Heimilt að merkja með íslensku fánalitunum þó hluti vörunnar sé útlenskur Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. apríl 2020 10:42 Hluti karlalandsliðsins í knattspyrnu heldur á íslenska fánanum eftir að hafa lagt enska landsliðið í Nice þann 27. júní árið 2016. EPA/TOLGA BOZOGLU Þó svo að íslensk fyrirtæki styðjist við útlensk „fylliefni“ í vörum sínum mega þau merkja þær í íslensku fánalitunum - svo lengi sem meirihluti heildarandvirðisins er frá Íslandi. Þetta er niðurstaða Neytendastofu eftir að hafa kannað notkun garðyrkjustöðvarinnar Espiflatar á íslenskri fánarönd í markaðssetningu á blómvöndum. Félag atvinnurekenda kærði fánaröndina til Neytendastofu. Hún væri villandi því að í blómvöndunum mætti finna jurtir og blöð sem væru ekki íslensk. Þessu hafnaði Espiflöt. Fyrirtækið benti á að það sé félagi í Sambandi garðyrkjubænda og hafi leyfi til notkunar á fánaröndinni í markaðssetningu fyrir íslensk blóm. Því sé ekki um að ræða notkun þjóðfánans í markaðssetningu heldur sé fánaröndin skráð félagamerki í eigu Sambands garðyrkjubænda, og njóti verndar samkvæmt vörumerkjalögum og lögum um félagamerki. Þá séu öll blóm í vöndum félagsins ræktuð á Íslandi, hins vegar sé notað til skrauts „græn fylliefni“ sem ekki séu alltaf upprunin í innlendri ræktun. Það séu hins vegar ekki jurtir sem flokkist undir að vera blóm heldur sé um skraut sem fylgi blómunum að ræða. Meirihlutinn íslenskur Neytendastofa taldi óumdeilt að umræddir blómvendir innihaldi íslensk blóm sem þó væri fyllt upp í með jurtum og blöðum sem ekki séu alltaf ræktuð hérlendis. „Af gögnum málsins er ljóst að meginþorri þeirra blóma og jurta sem finna má í blómvöndum frá garðyrkjustöðinni Espiflöt eru ræktuð á Íslandi og erlend ræktuð fylliefni einungis mjög lítill hluti af heildarvirði blómvandanna,“ segir þannig í niðurstöðu Neytendastofu. Því væri það mat stofnunarinnar að merkingarnar á blómvöndunum væru ekki til þess fallnar að blekkja neytendur og því ekki tilefni til nokkurra aðgerða að hálfu Neytendastofu. „Þannig telur stofnunin að ákvörðun neytenda um kaup á íslenskum blómvöndum sé að meginstefnu til byggð á þeim hluta blómvandanna sem sannarlega eru íslenskt ræktuð blóm. Sá litli hluti af blómvöndunum sem eru erlent ræktaðar jurtir er því að mati stofnunarinnar ekki til þess fallinn að hafa veruleg áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda eða ákvörðun þeirra um að eiga viðskipti.“ Neytendur Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Þó svo að íslensk fyrirtæki styðjist við útlensk „fylliefni“ í vörum sínum mega þau merkja þær í íslensku fánalitunum - svo lengi sem meirihluti heildarandvirðisins er frá Íslandi. Þetta er niðurstaða Neytendastofu eftir að hafa kannað notkun garðyrkjustöðvarinnar Espiflatar á íslenskri fánarönd í markaðssetningu á blómvöndum. Félag atvinnurekenda kærði fánaröndina til Neytendastofu. Hún væri villandi því að í blómvöndunum mætti finna jurtir og blöð sem væru ekki íslensk. Þessu hafnaði Espiflöt. Fyrirtækið benti á að það sé félagi í Sambandi garðyrkjubænda og hafi leyfi til notkunar á fánaröndinni í markaðssetningu fyrir íslensk blóm. Því sé ekki um að ræða notkun þjóðfánans í markaðssetningu heldur sé fánaröndin skráð félagamerki í eigu Sambands garðyrkjubænda, og njóti verndar samkvæmt vörumerkjalögum og lögum um félagamerki. Þá séu öll blóm í vöndum félagsins ræktuð á Íslandi, hins vegar sé notað til skrauts „græn fylliefni“ sem ekki séu alltaf upprunin í innlendri ræktun. Það séu hins vegar ekki jurtir sem flokkist undir að vera blóm heldur sé um skraut sem fylgi blómunum að ræða. Meirihlutinn íslenskur Neytendastofa taldi óumdeilt að umræddir blómvendir innihaldi íslensk blóm sem þó væri fyllt upp í með jurtum og blöðum sem ekki séu alltaf ræktuð hérlendis. „Af gögnum málsins er ljóst að meginþorri þeirra blóma og jurta sem finna má í blómvöndum frá garðyrkjustöðinni Espiflöt eru ræktuð á Íslandi og erlend ræktuð fylliefni einungis mjög lítill hluti af heildarvirði blómvandanna,“ segir þannig í niðurstöðu Neytendastofu. Því væri það mat stofnunarinnar að merkingarnar á blómvöndunum væru ekki til þess fallnar að blekkja neytendur og því ekki tilefni til nokkurra aðgerða að hálfu Neytendastofu. „Þannig telur stofnunin að ákvörðun neytenda um kaup á íslenskum blómvöndum sé að meginstefnu til byggð á þeim hluta blómvandanna sem sannarlega eru íslenskt ræktuð blóm. Sá litli hluti af blómvöndunum sem eru erlent ræktaðar jurtir er því að mati stofnunarinnar ekki til þess fallinn að hafa veruleg áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda eða ákvörðun þeirra um að eiga viðskipti.“
Neytendur Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira