Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2020 21:30 Frá Suður-Kóreu þar sem fjölmargir hafa smitast af veirunni. AP/Lee Jin-man Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. Bara í gær og í dag hafa komið upp ný smit í Króatíu, Austurríki, Sviss og Alsír. Enn eru þó lang flestir smitaðir í Kína. Í heildina hefur verið staðfest að rúmlega 80 þúsund eru smitaðir í rúmlega 30 löndum. Útbreiðsla veirunnar hefur valdið óróleika á fjármálamörkuðum og er fólk um allan heim að hætta við fyrirhuguð ferðalög. Sjá einnig: Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Yfirvöld Íran segja minnst sextán vera dána þar í landi og er það mesti fjöldi látinna svo vitað utan landamæra Kína. Samkvæmt Írönum er þó einungis búið að staðfesta að 95 hafi smitast af veirunni. Sjá einnig: Grunur um fleiri smit íranskra valdamanna Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að ríkisstjórn Donald Trump hefði áhyggjur af því að klerkastjórn Íran væri að segja ósatt um raunverulega útbreiðslu covid-19 þar í landi. Kallaði hann eftir því að ríkisstjórnir um heiminn allan segðu satt um útbreiðslu veirunnar. Pompeo gagnrýndi einnig yfirvöld Kína og sagði að ritstjórn yfirvalda þar gæti haft lífshættulegar afleiðingar. „Ef Kína leyfði þarlendum og erlendum blaðamönnum og heilbrigðisstarfsfólki að tjá sig og framkvæma eigin rannsóknir, hefðu kínverskir embættismenn og aðrar þjóðir verið mun betur undirbúnar til að takast á við kórónuveiruna,“ sagði Pompeo. Hér má sjá myndband frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni um það hvernig verjast má veirunni á ferðalögum. Fyrstu smitin greindust í Austurríki í dag en um er að ræða par frá Ítalíu sem keyrði til Innsbruck á föstudaginn. Vegna þessa hefur hóteli sem ítalska konan starfaði á verið einangrað um tíma, samkvæmt Wiener Zeitung. Konan starfar í móttöku hótelsins. Þá eru sjö Íslendingar í sóttkví á hóteli á Tenerife. Sjá einnig: Mikill viðbúnaður við hótelið á Tenerife Fjöldi smitaðra hefur aukist hratt á Ítalíu á undanförnum dögum. Vitað er til þess að 322 hafi smitast af Covid-19 og eru ellefu látnir. Gripið hefur verið umfangsmikilla aðgerða á Ítalíu til að sporna gegn frekari dreifingu veirunnar og hafa ellefu bæir verið settir í sóttkví. Enn er þó ekki búið að uppgötva hvernig veiran barst til Ítalíu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að bróðurpartur af smitunum á Ítalíu tengist Kína ekki að neinu leyti. „Þetta gerist [útbreiðsla kórónaveirunnar] þrátt fyrir að Ítalir hafi beitt skimunum og takmörkunum á sína ferðamenn. Það sýnir sig bara hvað það er erfitt, og nánast vonlaust, að gera það. Þeir hafa gripið til mjög róttækra sóttvarnaaðgerða í þessum héruðum. Þeir eru með samgöngubönn og ýmislegt þess háttar og fólk beðið um að halda sig heima og svo framvegis.“ Tímaspursmál hvenær veiran herjar á Bandaríkin Þegar kemur að Bandaríkjunum er einungis tímaspursmál hvenær veira fer að dreifa sér þar. Þetta sögðu embættismenn í heilbrigðisráðuneyti landsins í dag. Nancy Messonnier, frá embætti sóttvarnarlæknis Bandaríkjanna (CDC), sagði við blaðamenn í dag að eina spurningin væri hve margir myndu veikjast alvarlega. Búið er að staðfesta að um 50 manns í Bandaríkjunum hafi smitast af kórónuveirunni. Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, hélt því þó fram í kvöld, þvert á CDC, að búið væri að einangra veiruna í Bandaríkjunum og hún myndi ekki dreifast frekar þar í landi. Rannsókn stendur nú yfir í Nebraska í Bandaríkjunum þar sem verið er að gera tilraunir á mögulegri lækningu á Covid-19. Seinna meir mun rannsóknin ná til 400 sjúklinga víðsvegar um heiminn. Aðrar sambærilegar rannsóknir standa einnig yfir í öðrum ríkjum. Meðal þeirra sem taka þátt í rannsókninni eru fjórtán aðilar sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess. Fjölmargir smituðust af veirunni þar um borð og var skipið í sóttkví um tíma. Austurríki Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Ítalía