Erlent

Telja sig hafa fundið lendingarfarið á tunglinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Teikning frá Geimvísindastofnun Indlands sem sýnir Vikram á yfirborði tunglsins.
Teikning frá Geimvísindastofnun Indlands sem sýnir Vikram á yfirborði tunglsins. EPA/ISRO
Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands telja sig hafa fundið tunglfar þeirra sem týndist eftir að samband tapaðist við það við skömmu fyrir lendingu á laugardaginn. Verið er að reyna að ná sambandi við farið á nýjan leik en talið er að lending Vikram-farsins hafi verið einkar hörð.



Hefði lendingin heppnast hefði Indland skipað sig í sess þriggja annarra ríkja til að lenda fari á tunglinu og hefði verið þriðja ríkið til að stýra vélmenni á yfirborði þess. Hin ríkin sem lent hafa geimförum á tunglinu eru Bandaríkin, Sovétríkin og Kína.

Sjá einnig: Misstu samband við fyrsta indverska tunglfarið



Vísindamenn vildu nota geimfarið til að kanna gíga tunglsins og rannsaka ísinn sem talið er að finna megi þar.



Vikram fannst með myndavélum úr geimfarinu sem fylgdi Vikram og er á sporbraut um tunglið.

Vikram er lendingarfar Chandrayaan 2-leiðangurs Indverja sem hófst 22. júlí. Geimfarið hafði gengið á braut um jörðina og tunglið en átti að lenda á suðurpól tunglsins þar sem ekkert geimfar hefur áður lent

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×