Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. september 2019 07:35 Marglyttur eru sundkonurnar Sigurlaug María Jónsdóttir, Sigrún Þ. Geirsdóttir (Ermarsundskona), Halldóra Gyða Matthíasdóttir, Birna Bragadóttir, Þórey Vilhjálmsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir, auk skipuleggjendanna Grétu Ingþórsdóttur og Soffíu Sigurgeirsdóttur. Mynd/Aðsend Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs, að því er fram kemur í tilkynningu frá hópnum. Marglytturnar munu þó freista þess að hefja sund síðar í dag ef veður leyfir. Í tilkynningu segir að skipstjóri eftirlitsbáts Marglytta, sem ætlaði að fylgja sundhópnum yfir Ermasundið, hafi tekið ákvörðunina um að fresta boðsundinu. Ekki hafi reynst mögulegt að nýta veðurglugga í nótt þar sem bætt hafi í vind. Annar veðurgluggi opnist mögulega til sundsins seinni partinn í dag, þó með fyrirvara. Haft er eftir Sigrúnu Þ. Geirsdóttur, einni af Marglyttunum og einu íslensku konunni sem synt hefur Ermarsundið ein, í tilkynningu að Marglytturnar hafi mætt niður á höfn í nótt í góðum gír. „[…] og tilbúnar að leggja af stað þrátt fyrir þennan vind, en svona er þetta með Ermarsundið, það eru margir áhrifaþættir. Við erum vongóðar að vind lægi og að við getum nýtt gluggann seinna í dag.“ Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. Hægt er að styðja Marglyttur í AUR-appinu í síma 7889966 og með því að leggja inn á reikning 0537-14-650972, kt. 250766-5219.Frá fundi Marglyttna frá því í nótt.Mynd/Aðsend Bretland Sjósund Umhverfismál Tengdar fréttir Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45 Fylgst verður með sundi Marglyttanna yfir Ermarsundið á Vísi Sjósundhópurinn Marglytturnar ætla að synda boðsund yfir Ermarsundið á morgun en um er að ræða 34 km leið, á milli borganna Dover í Englandi og Cap Gris Nez í Frakklandi. 4. september 2019 16:11 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs, að því er fram kemur í tilkynningu frá hópnum. Marglytturnar munu þó freista þess að hefja sund síðar í dag ef veður leyfir. Í tilkynningu segir að skipstjóri eftirlitsbáts Marglytta, sem ætlaði að fylgja sundhópnum yfir Ermasundið, hafi tekið ákvörðunina um að fresta boðsundinu. Ekki hafi reynst mögulegt að nýta veðurglugga í nótt þar sem bætt hafi í vind. Annar veðurgluggi opnist mögulega til sundsins seinni partinn í dag, þó með fyrirvara. Haft er eftir Sigrúnu Þ. Geirsdóttur, einni af Marglyttunum og einu íslensku konunni sem synt hefur Ermarsundið ein, í tilkynningu að Marglytturnar hafi mætt niður á höfn í nótt í góðum gír. „[…] og tilbúnar að leggja af stað þrátt fyrir þennan vind, en svona er þetta með Ermarsundið, það eru margir áhrifaþættir. Við erum vongóðar að vind lægi og að við getum nýtt gluggann seinna í dag.“ Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. Hægt er að styðja Marglyttur í AUR-appinu í síma 7889966 og með því að leggja inn á reikning 0537-14-650972, kt. 250766-5219.Frá fundi Marglyttna frá því í nótt.Mynd/Aðsend
Bretland Sjósund Umhverfismál Tengdar fréttir Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45 Fylgst verður með sundi Marglyttanna yfir Ermarsundið á Vísi Sjósundhópurinn Marglytturnar ætla að synda boðsund yfir Ermarsundið á morgun en um er að ræða 34 km leið, á milli borganna Dover í Englandi og Cap Gris Nez í Frakklandi. 4. september 2019 16:11 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45
Fylgst verður með sundi Marglyttanna yfir Ermarsundið á Vísi Sjósundhópurinn Marglytturnar ætla að synda boðsund yfir Ermarsundið á morgun en um er að ræða 34 km leið, á milli borganna Dover í Englandi og Cap Gris Nez í Frakklandi. 4. september 2019 16:11