Viðar Örn á leið til Tyrklands? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. janúar 2020 18:45 Viðar Örn í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson er mögulega á leið í tyrknesku úrvalsdeildina. Mbl.is greindir frá þessu fyrr í kvöld en Ólafur Garðarson, umboðsmaður Viðars Arnar, staðfesti þetta við í samtali við þá fyrr í dag. Ekki hefur fengist staðfest hvaða lið er um að ræða. Viðar Örn vill komast í burtu frá Rússlandi þar sem hann hefur átt fremur misheppnaða dvöl hjá bæði Rostov sem og Rubin Kazan. Hann fór á láni til síðarnefnda liðsins eftir að hafa ekki fengið almennileg tækifæri hjá Rostov. Leikstíll Rubin Kazan er einkar varfærinn og mjög varnarsinnaður, það hentar íslenska framherjanum illa en markaskorun hans á atvinnumannaferlinum fram að Rússlands dvölinni hefur verið með hreinum ólíkindum. Hann er því nokkuð eðlilega mjög eftirsóttur en lið frá Danmörku, Englandi, Svíþjóð sem og Tyrklandi hafa sett sig í samband við Rostov. Viðar sjálfur segir að honum langi hvað mest að spila í Tyrklandi enda um sterka deild að ræða á heimsvísu. Þá herma heimildir Vísis að samingurinn þar í landi sé töluvert betri heldur en þeir sem standa til boða í Skandinavíu eða á Englandi. Viðar Örn er uppalinn Selfyssingur en hefur einnig leikið með ÍBV og Fylki hér á landi. Hann hélt það í víking til Vålerenga í Noregi árið 2014. Þaðan lá leiðin til Jiangsu Sainty í Kína, Malmö í Svíþjóð, Maccabi Tel Aviv í Ísrael, Rostov í Rússlandi, Hammarby í Svíþjóð (á láni) og að lokum til Rubin Kazan (á láni). Það er ljóst að Viðar, sem verður þrítugur í mars á þessu ári, stefnir ekki á að koma heim á næstunni en hann hefur verið viðloðinn íslenska landsliðið undanfarin misseri. Alls hefur hann leikið 26 leiki fyrir A-landslið Íslands og skorað í þeim þrjú mörk. Hann var til að mynda í hópnum sem lagði Kanada og El Salvador í æfingaferð íslenska landsliðsins í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Viðar Örn byrjaði leikinn gegn Kanada og kom inn af bekknum gegn El Salvador. Lauk báðum leikjunum með 1-0 sigri Íslands. Fótbolti Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira
Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson er mögulega á leið í tyrknesku úrvalsdeildina. Mbl.is greindir frá þessu fyrr í kvöld en Ólafur Garðarson, umboðsmaður Viðars Arnar, staðfesti þetta við í samtali við þá fyrr í dag. Ekki hefur fengist staðfest hvaða lið er um að ræða. Viðar Örn vill komast í burtu frá Rússlandi þar sem hann hefur átt fremur misheppnaða dvöl hjá bæði Rostov sem og Rubin Kazan. Hann fór á láni til síðarnefnda liðsins eftir að hafa ekki fengið almennileg tækifæri hjá Rostov. Leikstíll Rubin Kazan er einkar varfærinn og mjög varnarsinnaður, það hentar íslenska framherjanum illa en markaskorun hans á atvinnumannaferlinum fram að Rússlands dvölinni hefur verið með hreinum ólíkindum. Hann er því nokkuð eðlilega mjög eftirsóttur en lið frá Danmörku, Englandi, Svíþjóð sem og Tyrklandi hafa sett sig í samband við Rostov. Viðar sjálfur segir að honum langi hvað mest að spila í Tyrklandi enda um sterka deild að ræða á heimsvísu. Þá herma heimildir Vísis að samingurinn þar í landi sé töluvert betri heldur en þeir sem standa til boða í Skandinavíu eða á Englandi. Viðar Örn er uppalinn Selfyssingur en hefur einnig leikið með ÍBV og Fylki hér á landi. Hann hélt það í víking til Vålerenga í Noregi árið 2014. Þaðan lá leiðin til Jiangsu Sainty í Kína, Malmö í Svíþjóð, Maccabi Tel Aviv í Ísrael, Rostov í Rússlandi, Hammarby í Svíþjóð (á láni) og að lokum til Rubin Kazan (á láni). Það er ljóst að Viðar, sem verður þrítugur í mars á þessu ári, stefnir ekki á að koma heim á næstunni en hann hefur verið viðloðinn íslenska landsliðið undanfarin misseri. Alls hefur hann leikið 26 leiki fyrir A-landslið Íslands og skorað í þeim þrjú mörk. Hann var til að mynda í hópnum sem lagði Kanada og El Salvador í æfingaferð íslenska landsliðsins í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Viðar Örn byrjaði leikinn gegn Kanada og kom inn af bekknum gegn El Salvador. Lauk báðum leikjunum með 1-0 sigri Íslands.
Fótbolti Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira