Framtíðin brosir enn við Brasilíu Þorvaldur Gylfason skrifar 9. maí 2019 07:00 Rio de Janeiro – Argentína var þrisvar sinnum ríkari en Brasilía mælt í þjóðartekjum á mann þegar löndin tóku sér sjálfstæði, Argentína 1816 og Brasilía 1822. Argentína stóð þá skammt að baki Spánar á þennan kvarða en Brasilía var aðeins hálfdrættingur á við Portúgal. Þegar Argentína var ríkasta land heims árin fyrir aldamótin 1900 var landið átta til tíu sinnum ríkara en Brasilía mælt í tekjum á mann. Á valdatíma Peróns forseta í Argentínu 1944-1955 var munurinn fimm- til sexfaldur Argentínu í vil. Síðan hefur dregið saman með löndunum tveim. Nú eru tekjur á mann í Argentínu aðeins um þriðjungi hærri en í Brasilíu. Ýmsir félagsvísar hníga í sömu átt. Árið 1960 gat nýfætt barn í Argentínu vænzt þess að lifa ellefu árum lengur en nýfætt barn í Brasilíu. Nú er munurinn aðeins eitt ár. Meðalævilengd Argentínumanna er nú tæplega 77 ár (eins og hún var á Íslandi 1980) á móti tæplega 76 árum í Brasilíu (Ísland 1975). Brasilía hefur tekið skjótari framförum en Argentína.Stefan Zweig í Brasilíu Þetta sá austurríski rithöfundurinn Stefan Zweig fyrir þegar hann settist að í Brasilíu 1940, gyðingur á flótta frá Evrópu undan nasistum. Hann hafði fyrst flúið til Englands 1934 og þaðan til Bandaríkjanna og áfram til Brasilíu. Zweig hafði kynnzt Suður-Ameríku á PEN-þinginu í Buenos Aires 1936, heimsþingi rithöfunda þar sem Halldór Kiljan Laxness flutti og fékk samþykkta tillögu til varnar friði og fórnarlömbum fasista í Evrópu. Halldór sagði frá því síðar að Zweig hefði orðað við sig á þinginu þá hugmynd að flytjast til Íslands. En Brasilía varð ofan á. Zweig sagðist aldrei hafa séð fegurri sjón en á innsiglingunni til Rio de Janeiro. Hann bjó þar ásamt konu sinni og í nærsveitum í hálft annað ár, fór víða um landið og gekk frá fjórum bóka sinna til útgáfu: Brasilía: Framtíðarlandið, Manntafl, Veröld sem var og Balzac. Íbúð Zweig-hjónanna í Petropólis skammt fyrir norðan Ríó er nú safn til minningar um þau, Casa Stefan Zweig. Manntafl tengist Íslandi á þann veg að margir telja að fyrirmynd söguhetjunnar, skáksnillings sem forðast taflborð eins og heitan eld af ótta við að missa vitið, hljóti að vera íslenzki hæstaréttarlögmaðurinn Björn Kalman þar eð þekkt æviatriði hans séu svo nauðalík lýsingum Zweigs í bókinni. Um þessa kenningu hafa m.a. Garðar Sverrisson rithöfundur og Guðmundur G. Þórarinsson fv. alþingismaður birt fróðlegar ritgerðir í Lesbók Morgunblaðsins og verður þeim íslenzka vinkli sögunnar vonandi haldið til haga í Casa Stefan Zweig í Petropólis þar sem Manntafl er í forgrunni safnsins.Fegurð landsins Brasilía: Framtíðarlandið er falleg bók. Zweig lýsir því þar líkt og í sjálfsævisögunni Veröld sem var að hann tapaði öllu tvisvar, fyrst í fyrra stríði og síðan aftur í hinu síðara. Hann leit á sig sem Evrópumann í fyrsta lagi og Austurríkismann í öðru lagi. Að tapa Evrópu aftur í hendur vitfirrtra þjóðrembla olli honum djúpri