Bandarískir olíuframleiðendur borga með lítranum Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2020 18:29 Olíuvinnslustöð í Texas, sú stærsta í Norður-Ameríku. AP/David J. Phillip Verð bandarískrar olíu hríðféll í dag vegna hárrar birgðastöðu og einstaklega lítillar eftirspurnar. Tunna af West Texas Intermediate lækkaði til að mynda um rúm 50 prósent í dag, samkvæmt frétt BBC. Tunnan kostaði minna en níu dali. Lækkunin er mismikil á milli vísitalna en heilt yfir segja miðlar ytra að verðið hafi ekki verið svo lágt í áratugi. CNN segir stöðuna svo slæma í Bandaríkjunum að olíufyrirtæki séu nú að borga með olíunni. Þetta er þrátt fyrir sögulegt samkomulag OPEC, Samtök olíuútflutningsríkja auk annarra samstarfsríkja með Rússland í fararbroddi, frá því í síðustu viku um að draga verulega úr olíuframleiðslu. Upprunalega byrjaði olíuverð að lækka vegna lítillar eftirspurnar þar sem gripið var til félagsforðunar víða um heim vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Þá reyndu yfirvöld Sádi-Arabíu, sem stýra OPCE, að gera samkomulag við Rússa um að draga úr framleiðslu. Það vildu Rússar ekki gera og Sádar byrjuðu þá að auka framleiðslu verulega til að refsa Rússum. Þessi mikla verðlækkun hefur komið verulega niður á olíuframleiðendum í Bandaríkjunum, þar sem framleiðslan er dýrari en annars staðar. Sjá einnig: Í verðstríði Sáda og Rússa, tapa Bandaríkin Sérfræðingar sem BBC ræddi við, segja að þrátt fyrir að OPEC og Rússar hafi sammælst um að draga úr framleiðslu um allt að fimmtung, dugi það ekki til til að ná aftur jafnvægi á mörkuðum. Eftirspurnin hafi dregist of mikið saman. Því sé ekki einungis ósvarað hvort olía sem dælt verði úr jörðu verði notuð, heldur einnig hvort allir olíutankar heimsins fyllist áður en eftirspurnin tekur við sér. Bandaríkin Bensín og olía Tengdar fréttir OPEC-ríkin ná sögulegu samkomulagi um samdrátt í olíuframleiðslu OPEC, Samtök olíuútflutningsríkja auk annarra samstarfsríkja með Rússland í fararbroddi, hafa komist að samkomulagi um að draga verulega úr olíuframleiðslu til að reyna að stemma stigu við lækkun olíuverðs. 13. apríl 2020 11:00 Olíuiðnaðurinn aldrei upplifað annað eins áfall og nú Öll spjót standa nú á olíuiðnaðinum sem hefur aldrei upplifað annað eins áfall og nú vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Alþjóðaorkumálastofnunin varar við því að áhrifin á sum viðkvæm olíuútflutningsríki eigi eftir að verða alvarleg. 2. apríl 2020 11:14 Sádar boða enn meiri olíuframleiðslu í verðstríði við Rússa Útlit er fyrir enn frekari lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu eftir að Sádar tilkynntu að þeir ætluðu að framleiða metmagn af olíu í apríl. Þeir standa nú í verðstríði við Rússa sem vildu ekki samþykkja samdrátt í framleiðslu sem Sádar og OPEC vilja til að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar. 10. mars 2020 16:41 Í verðstríði Sáda og Rússa, tapa Bandaríkin Bæði yfirvöld Rússlands og Sádi-Arabíu segjast tilbúin í langvarandi átök um olíuverð. 11. mars 2020 13:39 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Verð bandarískrar olíu hríðféll í dag vegna hárrar birgðastöðu og einstaklega lítillar eftirspurnar. Tunna af West Texas Intermediate lækkaði til að mynda um rúm 50 prósent í dag, samkvæmt frétt BBC. Tunnan kostaði minna en níu dali. Lækkunin er mismikil á milli vísitalna en heilt yfir segja miðlar ytra að verðið hafi ekki verið svo lágt í áratugi. CNN segir stöðuna svo slæma í Bandaríkjunum að olíufyrirtæki séu nú að borga með olíunni. Þetta er þrátt fyrir sögulegt samkomulag OPEC, Samtök