Fótbolti

Spánverjar enn að draga lappirnar í máli Neymar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það gæti enn verið bið á því að Neymar spili sinn fyrsta leik í Frakklandi.
Það gæti enn verið bið á því að Neymar spili sinn fyrsta leik í Frakklandi. Vísir/Getty
Erfiðlega gengur fyrir franska liðið PSG að fá leikheimild fyrir Brasilíumanninn Neymar sem gekk í raðir félagsins í síðustu viku. Pappírsvinnu í kringum málið er enn ekki lokið.

BBC greinir frá þessu en ekkert varð af því að Neymar gæti spilað með PSG á laugardag þegar keppni í frönsku 1. deildinni hófst.

PSG ákvað að greiða 222 milljóna evru riftunarverð á samningi Neymar hjá Barcelona en fulltrúar leikmannsins komu sjálfir með peninginn til að ganga frá greiðslunni, líkt og reglur spænska sambandsins kveða á um.

Hins vegar hefur tafist að afhenda nauðsynlega pappíra vegna félagaskiptanna og ef þeir berast ekki fyrir fimmtudag mun Neymar ekki spila með PSG gegn Guingamp á sunnudag.

Forráðamenn spænsku úrvalsdeildarinnar hafa áður sagt að þeir efist um að kaupin á Neymar standist reglur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, um sanngirni í fjármálum knattspyrnufélaga.

 


Tengdar fréttir

Neymar: Ég þurfti nýja áskorun

Brasilíumaðurinn Neymar hefur útskýrt þá ákvörðun sína að yfirgefa Barcelona og semja við franska félagið Paris Saint Germain.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×