þjáningu. Þess vegna þótti honum Brasilía svo undurfögur. Hann hafði fundið landið þar sem börnin – allavega á litinn, súkkulaði, mjólk, kaffi – leiðast hlæjandi heim úr skólanum, landið þar sem tunga heimamanna á engin ókvæðisorð eins og þau sem hvítir Bandaríkjamenn nota sumir jafnvel enn um svarta meðbræður sína og systur. Zweig ýkti. Hann ýkti alltaf, það var hans stíll. Brasilía var ekki alveg laus við fordóma og mismunun þótt minna færi þar fyrir slíku en í Bandaríkjunum eða Evrópu sem stóð í björtu báli og þar sem helförin gegn gyðingum kostaði þegar upp var staðið sex milljónir mannslífa.Að sjá roða nýs dags Þótt Stefan Zweig lyki fjórum snilldarverkum þann stutta tíma sem hann bjó í Brasilíu, þ.m.t. þrjár beztu bækurnar hans að margra dómi, Manntafl, Veröld sem var og Balzac, þá dugði það ekki til að lyfta af honum þungu oki þeirrar þjáningar sem stríðið í Evrópu olli honum, stríð sem enginn gat vitað 1942 hvernig myndi ljúka. Sextugur að aldri, eftir aðeins átján mánaða vist í nýjum heimkynnum sem hann elskaði, ákvað Zweig að stytta sér aldur og þau hjónin bæði saman. Hún hét Elisabet Charlotte Altmann, kölluð Lotte, og var 27 árum yngri en hann. Zweig skildi eftir sig bréf sem hangir á vegg í Casa Stefan Zweig. Bréfinu lýkur með þessum orðum í þýðingu Þórarins Guðnasonar læknis: „Svo kveð ég alla vini mína. Vonandi lifa þeir það að sjá roða nýs dags eftir þessa löngu nótt. En mig brestur þolinmæði, og því fer ég á undan þeim.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Rio de Janeiro – Argentína var þrisvar sinnum ríkari en Brasilía mælt í þjóðartekjum á mann þegar löndin tóku sér sjálfstæði, Argentína 1816 og Brasilía 1822. Argentína stóð þá skammt að baki Spánar á þennan kvarða en Brasilía var aðeins hálfdrættingur á við Portúgal. Þegar Argentína var ríkasta land heims árin fyrir aldamótin 1900 var landið átta til tíu sinnum ríkara en Brasilía mælt í tekjum á mann. Á valdatíma Peróns forseta í Argentínu 1944-1955 var munurinn fimm- til sexfaldur Argentínu í vil. Síðan hefur dregið saman með löndunum tveim. Nú eru tekjur á mann í Argentínu aðeins um þriðjungi hærri en í Brasilíu. Ýmsir félagsvísar hníga í sömu átt. Árið 1960 gat nýfætt barn í Argentínu vænzt þess að lifa ellefu árum lengur en nýfætt barn í Brasilíu. Nú er munurinn aðeins eitt ár. Meðalævilengd Argentínumanna er nú tæplega 77 ár (eins og hún var á Íslandi 1980) á móti tæplega 76 árum í Brasilíu (Ísland 1975). Brasilía hefur tekið skjótari framförum en Argentína.Stefan Zweig í Brasilíu Þetta sá austurríski rithöfundurinn Stefan Zweig fyrir þegar hann settist að í Brasilíu 1940, gyðingur á flótta frá Evrópu undan nasistum. Hann hafði fyrst flúið til Englands 1934 og þaðan til Bandaríkjanna og áfram til Brasilíu. Zweig hafði kynnzt Suður-Ameríku á PEN-þinginu í Buenos Aires 1936, heimsþingi rithöfunda þar sem Halldór Kiljan Laxness flutti og fékk samþykkta tillögu til varnar friði og fórnarlömbum fasista í Evrópu. Halldór