Birtingarmynd kerfisins stjórnarmaðurinn skrifar 13. júlí 2016 11:00 Samkeppniseftirlitið hefur eins og kunnugt er sektað Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Með einföldun má segja að MS hafi selt keppinautum á borð við Örnu, Mjólku og Kú mjólk á uppsprengdu verði, en undirverðlagt mjólkina til eigin framleiðsludeildar og í endursölu til Kaupfélags Skagfirðinga. KS er einmitt annar tveggja eigenda MS. Hinn er Auðhumla, samvinnufélag í eigu kúabænda. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins staðfestir það sem lengi hefur verið almannarómur. Mjólkursamsalan hefur um áraraðir gert keppinautum lífið leitt og markvisst reynt að keyra þá í þrot. Sagan af Mjólku og mörgum öðrum, sem þurft hafa að leggja upp laupana meðal annars vegna háttsemi MS er staðfesting á því. Mjólkursamsalan hefur reynt að kæfa alla samkeppni í fæðingu með tilheyrandi tilkostnaði fyrir neytendur, sem greiða eitt hæsta verð fyrir mjólkurvörur sem fyrirfinnst á byggðu bóli. Því er það sem olía á eldinn að heyra forstjórann staðhæfa að öllum fjárhagslegum skakkaföllum sem til falla vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins verði velt yfir á neytendur. Félög eins Mjólkursamsalan eiga ekki raunverulega eigendur, þau verða ríki í ríkinu og valdastöðvar fyrir stjórnendurna. Bréf í slíkum félögum ganga almennt ekki kaupum og sölum, stjórnendurnir eiga ekki beina fjárhagslega hagsmuni undir (að öðru leyti en sinn mánaðarlega launatékka) og tilvist þeirra fer því oft að snúast um eitthvað allt annað en það sem telja má hefðbundin viðskipti. Mál Mjólkursamsölunnar er rakið dæmi um slíkt. Augljóst er jafnframt að bændur una hag sínum ekki vel í núverandi kerfi. Fjárhagsleg kjör bænda eru almennt slæm og gríðarleg sóun innbyggð í kerfið. Þeir bænda sem hafa trú á eigin getu hljóta að fagna hugmyndum um að ríkisstyrkjum til landbúnaðar verði hætt, eða þeir að minnsta kosti skrúfaðir niður til mikilla muna. Dæmi frá öðrum löndum sýna að greinin þyrfti ekki að kvíða slíkum breytingum til lengri tíma litið. Núverandi fyrirkomulag á nú að festa enn frekar í sessi með búvörusamningum sem liggja fyrir Alþingi. Undarlegt er að flokkar sem kenna sig við frjáls viðskipti íhugi eina sekúndu að veita slíku helsismáli framgöngu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur eins og kunnugt er sektað Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Með einföldun má segja að MS hafi selt keppinautum á borð við Örnu, Mjólku og Kú mjólk á uppsprengdu verði, en undirverðlagt mjólkina til eigin framleiðsludeildar og í endursölu til Kaupfélags Skagfirðinga. KS er einmitt annar tveggja eigenda MS. Hinn er Auðhumla, samvinnufélag í eigu kúabænda. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins staðfestir það sem lengi hefur verið almannarómur. Mjólkursamsalan hefur um áraraðir gert keppinautum lífið leitt og markvisst reynt að keyra þá í þrot. Sagan af Mjólku og mörgum öðrum, sem þurft hafa að leggja upp laupana meðal annars vegna háttsemi MS er staðfesting á því. Mjólkursamsalan hefur reynt að kæfa alla samkeppni í fæðingu með tilheyrandi tilkostnaði fyrir neytendur, sem greiða eitt hæsta verð fyrir mjólkurvörur sem fyrirfinnst á byggðu bóli. Því er það sem olía á eldinn að heyra forstjórann staðhæfa að öllum fjárhagslegum skakkaföllum sem til falla vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins verði velt yfir á neytendur. Félög eins Mjólkursamsalan eiga ekki raunverulega eigendur, þau verða ríki í ríkinu og valdastöðvar fyrir stjórnendurna. Bréf í slíkum félögum ganga almennt ekki kaupum og sölum, stjórnendurnir eiga ekki beina fjárhagslega hagsmuni undir (að öðru leyti en sinn mánaðarlega launatékka) og tilvist þeirra fer því oft að snúast um eitthvað allt annað en það sem telja má hefðbundin viðskipti. Mál Mjólkursamsölunnar er rakið dæmi um slíkt. Augljóst er jafnframt að bændur una hag sínum ekki vel í núverandi kerfi. Fjárhagsleg kjör bænda eru almennt slæm og gríðarleg sóun innbyggð í kerfið. Þeir bænda sem hafa trú á eigin getu hljóta að fagna hugmyndum um að ríkisstyrkjum til landbúnaðar verði hætt, eða þeir að minnsta kosti skrúfaðir niður til mikilla muna. Dæmi frá öðrum löndum sýna að greinin þyrfti ekki að kvíða slíkum breytingum til lengri tíma litið. Núverandi fyrirkomulag á nú að festa enn frekar í sessi með búvörusamningum sem liggja fyrir Alþingi. Undarlegt er að flokkar sem kenna sig við frjáls viðskipti íhugi eina sekúndu að veita slíku helsismáli framgöngu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira