Enski boltinn

Man City fær samkeppni um þýska undrabarnið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Faðir þýska landsliðsmannsins Leroy Sané segir að Real Madrid og Bayern München hafi áhuga á stráknum.

Sané, sem er tvítugur, hefur verið sterklega orðaður við Manchester City í sumar en í síðustu viku gerðu þýskir fjölmiðlar að því skóna að hann væri búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarliðið.

En ef marka má orð föður Sané, sem spilaði fjölda landsleikja fyrir Senegal á sínum tíma, virðist sem City fái verðuga samkeppni þegar kemur að því að reyna að næla í þennan efnilega leikmann.

Sané skoraði átta mörk í 33 deildarleikjum með Schalke 04 á síðasta tímabili en ólíklegt þykir að hann verði áfram í herbúðum þýska liðsins.

Sané var í leikmannahópi þýska landsliðsins á EM í Frakklandi þar sem hann kom við sögu í einum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×