Kína Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. Bara í gær og í dag hafa komið upp ný smit í Króatíu, Austurríki, Sviss og Alsír. Enn eru þó lang flestir smitaðir í Kína. Í heildina hefur verið staðfest að rúmlega 80 þúsund eru smitaðir í rúmlega 30 löndum. Útbreiðsla veirunnar hefur valdið óróleika á fjármálamörkuðum og er fólk um allan heim að hætta við fyrirhuguð ferðalög. Sjá einnig: Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Yfirvöld Íran segja minnst sextán vera dána þar í landi og er það mesti fjöldi látinna svo vitað utan landamæra Kína. Samkvæmt Írönum er þó einungis búið að staðfesta að 95 hafi smitast af veirunni. Sjá einnig: Grunur um fleiri smit íranskra valdamanna Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að ríkisstjórn Donald Trump hefði áhyggjur af því að klerkastjórn Íran væri að segja ósatt um raunverulega útbreiðslu covid-19 þar í landi. Kallaði hann eftir því að ríkisstjórnir um heiminn allan segðu satt um útbreiðslu veirunnar. Pompeo gagnrýndi einnig yfirvöld Kína og sagði að ritstjórn yfirvalda þar gæti haft lífshættulegar afleiðingar. „Ef Kína leyfði þarlendum og erlendum blaðamönnum og heilbrigðisstarfsfólki að tjá sig og framkvæma eigin rannsóknir, hefðu kínverskir embættismenn og aðrar þjóðir verið mun betur undirbúnar til að takast á við kórónuveiruna,“ sagði Pompeo. Hér má sjá myndband frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni um það hvernig verjast má veirunni á ferðalögum. Fyrstu smitin greindust í Austurríki í dag en um er að ræða par frá Ítalíu sem keyrði til Innsbruck á föstudaginn. Vegna þessa hefur hóteli sem ítalska konan starfaði á verið einangrað um tíma, samkvæmt Wiener Zeitung. Konan starfar í móttöku hótelsins. Þá eru sjö Íslendingar í sóttkví á hóteli á Tenerife. Sjá einnig: Mikill viðbúnaður við hótelið á Tenerife Fjöldi smitaðra hefur aukist hratt á Ítalíu á undanförnum dögum. Vitað er til þess að 322 hafi smitast af Covid-19 og eru ellefu látnir. Gripið hefur verið umfangsmikilla aðgerða á Ítalíu til að sporna gegn frekari dreifingu veirunnar og hafa ellefu bæir verið settir í sóttkví. Enn er þó ekki búið að uppgötva hvernig veiran barst til Ítalíu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að bróðurpartur af smitunum á Ítalíu tengist Kína ekki að neinu leyti. „Þetta gerist [útbreiðsla kórónaveirunnar] þrátt fyrir að Ítalir hafi beitt skimunum og takmörkunum á sína ferðamenn. Það sýnir sig bara hvað það er erfitt, og nánast vonlaust, að gera það. Þeir hafa gripið til mjög róttækra sóttvarnaaðgerða í þessum héruðum. Þeir eru með samgöngubönn og ýmislegt þess háttar og fólk beðið um að halda sig heima og svo framvegis.“ Tímaspursmál hvenær veiran herjar á Bandaríkin Þegar kemur að Bandaríkjunum er einungis tímaspursmál hvenær veira fer að dreifa sér þar. Þetta sögðu embættismenn í heilbrigðisráðuneyti landsins í dag. Nancy Messonnier, frá embætti sóttvarnarlæknis Bandaríkjanna (CDC), sagði við blaðamenn í dag að eina spurningin væri hve margir myndu veikjast alvarlega. Búið er að staðfesta að um 50 manns í Bandaríkjunum hafi smitast af kórónuveirunni. Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, hélt því þó fram í kvöld, þvert á CDC, að búið væri að einangra veiruna í Bandaríkjunum og hún myndi ekki dreifast frekar þar í landi. Rannsókn stendur nú yfir í Nebraska í Bandaríkjunum þar sem verið er að gera tilraunir á mögulegri lækningu á Covid-19. Seinna meir mun rannsóknin ná til 400 sjúklinga víðsvegar um heiminn. Aðrar sambærilegar rannsóknir standa einnig yfir í öðrum ríkjum. Meðal þeirra sem taka þátt í rannsókninni eru fjórtán aðilar sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess. Fjölmargir smituðust af veirunni þar um borð og var skipið í sóttkví um tíma.
Austurríki Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Ítalía Kína Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira