Viðskipti innlent

Staða bara og veitingastaða Reykjavíkur misjöfn

Andri Eysteinsson skrifar
Miðbær Reykjavík á tímum Covid-19
Miðbær Reykjavík á tímum Covid-19

Samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins hefur farið misvel með skemmtistaði, veitingastaði og bari landsins. Fjórar vikur eru liðnar frá því að aðgerðir voru hertar og hámarksfjöldi þeirra sem koma mega saman eru 20. Í Morgunblaðinu í dag var staðan tekin á nokkrum stöðum í Reykjavík.

Ljóst er að staðan er slæm víða og hljóðið í veitingamönnum þungt.

Grillið á Hótel Sögu er lokað og segir hótelstjóri Hótel Sögu, Ingibjörg Ólafsdóttir, að grípa hafi þurft til róttækra aðgerða þegar samkomubannið var sett á. Nú sé óvíst með framtíð Grillsins. „Grillið er ofboðslega stór hluti af Hótel Sögu. Vonandi náum við að finna einhvern flöt á því að opna það að nýju. Eins og staðan er núna verður það ekki á næstunni,“ segir Ingibjörg í viðtali við Morgunblaðið.

Rekstur veitingastaðar Kex Hostel er farinn í þrot og óvíst er hvort Bryggjan brugghús verði opnað að nýju. Jón Mýrdal á Röntgen segir enga dagsetningu komna á opnun staðarins. Hjá öðrum er staðan þó betri en í gær var Sólon í Bankastræti opnaður og Grillmarkaðurinn verður einnig opnaður á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×