olíuútflutningsríkja auk annarra samstarfsríkja með Rússland í fararbroddi, frá því í síðustu viku um að draga verulega úr olíuframleiðslu. Upprunalega byrjaði olíuverð að lækka vegna lítillar eftirspurnar þar sem gripið var til félagsforðunar víða um heim vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Þá reyndu yfirvöld Sádi-Arabíu, sem stýra OPCE, að gera samkomulag við Rússa um að draga úr framleiðslu. Það vildu Rússar ekki gera og Sádar byrjuðu þá að auka framleiðslu verulega til að refsa Rússum. Þessi mikla verðlækkun hefur komið verulega niður á olíuframleiðendum í Bandaríkjunum, þar sem framleiðslan er dýrari en annars staðar. Sjá einnig: Í verðstríði Sáda og Rússa, tapa Bandaríkin Sérfræðingar sem BBC ræddi við, segja að þrátt fyrir að OPEC og Rússar hafi sammælst um að draga úr framleiðslu um allt að fimmtung, dugi það ekki til til að ná aftur jafnvægi á mörkuðum. Eftirspurnin hafi dregist of mikið saman. Því sé ekki einungis ósvarað hvort olía sem dælt verði úr jörðu verði notuð, heldur einnig hvort allir olíutankar heimsins fyllist áður en eftirspurnin tekur við sér.
Bandaríkin Bensín og olía Tengdar fréttir OPEC-ríkin ná sögulegu samkomulagi um samdrátt í olíuframleiðslu OPEC, Samtök olíuútflutningsríkja auk annarra samstarfsríkja með Rússland í fararbroddi, hafa komist að samkomulagi um að draga verulega úr olíuframleiðslu til að reyna að stemma stigu við lækkun olíuverðs. 13. apríl 2020 11:00 Olíuiðnaðurinn aldrei upplifað annað eins áfall og nú Öll spjót standa nú á olíuiðnaðinum sem hefur aldrei upplifað annað eins áfall og nú vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Alþjóðaorkumálastofnunin varar við því að áhrifin á sum viðkvæm olíuútflutningsríki eigi eftir að verða alvarleg. 2. apríl 2020 11:14 Sádar boða enn meiri olíuframleiðslu í verðstríði við Rússa Útlit er fyrir enn frekari lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu eftir að Sádar tilkynntu að þeir ætluðu að framleiða metmagn af olíu í apríl. Þeir standa nú í verðstríði við Rússa sem vildu ekki samþykkja samdrátt í framleiðslu sem Sádar og OPEC vilja til að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar. 10. mars 2020 16:41 Í verðstríði Sáda og Rússa, tapa Bandaríkin Bæði yfirvöld Rússlands og Sádi-Arabíu segjast tilbúin í langvarandi átök um olíuverð. 11. mars 2020 13:39 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
OPEC-ríkin ná sögulegu samkomulagi um samdrátt í olíuframleiðslu OPEC, Samtök olíuútflutningsríkja auk annarra samstarfsríkja með Rússland í fararbroddi, hafa komist að samkomulagi um að draga verulega úr olíuframleiðslu til að reyna að stemma stigu við lækkun olíuverðs. 13. apríl 2020 11:00
Olíuiðnaðurinn aldrei upplifað annað eins áfall og nú Öll spjót standa nú á olíuiðnaðinum sem hefur aldrei upplifað annað eins áfall og nú vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Alþjóðaorkumálastofnunin varar við því að áhrifin á sum viðkvæm olíuútflutningsríki eigi eftir að verða alvarleg. 2. apríl 2020 11:14
Sádar boða enn meiri olíuframleiðslu í verðstríði við Rússa Útlit er fyrir enn frekari lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu eftir að Sádar tilkynntu að þeir ætluðu að framleiða metmagn af olíu í apríl. Þeir standa nú í verðstríði við Rússa sem vildu ekki samþykkja samdrátt í framleiðslu sem Sádar og OPEC vilja til að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar. 10. mars 2020 16:41
Í verðstríði Sáda og Rússa, tapa Bandaríkin Bæði yfirvöld Rússlands og Sádi-Arabíu segjast tilbúin í langvarandi átök um olíuverð. 11. mars 2020 13:39