Pompeo frestar ferð til Úkraínu vegna átaka í Írak Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2020 23:49 Pompeo hætti við ferð sína til Úkraínu vegna árásar á sendiráð Bandaríkjanna í Írak. getty/Alex Wong Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta ferð sinni til Úkraínu og fjögurra annarra ríkja vegna árásar sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í Írak. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Pompeo átti að koma til Úkraínu seint á morgun í fyrstu heimsókn sinni til landsins en þar á eftir átti hann að fara til Hvíta-Rússlands, Kasakstan, Úsbekistan og Kýpur. Hann frestaði ferðinni til að geta fylgst með aðstæðunum í Írak eftir að vígamenn, sem sagðir eru studdir af stjórnvöldin í Íran,réðust á sendiráð Bandaríkjanna og til að tryggja öryggi Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum. Þetta kom fram í tilkynningu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu í dag. Þar sagði að fundinn yrði nýr tími fyrir heimsóknirnar eins fljótt og hægt er. Volodymyr Zelenskiy, forseti Úkraínu.getty/Sean Gallup Vígamennirnir yfirgáfu sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í dag eftir að hafa haldið þar til í tvo daga og tekist á við bandarískar öryggissveitir. Bandaríkin sendu hundraði auka hermanna til Mið-Austurlanda til að auka öryggi á svæðinu eftir árásina. Pompeo átti að hitta úkraínska forsetann, Volodymyr Zelenskiy í Kænugarði. Símtal Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, og Zelenskiy sem vakti mikla reiði varð til þess að bandaríska þingið hóf rannsókn á málinu sem varð til þess að Trump var ákærður fyrir embættisbrot. Í símtalinu þrýsti Trump á Zelenskiy að rannsaka mögulegan mótherja Trumps í forsetakosningunum 2020, Joe Biden, og son hans Hunter og þá kenningu, sem nú hefur verið afsönnuð, að Demókratar hafi með hjálp Úkraínu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016. Pompeo ætlaði líka að hitta trúarleiðtoga, viðskiptamenn og sveitarstjórnarmenn til að ræða mannréttindi, fjárfestingar og umbætur í stjórnmálum og efnahagsmálum. Bandaríkin Írak Úkraína Tengdar fréttir Mótmæli í Kænugarði þegar fangaskipti fóru fram Alls skiptust stríðandi fylkingar á um 200 föngum. Samið var um skiptin á fundi úkraínskra og rússneskra stjórnvalda fyrr í þessum mánuði. 30. desember 2019 11:12 Ræddu um að stöðva aðstoð til Úkraínu beint eftir símtal Trump og Zelenskíj Starfsmaður Hvíta hússins bað varnarmálaráðuneytið um að stöðva aðstoð til Úkraínu og að hafa hljótt um það. 22. desember 2019 13:39 Reyndu að fá Trump til að skipta um skoðun á Úkraínu Ákvörðun Trump forseta um að stöðva aðstoð til Úkraínu olli titringi og togstreitu innan ríkisstjórnar hans í sumar og haust. Tveir ráðherrar og þjóðaröryggisráðgjafi reyndu að tala um fyrir honum en án árangurs. 30. desember 2019 13:25 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta ferð sinni til Úkraínu og fjögurra annarra ríkja vegna árásar sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í Írak. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Pompeo átti að koma til Úkraínu seint á morgun í fyrstu heimsókn sinni til landsins en þar á eftir átti hann að fara til Hvíta-Rússlands, Kasakstan, Úsbekistan og Kýpur. Hann frestaði ferðinni til að geta fylgst með aðstæðunum í Írak eftir að vígamenn, sem sagðir eru studdir af stjórnvöldin í Íran,réðust á sendiráð Bandaríkjanna og til að tryggja öryggi Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum. Þetta kom fram í tilkynningu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu í dag. Þar sagði að fundinn yrði nýr tími fyrir heimsóknirnar eins fljótt og hægt er. Volodymyr Zelenskiy, forseti Úkraínu.getty/Sean Gallup Vígamennirnir yfirgáfu sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í dag eftir að hafa haldið þar til í tvo daga og tekist á við bandarískar öryggissveitir. Bandaríkin sendu hundraði auka hermanna til Mið-Austurlanda til að auka öryggi á svæðinu eftir árásina. Pompeo átti að hitta úkraínska forsetann, Volodymyr Zelenskiy í Kænugarði. Símtal Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, og Zelenskiy sem vakti mikla reiði varð til þess að bandaríska þingið hóf rannsókn á málinu sem varð til þess að Trump var ákærður fyrir embættisbrot. Í símtalinu þrýsti Trump á Zelenskiy að rannsaka mögulegan mótherja Trumps í forsetakosningunum 2020, Joe Biden, og son hans Hunter og þá kenningu, sem nú hefur verið afsönnuð, að Demókratar hafi með hjálp Úkraínu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016. Pompeo ætlaði líka að hitta trúarleiðtoga, viðskiptamenn og sveitarstjórnarmenn til að ræða mannréttindi, fjárfestingar og umbætur í stjórnmálum og efnahagsmálum.
Bandaríkin Írak Úkraína Tengdar fréttir Mótmæli í Kænugarði þegar fangaskipti fóru fram Alls skiptust stríðandi fylkingar á um 200 föngum. Samið var um skiptin á fundi úkraínskra og rússneskra stjórnvalda fyrr í þessum mánuði. 30. desember 2019 11:12 Ræddu um að stöðva aðstoð til Úkraínu beint eftir símtal Trump og Zelenskíj Starfsmaður Hvíta hússins bað varnarmálaráðuneytið um að stöðva aðstoð til Úkraínu og að hafa hljótt um það. 22. desember 2019 13:39 Reyndu að fá Trump til að skipta um skoðun á Úkraínu Ákvörðun Trump forseta um að stöðva aðstoð til Úkraínu olli titringi og togstreitu innan ríkisstjórnar hans í sumar og haust. Tveir ráðherrar og þjóðaröryggisráðgjafi reyndu að tala um fyrir honum en án árangurs. 30. desember 2019 13:25 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Mótmæli í Kænugarði þegar fangaskipti fóru fram Alls skiptust stríðandi fylkingar á um 200 föngum. Samið var um skiptin á fundi úkraínskra og rússneskra stjórnvalda fyrr í þessum mánuði. 30. desember 2019 11:12
Ræddu um að stöðva aðstoð til Úkraínu beint eftir símtal Trump og Zelenskíj Starfsmaður Hvíta hússins bað varnarmálaráðuneytið um að stöðva aðstoð til Úkraínu og að hafa hljótt um það. 22. desember 2019 13:39
Reyndu að fá Trump til að skipta um skoðun á Úkraínu Ákvörðun Trump forseta um að stöðva aðstoð til Úkraínu olli titringi og togstreitu innan ríkisstjórnar hans í sumar og haust. Tveir ráðherrar og þjóðaröryggisráðgjafi reyndu að tala um fyrir honum en án árangurs. 30. desember 2019 13:25