Íslendingur í Barselóna lagði sig í staðinn fyrir að fara á Römbluna í dag Hulda Hólmkelsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 17:31 Kristbjörg hafði ráðgert að vera á því svæði sem hryðjuverk voru framin í dag. Kristbjörg Óskarsdóttir Kristbjörg Óskarsdóttir ætlaði sér að vera á Römblunni í Barselóna um þrjúleytið í dag en ákvað þess í stað að fá sér blund. Þegar hún vaknaði varð henni ljóst að hryðjuverkaárás hefði verið framin. Kristbjörg starfar í Barselóna og býr í tíu mínútna göngufæri við Römbluna. Hún segist heyra greinilega í sírenuvælinu frá vettvangi. Spurð að því hvort hún hafi óttast árás segir Kristbjörg „Það eru svo mikið af hryðjuverkum alls staðar í Evrópu og í heiminum. Barcelona er svo stór borg þannig að maður hugsaði „hvenær gerist það hér?“ Kristbjörg segist líka hafa hugsað sig tvisvar um þegar um stórhátíðir eru að ræða. „maður myndi eiginlega bara sleppa því að fara út af hættu,“ segir Kristbjörg. Þegar Kristbjörg flutti fyrst til Barselóna bjó hún um hríð hjá spænskri fjölskyldu. Þau hafi sagt henni að mikil gæsla væri um alla borg. „Það eru óeinkennisklæddir og einkennisklæddar löggur úti um alla borg, alltaf. Maður tekur alveg eftir því þannig að það er passað rosalega upp á þetta.“ Kristbjörg hafði í fyrstu ráðgert að fara á Plaça de Catalunya í dag, nærri Römblunni um þrjúleytið í dag. Hún ætlaði að taka myndir fyrir blogg sem hún heldur úti en hún var á staðnum í gær um þetta leyti. Hún segist fegin að hafa orðið þreytt því hún lagði sig í stað þess að halda út að Römblunni. Plaça de Catalunya er stórt torg en út frá því kemur Ramblan sem er aðalverslunargatan í Barselóna og einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í borginni. Gatan er um 1,2 kílómetrar að lengd – frá Placa de Catalunya og að minnisvarðanum um Kristófer Kólumbus við sjávarsíðuna. Yfirvöld í Barselóna hafa á síðustu árum takmarkað bílaumferð vegna mikils fjölda gangandi vegfarenda. Hryðjuverk í Barcelona Tengdar fréttir Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. 17. ágúst 2017 17:13 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Kristbjörg Óskarsdóttir ætlaði sér að vera á Römblunni í Barselóna um þrjúleytið í dag en ákvað þess í stað að fá sér blund. Þegar hún vaknaði varð henni ljóst að hryðjuverkaárás hefði verið framin. Kristbjörg starfar í Barselóna og býr í tíu mínútna göngufæri við Römbluna. Hún segist heyra greinilega í sírenuvælinu frá vettvangi. Spurð að því hvort hún hafi óttast árás segir Kristbjörg „Það eru svo mikið af hryðjuverkum alls staðar í Evrópu og í heiminum. Barcelona er svo stór borg þannig að maður hugsaði „hvenær gerist það hér?“ Kristbjörg segist líka hafa hugsað sig tvisvar um þegar um stórhátíðir eru að ræða. „maður myndi eiginlega bara sleppa því að fara út af hættu,“ segir Kristbjörg. Þegar Kristbjörg flutti fyrst til Barselóna bjó hún um hríð hjá spænskri fjölskyldu. Þau hafi sagt henni að mikil gæsla væri um alla borg. „Það eru óeinkennisklæddir og einkennisklæddar löggur úti um alla borg, alltaf. Maður tekur alveg eftir því þannig að það er passað rosalega upp á þetta.“ Kristbjörg hafði í fyrstu ráðgert að fara á Plaça de Catalunya í dag, nærri Römblunni um þrjúleytið í dag. Hún ætlaði að taka myndir fyrir blogg sem hún heldur úti en hún var á staðnum í gær um þetta leyti. Hún segist fegin að hafa orðið þreytt því hún lagði sig í stað þess að halda út að Römblunni. Plaça de Catalunya er stórt torg en út frá því kemur Ramblan sem er aðalverslunargatan í Barselóna og einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í borginni. Gatan er um 1,2 kílómetrar að lengd – frá Placa de Catalunya og að minnisvarðanum um Kristófer Kólumbus við sjávarsíðuna. Yfirvöld í Barselóna hafa á síðustu árum takmarkað bílaumferð vegna mikils fjölda gangandi vegfarenda.
Hryðjuverk í Barcelona Tengdar fréttir Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. 17. ágúst 2017 17:13 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. 17. ágúst 2017 17:13