Forsetinn vill ekki hitta eiginkonu dæmds bankamanns Jakob Bjarnar skrifar 2. mars 2017 11:32 Viðhorfspistill Tinnu Brynjólfsdóttur á Vísi hefur vakið verulega athygli en þar greinir hún frá því að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson hafi neitað að taka á móti henni en hún hefur falast eftir því að fá fund með forsetanum. Tinna er eiginkona Magnúsar Arnar Arngrímssonar sem hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti í hinu svokallaða BK-máli í desember 2015 auk þess sem hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Aurummálinu í héraðsdómi í nóvember árið 2016. Tinna óskaði eftir fundi en forsetinn svaraði á þá leið að honum sé ekki heimilt að hlutast til um málefni einstaklinga sem telja á sér brotið í stjórnkerfinu. Hann bendir á að í því ljósi sé ekki skynsamlegt að þau eigi fund. „Þarna sjáum við úr hverju Guðni er gerður. Hann vill ekki einu sinni vita hvað ég hef að segja!“ skrifar Tinna sem kynnir sig í pistli sínum sem eiginkonu manns sem situr saklaus í fangelsi. Guðni tók vel í beiðni Dagnýjar Magnúsdóttur á dögunum að hitta sig. Skrifaði Dagný forsetanum bréf og bað hann um að hjálpa sér að láta draum sinn rætast, að taka í hönd forsetans. Guðni svaraði kalli Dagnýjar og hitti hana á skrifstofu sinni. Tinna deildi fréttinni á Facebook með textanum: „Flottar myndirnar af Guðna og Dagnýju, koma virkilega vel út... Vísir birti jafnframt annan pistil þar sem tekið er í sama streng. Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar sem kenndur hefur verið við Samskip, er höfundur. Ólafur hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í Hæstarétti í febrúar 2015 fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Hún segir pistil Tinnu athyglisverðan og viðbrögð Guðna séu afleit. „Ég er agndofa yfir þessu svari. Hann hefur að mér sýnist, lagt sig fram um að opna Bessastaði fyrir sem flestum. Hann hefur meðal annars opnað dyr sínar fyrir flóttamönnum, sem er gott og hann hefur verið iðinn við að tala fyrir málstaði minnihlutahópa. Að sjálfsögðu hafa allir þessir fundir verið í fylgd fjölmiðla og vel kynntir á fésbókarsíðu hans og í fjölmiðlum.“ Ingibjörg bendir á að Guðni fái einkaskilaboð frá „ráðþrota manneskju sem biður hann um fund til þess að ræða háalvarlegt mál sem eru mannréttindabrot framin af íslenska ríkinu á þegnum sínum. Hvað gerir hann?…jú hann einfaldlega hafnar því að hitta hana.“ Tengdar fréttir Forseti Íslands og óhreinu börnin hennar Evu Grein Tinnu Brynjólfsdóttur á Vísi í morgun þar sem hún segir frá höfnun forseta Íslands, Guðna Th Jóhannessyni á beiðni sinni um viðtal er athyglisverð. 2. mars 2017 09:57 Fékk ekki fund með forsetanum Ég ákvað að senda forsetanum línu því hann á víst að vera svo mikið til í að hitta og spjalla við fólkið sitt í landinu. 2. mars 2017 08:20 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Viðhorfspistill Tinnu Brynjólfsdóttur á Vísi hefur vakið verulega athygli en þar greinir hún frá því að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson hafi neitað að taka á móti henni en hún hefur falast eftir því að fá fund með forsetanum. Tinna er eiginkona Magnúsar Arnar Arngrímssonar sem hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti í hinu svokallaða BK-máli í desember 2015 auk þess sem hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Aurummálinu í héraðsdómi í nóvember árið 2016. Tinna óskaði eftir fundi en forsetinn svaraði á þá leið að honum sé ekki heimilt að hlutast til um málefni einstaklinga sem telja á sér brotið í stjórnkerfinu. Hann bendir á að í því ljósi sé ekki skynsamlegt að þau eigi fund. „Þarna sjáum við úr hverju Guðni er gerður. Hann vill ekki einu sinni vita hvað ég hef að segja!“ skrifar Tinna sem kynnir sig í pistli sínum sem eiginkonu manns sem situr saklaus í fangelsi. Guðni tók vel í beiðni Dagnýjar Magnúsdóttur á dögunum að hitta sig. Skrifaði Dagný forsetanum bréf og bað hann um að hjálpa sér að láta draum sinn rætast, að taka í hönd forsetans. Guðni svaraði kalli Dagnýjar og hitti hana á skrifstofu sinni. Tinna deildi fréttinni á Facebook með textanum: „Flottar myndirnar af Guðna og Dagnýju, koma virkilega vel út... Vísir birti jafnframt annan pistil þar sem tekið er í sama streng. Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar sem kenndur hefur verið við Samskip, er höfundur. Ólafur hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í Hæstarétti í febrúar 2015 fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Hún segir pistil Tinnu athyglisverðan og viðbrögð Guðna séu afleit. „Ég er agndofa yfir þessu svari. Hann hefur að mér sýnist, lagt sig fram um að opna Bessastaði fyrir sem flestum. Hann hefur meðal annars opnað dyr sínar fyrir flóttamönnum, sem er gott og hann hefur verið iðinn við að tala fyrir málstaði minnihlutahópa. Að sjálfsögðu hafa allir þessir fundir verið í fylgd fjölmiðla og vel kynntir á fésbókarsíðu hans og í fjölmiðlum.“ Ingibjörg bendir á að Guðni fái einkaskilaboð frá „ráðþrota manneskju sem biður hann um fund til þess að ræða háalvarlegt mál sem eru mannréttindabrot framin af íslenska ríkinu á þegnum sínum. Hvað gerir hann?…jú hann einfaldlega hafnar því að hitta hana.“
Tengdar fréttir Forseti Íslands og óhreinu börnin hennar Evu Grein Tinnu Brynjólfsdóttur á Vísi í morgun þar sem hún segir frá höfnun forseta Íslands, Guðna Th Jóhannessyni á beiðni sinni um viðtal er athyglisverð. 2. mars 2017 09:57 Fékk ekki fund með forsetanum Ég ákvað að senda forsetanum línu því hann á víst að vera svo mikið til í að hitta og spjalla við fólkið sitt í landinu. 2. mars 2017 08:20 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Forseti Íslands og óhreinu börnin hennar Evu Grein Tinnu Brynjólfsdóttur á Vísi í morgun þar sem hún segir frá höfnun forseta Íslands, Guðna Th Jóhannessyni á beiðni sinni um viðtal er athyglisverð. 2. mars 2017 09:57
Fékk ekki fund með forsetanum Ég ákvað að senda forsetanum línu því hann á víst að vera svo mikið til í að hitta og spjalla við fólkið sitt í landinu. 2. mars 2017 08:20