Enski boltinn

Guardiola með ungstirni West Ham í sigtinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Manchester City gert formlegt tilboð í ungstirnið Reece Oxford hjá West Ham United.

Oxford skaust fram á sjónarsviðið þegar hann var í byrjunarliði West Ham gegn Arsenal í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fyrra, aðeins 16 ára og 198 daga gamall.

Oxford þykir mikið efni og nú ætlar Pep Guardiola, nýr knattspyrnustjóri City, að klófesta miðjumanninn sem er mjög eftirsóttur.

Heimildir Sky Sports herma að West Ham hafi hafnað 10 milljóna punda tilboði þýska úrvalsdeildarliðsins Red Bull Leipzig í Oxford og þá vilji Newcastle United fá hann á láni út næsta tímabil.

Oxford á tvö ár eftir af samningi sínum við West Ham sem hefur sett 15 milljóna punda verðmiða á strákinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×