Deila um lögmæti skordýraáts í Evrópu Bjarki Ármannsson skrifar 8. febrúar 2016 23:30 Framleiðendur orkustanganna Jungle Bar, sem meðal annars eru búnar til úr krybbum, gagnrýna Matvælastofnun (MAST) fyrir „óskiljanleg vinnubrögð“ við afgreiðslu stanganna. Líkt og fram hefur komið, þurfti að fjarlægja stangirnar úr hillum Hagkaupa eftir fjóra daga í sölu en í tilkynningu vegna málsins segja framleiðendurnir fulltrúa MAST hafa sagt ósatt í viðtali við Vísi fyrir helgi. Innleiðing reglugerðar um nýfæði, sem Evrópusambandið (ESB) tók upp árið 1997, varð til þess að hætta þurfti sölu Jungle Bar og hefur framleiðendunum verið gert að farga stögnunum eða koma úr landi á eigin kostnað. Helga Margrét Pálsdóttir, fagsviðsstjóri hjá MAST, útskýrði málið þannig í viðtalinu við Vísi að þar sem matvæli úr skordýrum teldust nýfæði og engin umsókn hafi borist um markaðssetningu þeirra í Evrópu, hefðu slíkar vörur ekki gengist undir áhættumat.Sjá einnig: Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB „Staðan er sú að í Evrópu hefur ekki verið sótt um leyfi fyrir neinu skordýri og skordýr eru bara ekki leyfð á neytendamarkaði,“ sagði Helga Margrét meðal annars.Í tilkynningu frá Crowbar Protein, framleiðanda Jungle Bar, til fjölmiðla er þessi staðhæfing sögð ósönn. Bent er á að þrjú Evrópuríki, Belgía, Holland og Bretland, hafi sérstaklega leyft skordýr til manneldis.Í tilkynningu sem MAST sendi frá sér nú síðdegis er þessari athugasemd þó svarað þannig að þessi ríki telji reglugerð ESB ekki gilda um heil skordýr, aðeins afurðir úr skordýrum. Ný reglugerð um nýfæði, sem taki gildi að fullu í byrjun janúar 2018, taki af allan vafa um það að heil skordýr séu ekki leyfð nema með sérstöku leyfi frá sambandinu.Sjá einnig: Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Þeir Stefán Atli Thoroddsen og Búi Bjarmar Aðalsteinsson, stofnendur Crowbar Protein, ítreka í tilkynningunni vonbrigði sín með það að sala Jungle Bar sé ekki leyfð. „Þetta ástand er óþolandi,“ segja þeir. „Sérstaklega þegar við lítum til þess sem er raunverulega að gerast í Evrópu. Skordýr eru á boðstólum út um allt og þar að auki hafa Sameinuðu þjóðirnar talað fyrir því að Vesturlandabúar ættu að borða skordýr í meiri mæli [...] Við hvetjum ráðamenn þjóðarinnar sem og MAST til þess að stuðla að neyslu heilnæmra og umhverfisvænna matvæla í stað þess að gerast erindrekar úrelds regluverks Evrópusambandsins.“ Tengdar fréttir Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB Skordýraafurðir eiga eftir að gangast undir áhættumat, segir fagsviðsstjóri Matvælastofnunar. 5. febrúar 2016 16:03 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Framleiðendur orkustanganna Jungle Bar, sem meðal annars eru búnar til úr krybbum, gagnrýna Matvælastofnun (MAST) fyrir „óskiljanleg vinnubrögð“ við afgreiðslu stanganna. Líkt og fram hefur komið, þurfti að fjarlægja stangirnar úr hillum Hagkaupa eftir fjóra daga í sölu en í tilkynningu vegna málsins segja framleiðendurnir fulltrúa MAST hafa sagt ósatt í viðtali við Vísi fyrir helgi. Innleiðing reglugerðar um nýfæði, sem Evrópusambandið (ESB) tók upp árið 1997, varð til þess að hætta þurfti sölu Jungle Bar og hefur framleiðendunum verið gert að farga stögnunum eða koma úr landi á eigin kostnað. Helga Margrét Pálsdóttir, fagsviðsstjóri hjá MAST, útskýrði málið þannig í viðtalinu við Vísi að þar sem matvæli úr skordýrum teldust nýfæði og engin umsókn hafi borist um markaðssetningu þeirra í Evrópu, hefðu slíkar vörur ekki gengist undir áhættumat.Sjá einnig: Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB „Staðan er sú að í Evrópu hefur ekki verið sótt um leyfi fyrir neinu skordýri og skordýr eru bara ekki leyfð á neytendamarkaði,“ sagði Helga Margrét meðal annars.Í tilkynningu frá Crowbar Protein, framleiðanda Jungle Bar, til fjölmiðla er þessi staðhæfing sögð ósönn. Bent er á að þrjú Evrópuríki, Belgía, Holland og Bretland, hafi sérstaklega leyft skordýr til manneldis.Í tilkynningu sem MAST sendi frá sér nú síðdegis er þessari athugasemd þó svarað þannig að þessi ríki telji reglugerð ESB ekki gilda um heil skordýr, aðeins afurðir úr skordýrum. Ný reglugerð um nýfæði, sem taki gildi að fullu í byrjun janúar 2018, taki af allan vafa um það að heil skordýr séu ekki leyfð nema með sérstöku leyfi frá sambandinu.Sjá einnig: Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Þeir Stefán Atli Thoroddsen og Búi Bjarmar Aðalsteinsson, stofnendur Crowbar Protein, ítreka í tilkynningunni vonbrigði sín með það að sala Jungle Bar sé ekki leyfð. „Þetta ástand er óþolandi,“ segja þeir. „Sérstaklega þegar við lítum til þess sem er raunverulega að gerast í Evrópu. Skordýr eru á boðstólum út um allt og þar að auki hafa Sameinuðu þjóðirnar talað fyrir því að Vesturlandabúar ættu að borða skordýr í meiri mæli [...] Við hvetjum ráðamenn þjóðarinnar sem og MAST til þess að stuðla að neyslu heilnæmra og umhverfisvænna matvæla í stað þess að gerast erindrekar úrelds regluverks Evrópusambandsins.“
Tengdar fréttir Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB Skordýraafurðir eiga eftir að gangast undir áhættumat, segir fagsviðsstjóri Matvælastofnunar. 5. febrúar 2016 16:03 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00
Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB Skordýraafurðir eiga eftir að gangast undir áhættumat, segir fagsviðsstjóri Matvælastofnunar. 5. febrúar 2016 16:03
Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30
Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56