöunda skipti á ferlinum og setti þar með nýtt met en Íslandsmótið í ár fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. 24. júlí 2016 16:33 Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í golfi með frábærum lokahring á Íslandsmótinu á Jaðarsvelli á Akureyri. Birgir Leifur kláraði hringina fjóra á 276 höggum eða átta höggum undir pari en hann lék fjórða hringinn á fimm höggum undir pari. „Tilfinning er bara unaðsleg og kemur skemmtilega á óvart með góðum hring í lokin. Ég setti mér smá markmið að ná níu undir pari og eiga þá möguleika. Sem betur fer dugði að vera átta höggum undir pari," sagði Birgir Leifur Hafþórsson í samtali við Jón Júlíus Karlsson í útsendingu Rúv frá mótinu. „Þetta var mjög góður hringur hjá mér. Hann var mjög stöðugur. Það var lítið í gangi á fyrri níu holunum en svo fann ég gamla brellu úr bókinni. Ég breytti aðeins hjá mér í púttunum og það snarvirkaði. Það runnu niður nokkur pútt á seinni níu og þá leið mér allt í einu miklu betur," sagði Birgir Leifur.Sjá einnig:Birgir Leifur Íslandsmeistari í sjöunda sinn | Nú sá sigursælasti frá upphafi Hann var sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil sinn og er orðinn sigursælasti kylfingur Íslandsmóts karla frá upphafi. „Ég setti mér markmið fyrir nokkrum árum þegar ég sá að ég átti tækifæri á því að ná þessu. Það er gaman að ná markmiðum. Það er yndisleg tilfinning þegar maður setur sér markmið og nær þeim. Þetta er góður dagur," sagði Birgir. En á þá ekki að bæta við fleirum á næstu árum. „Tíminn verður að leiða það í ljós. Ég ætla að njóta þessa titils og sjá svo bara til," sagði Birgir Leifur.
Golf Tengdar fréttir Sögubækurnar bíða Birgis Leifs Birgi Leifi Hafþórssyni og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er spáð Íslandsmeistaratitlinum í höggleik en mótið hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Vinni Birgir verður hann sigursælastur í sögunni. 21. júlí 2016 06:00 Birgi Leif og Ólafíu Þórunni spáð titlinum á Jaðarsvelli Íslandsmótið í höggleik hefst á Jaðarsvelli á Akureyri á morgun. 20. júlí 2016 12:51 Birgir Leifur Íslandsmeistari í sjöunda sinn | Nú sá sigursælasti frá upphafi Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar varð í dag Íslandsmeistari í golfi í sjöunda skipti á ferlinum og setti þar með nýtt met en Íslandsmótið í ár fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. 24. júlí 2016 16:33 Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Sögubækurnar bíða Birgis Leifs Birgi Leifi Hafþórssyni og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur er spáð Íslandsmeistaratitlinum í höggleik en mótið hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Vinni Birgir verður hann sigursælastur í sögunni. 21. júlí 2016 06:00
Birgi Leif og Ólafíu Þórunni spáð titlinum á Jaðarsvelli Íslandsmótið í höggleik hefst á Jaðarsvelli á Akureyri á morgun. 20. júlí 2016 12:51
Birgir Leifur Íslandsmeistari í sjöunda sinn | Nú sá sigursælasti frá upphafi Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar varð í dag Íslandsmeistari í golfi í sjöunda skipti á ferlinum og setti þar með nýtt met en Íslandsmótið í ár fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. 24. júlí 2016 16:33