Tók þingheim í stærðfræðikennslu í andsvörum um veiðigjöld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. janúar 2020 20:00 Þingmaður Viðreisnar segir furðulegt að þrátt fyrir „grátkór útgerðarmanna“ yfir því að veiðigjöldin séu íþyngjandi, virðist sem íslensk útgerðarfélög séu reiðubúin að greiða meira fyrir auðlindina á erlendri grundu. Það beri mál Samherja í Namibíu vitni um. Sjávarútvegsráðherra vísaði gagnrýni um lækkun veiðigjalda á bug og rifjaði upp grunnskólastærðfræði máli sínu til stuðnings á Alþingi í dag. Þorsteinn Víglundsson var málshefjandi sérstakrar umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið á Alþingi í dag. „Þetta er hið eilífa þrætuepli og nýlegt Samherjamál vekur enn og aftur athyglina á því að þrátt fyrir vel samhæfðan og stilltan grátkór útgerðarmanna um að það sé gengið að atvinnugreininni nær dauðri með sérstakri gjaldtöku, það er að segja veiðigjaldinu, að þá er greinin sjálf að því er virðist tilbúin að greiða talsvert hærri gjöld fyrir veiðiheimildir í erlendum lögsögum,“ sagði Þorsteinn meðal annars. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Í sjálfu sér telji hann margt gott við fiskveiðistjórnunarkerfið en eðlilegra væri að hans mati að veiðiheimildum væri úthlutað tímabundið. Slíkar tillögur hafi ítrekað komið fram en hafi aldrei náð fram að ganga. Það sé fyrst og fremst vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins sem slíkar breytingar hafi aldrei náð í gegn að sögn Þorsteins. Slíkar fullyrðingar sagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vera rangar. „Við höfum aldrei lýst okkur algjörlega andvíga slíku, samanber bara stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar,“ sagði Kristján Þór. Fimm mínus tveir eru þrír Ráðherra var í umræðunni einnig gagnrýndur fyrir nýlegar breytingar á lögum um veiðigjöld. Fann Kristján Þór sig knúinn til að leiðrétta fullyrðingar um að veiðigjöld hafi verið lækkuð með lögunum. „Ef óbreytt lög hefðu látið gilda hefði veiðigjaldið orðið tveir milljarðar. Nýju lögin skila veiðigjaldi upp á fimm milljarða, hingað til hefði ég haldið, og treysti því að háttvirtir þingmenn geri sér grein fyrir því að fimm mínus tveir eru þrír,“ sagði Kristján Þór.Hvað varðar ummæli þingmanna um að útgerðin virðist reiðubúinn að greiða hærra gjald á erlendri grundu en á Íslandi sagði Kristján Þór að til þess að gera slíkan samanburð þurfi að liggja fyrir forsendur til að bera saman tekjur, kostnaðarliði, skatta og gjöld sem að útgerð myndi greiða í hvoru landi fyrir sig.„Við höfum ekki upplýsingar um verð eða verðmyndun eða kostnaðarliði á sjávarafurðum erlendis, á erlendum mörkuðum. Þar liggur hundurinn grafinn, þær upplýsingar liggja ekki fyrir en hins vegar höfum við mjög greinargóðar upplýsingar, opinberar upplýsingar, um afkomu útgerðar og fiskvinnslu hér á Íslandi. Engu að síður leyfa þingmenn sér það að fullyrða að menn séu tilbúnir til að greiða sambærilegt verð í sams konar umhverfi eins og á Íslandi,“ sagði Kristján Þór. Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar segir furðulegt að þrátt fyrir „grátkór útgerðarmanna“ yfir því að veiðigjöldin séu íþyngjandi, virðist sem íslensk útgerðarfélög séu reiðubúin að greiða meira fyrir auðlindina á erlendri grundu. Það beri mál Samherja í Namibíu vitni um. Sjávarútvegsráðherra vísaði gagnrýni um lækkun veiðigjalda á bug og rifjaði upp grunnskólastærðfræði máli sínu til stuðnings á Alþingi í dag. Þorsteinn Víglundsson var málshefjandi sérstakrar umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið á Alþingi í dag. „Þetta er hið eilífa þrætuepli og nýlegt Samherjamál vekur enn og aftur athyglina á því að þrátt fyrir vel samhæfðan og stilltan grátkór útgerðarmanna um að það sé gengið að atvinnugreininni nær dauðri með sérstakri gjaldtöku, það er að segja veiðigjaldinu, að þá er greinin sjálf að því er virðist tilbúin að greiða talsvert hærri gjöld fyrir veiðiheimildir í erlendum lögsögum,“ sagði Þorsteinn meðal annars. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Í sjálfu sér telji hann margt gott við fiskveiðistjórnunarkerfið en eðlilegra væri að hans mati að veiðiheimildum væri úthlutað tímabundið. Slíkar tillögur hafi ítrekað komið fram en hafi aldrei náð fram að ganga. Það sé fyrst og fremst vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins sem slíkar breytingar hafi aldrei náð í gegn að sögn Þorsteins. Slíkar fullyrðingar sagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vera rangar. „Við höfum aldrei lýst okkur algjörlega andvíga slíku, samanber bara stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar,“ sagði Kristján Þór. Fimm mínus tveir eru þrír Ráðherra var í umræðunni einnig gagnrýndur fyrir nýlegar breytingar á lögum um veiðigjöld. Fann Kristján Þór sig knúinn til að leiðrétta fullyrðingar um að veiðigjöld hafi verið lækkuð með lögunum. „Ef óbreytt lög hefðu látið gilda hefði veiðigjaldið orðið tveir milljarðar. Nýju lögin skila veiðigjaldi upp á fimm milljarða, hingað til hefði ég haldið, og treysti því að háttvirtir þingmenn geri sér grein fyrir því að fimm mínus tveir eru þrír,“ sagði Kristján Þór.Hvað varðar ummæli þingmanna um að útgerðin virðist reiðubúinn að greiða hærra gjald á erlendri grundu en á Íslandi sagði Kristján Þór að til þess að gera slíkan samanburð þurfi að liggja fyrir forsendur til að bera saman tekjur, kostnaðarliði, skatta og gjöld sem að útgerð myndi greiða í hvoru landi fyrir sig.„Við höfum ekki upplýsingar um verð eða verðmyndun eða kostnaðarliði á sjávarafurðum erlendis, á erlendum mörkuðum. Þar liggur hundurinn grafinn, þær upplýsingar liggja ekki fyrir en hins vegar höfum við mjög greinargóðar upplýsingar, opinberar upplýsingar, um afkomu útgerðar og fiskvinnslu hér á Íslandi. Engu að síður leyfa þingmenn sér það að fullyrða að menn séu tilbúnir til að greiða sambærilegt verð í sams konar umhverfi eins og á Íslandi,“ sagði Kristján Þór.
Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira