Jordan Peterson: Við brjótum niður þrautseigju barna með því að vernda þau Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júní 2018 16:30 Jordan Peterson er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði við University of Toronto. Hann er einn eftirsóttasti fyrirlesari heims um þessar mundir og var uppselt á báða fyrirlestra hans í Hörpu í vikunni. Vísir/Vilhelm Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. „Lífið er erfitt og þú getur ekki verndað börnin þín. Það sem þú getur gert er að undirbúa þau til að vera sterk, hugrökk og heiðarleg og þrautseig í samskiptum við aðra. Þrautseig manneskja getur staðið andspænis ótta og mætt honum sannfærð um eigin hæfni og getu,“ segir Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði við University of Toronto. Hann segir að frummarkmið foreldra eigi annars vegar að gera börn sín félagslega hæf í samskiptum við önnur börn og innræta í þau hugrekki þannig að þau geti mætt erfiðleikum og mótlæti í lífinu.Sjálfstæði og persónuleg ábyrgð Í raun má segja að þessi innræting um sjálfstæði og persónulega ábyrgð sé rauði þráðurinn í bók Peterson. Uppeldi barna kemur við sögu í einhverri mynd í langflestum köflum bókarinnar. Ellefti kafli bókarinnar fjallar um 11. lífsregluna en hún snýst um það að ekki megi trufla börn þegar þau renni sér á hjólabretti (Do Not Bother Children When They Are Skateboarding). Í þessum kafla rekur Peterson m.a. hvernig börn þurfi stöðugar áskoranir og verkefni til að prófa sig áfram og þroskast. Þannig þjóni til dæmis leikvellir, sem séu gerðir of öruggir fyrir börn, ekki hlutverki sínu enda nenni börn þá ekkert að leika sér á þeim. Þau þurfi áskoranir. Peterson segir ýmislegt benda til þess að börn á Vesturlöndum nútímans séu ofvernduð. Ástæður þess séu margþættar og flóknar. Fyrr á öldum hafi fólk eignast fleiri börn og uppeldi barna hafi ekki bara verið í verkahring foreldranna heldur einnig eldri systkina. Að ofvernda börn hafi ekki verið valkostur. Peterson segir að foreldrar geti valdið börnum sínum tjóni með því að vernda þau gagnvart hættum og erfiðleikum því þannig öðlist þau ekki sjálfstæði. Börn þurfi fyrst og fremst hvatningu og leiðbeiningar en ekki vernd foreldra sinna. Börn þurfi að kynnast erfiðleikum og mótlæti til að vita hvernig eigi að sigrast á þeim síðar á lífsleiðinni. Rætt var var við Jordan Peterson í Íslandi í dag í kvöld. Nálgast má viðtalið hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 5. júní 2018 14:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. „Lífið er erfitt og þú getur ekki verndað börnin þín. Það sem þú getur gert er að undirbúa þau til að vera sterk, hugrökk og heiðarleg og þrautseig í samskiptum við aðra. Þrautseig manneskja getur staðið andspænis ótta og mætt honum sannfærð um eigin hæfni og getu,“ segir Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði við University of Toronto. Hann segir að frummarkmið foreldra eigi annars vegar að gera börn sín félagslega hæf í samskiptum við önnur börn og innræta í þau hugrekki þannig að þau geti mætt erfiðleikum og mótlæti í lífinu.Sjálfstæði og persónuleg ábyrgð Í raun má segja að þessi innræting um sjálfstæði og persónulega ábyrgð sé rauði þráðurinn í bók Peterson. Uppeldi barna kemur við sögu í einhverri mynd í langflestum köflum bókarinnar. Ellefti kafli bókarinnar fjallar um 11. lífsregluna en hún snýst um það að ekki megi trufla börn þegar þau renni sér á hjólabretti (Do Not Bother Children When They Are Skateboarding). Í þessum kafla rekur Peterson m.a. hvernig börn þurfi stöðugar áskoranir og verkefni til að prófa sig áfram og þroskast. Þannig þjóni til dæmis leikvellir, sem séu gerðir of öruggir fyrir börn, ekki hlutverki sínu enda nenni börn þá ekkert að leika sér á þeim. Þau þurfi áskoranir. Peterson segir ýmislegt benda til þess að börn á Vesturlöndum nútímans séu ofvernduð. Ástæður þess séu margþættar og flóknar. Fyrr á öldum hafi fólk eignast fleiri börn og uppeldi barna hafi ekki bara verið í verkahring foreldranna heldur einnig eldri systkina. Að ofvernda börn hafi ekki verið valkostur. Peterson segir að foreldrar geti valdið börnum sínum tjóni með því að vernda þau gagnvart hættum og erfiðleikum því þannig öðlist þau ekki sjálfstæði. Börn þurfi fyrst og fremst hvatningu og leiðbeiningar en ekki vernd foreldra sinna. Börn þurfi að kynnast erfiðleikum og mótlæti til að vita hvernig eigi að sigrast á þeim síðar á lífsleiðinni. Rætt var var við Jordan Peterson í Íslandi í dag í kvöld. Nálgast má viðtalið hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 5. júní 2018 14:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 5. júní 2018 14:15