sagði frá því síðar að Zweig hefði orðað við sig á þinginu þá hugmynd að flytjast til Íslands. En Brasilía varð ofan á. Zweig sagðist aldrei hafa séð fegurri sjón en á innsiglingunni til Rio de Janeiro. Hann bjó þar ásamt konu sinni og í nærsveitum í hálft annað ár, fór víða um landið og gekk frá fjórum bóka sinna til útgáfu: Brasilía: Framtíðarlandið, Manntafl, Veröld sem var og Balzac. Íbúð Zweig-hjónanna í Petropólis skammt fyrir norðan Ríó er nú safn til minningar um þau, Casa Stefan Zweig. Manntafl tengist Íslandi á þann veg að margir telja að fyrirmynd söguhetjunnar, skáksnillings sem forðast taflborð eins og heitan eld af ótta við að missa vitið, hljóti að vera íslenzki hæstaréttarlögmaðurinn Björn Kalman þar eð þekkt æviatriði hans séu svo nauðalík lýsingum Zweigs í bókinni. Um þessa kenningu hafa m.a. Garðar Sverrisson rithöfundur og Guðmundur G. Þórarinsson fv. alþingismaður birt fróðlegar ritgerðir í Lesbók Morgunblaðsins og verður þeim íslenzka vinkli sögunnar vonandi haldið til haga í Casa Stefan Zweig í Petropólis þar sem Manntafl er í forgrunni safnsins.Fegurð landsins Brasilía: Framtíðarlandið er falleg bók. Zweig lýsir því þar líkt og í sjálfsævisögunni Veröld sem var að hann tapaði öllu tvisvar, fyrst í fyrra stríði og síðan aftur í hinu síðara. Hann leit á sig sem Evrópumann í fyrsta lagi og Austurríkismann í öðru lagi. Að tapa Evrópu aftur í hendur vitfirrtra þjóðrembla olli honum djúpri þjáningu. Þess vegna þótti honum Brasilía svo undurfögur. Hann hafði fundið landið þar sem börnin – allavega á litinn, súkkulaði, mjólk, kaffi – leiðast hlæjandi heim úr skólanum, landið þar sem tunga heimamanna á engin ókvæðisorð eins og þau sem hvítir Bandaríkjamenn nota sumir jafnvel enn um svarta meðbræður sína og systur. Zweig ýkti. Hann ýkti alltaf, það var hans stíll. Brasilía var ekki alveg laus við fordóma og mismunun þótt minna færi þar fyrir slíku en í Bandaríkjunum eða Evrópu sem stóð í björtu báli og þar sem helförin gegn gyðingum kostaði þegar upp var staðið sex milljónir mannslífa.Að sjá roða nýs dags Þótt Stefan Zweig lyki fjórum snilldarverkum þann stutta tíma sem hann bjó í Brasilíu, þ.m.t. þrjár beztu bækurnar hans að margra dómi, Manntafl, Veröld sem var og Balzac, þá dugði það ekki til að lyfta af honum þungu oki þeirrar þjáningar sem stríðið í Evrópu olli honum, stríð sem enginn gat vitað 1942 hvernig myndi ljúka. Sextugur að aldri, eftir aðeins átján mánaða vist í nýjum heimkynnum sem hann elskaði, ákvað Zweig að stytta sér aldur og þau hjónin bæði saman. Hún hét Elisabet Charlotte Altmann, kölluð Lotte, og var 27 árum yngri en hann. Zweig skildi eftir sig bréf sem hangir á vegg í Casa Stefan Zweig. Bréfinu lýkur með þessum orðum í þýðingu Þórarins Guðnasonar læknis: „Svo kveð ég alla vini mína. Vonandi lifa þeir það að sjá roða nýs dags eftir þessa löngu nótt. En mig brestur þolinmæði, og því fer ég á undan þeim.“
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar