Náttúran veitir innblástur Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2017 09:00 "Ég vil taka þátt í að stuðla að hreinni náttúru og hanna og búa til vörur sem fólk getur notað í áratugi, vörur sem fólk kann að meta og ganga jafnvel í erfðir,“ segir Marý sem er vöruhönnuður að mennt. MYND/ANTON BRINK Marý Ólafsdóttir hefur vakið athygli fyrir hönnun á fallegum, náttúrulegum gripum. Hún frumsýndi skopparakringluna Keili á Hönnunarmars fyrr á þessu ári en um er að ræða handgerða skopparakringlu úr íslensku birki. „Skopparakringlan minnir á náttúruna, ýtir undir einfaldleikann og kyrrðina sem felst í að njóta augnabliksins. Einkenni skopparakringlunnar er að börkur trésins er skilinn eftir á ystu rönd hennar. Handverkið og uppruni efnisins verður fyrir vikið áberandi og nálægðin eða tilfinningin fyrir efninu verður sterkari,“ segir Marý en hugsunin á bak við Keili er að hvetja til leiks hjá ungum sem öldnum. Skopparakringlan er rennd úr íslensku birki úr Kjarnaskógi og Hallormsstaðaskógi af 79 ára gömlum handverksmanni frá Vestfjörðum, Ólafi Ingva Ólafssyni föður Marýar, og Hirti Ingasyni á Sauðárkróki. „Keilir er fyrsta verkefnið úr nýrri línu sem ber heitið Heima. Verkefnið gengur út á samstarf hönnuða, handverksfólks og lítilla framleiðenda á Íslandi. Allar vörurnar eru unnar úr íslensku, náttúrulegu hráefni. Hvert verkefni sækir innblástur í íslenska náttúru og lifnaðarhætti með ferskri nálgun,“ segir Marý.Skopparakringlan Keilir minnir á náttúruna, ýtir undir einfaldleikann og kyrrðina sem felst í að njóta augnabliksins.Náttúru- og borgarbarn Marý er alin upp í náttúrunni á Vestfjörðum en flutti til Reykjavíkur aðeins 17 ára upp á eigin spýtur. Hún stefndi alltaf á að gera eitthvað skapandi og árið 2004 komst hún inn í vöruhönnun við LHÍ. „Ég var mjög ánægð með námið. Ég útskrifaðist árið 2004 og hef framleitt eigin vörur frá 2006 og rekið eigið fyrirtæki frá 2007. Árið 2008 fluttum við eiginmaður minn til Svíþjóðar og ég hef rekið fyrirtækið frá Stokkhólmi og Íslandi síðan þá.“ Marý segist vera blanda af náttúru- og borgarbarni sem þurfi á grænu umhverfi að halda en vilji helst hafa það inni í miðri borg. „Svo vil ég geta gengið eða hjólað allra minna ferða og haft hlutina eins einfalda og hægt er, sem er lítið mál í Stokkhólmi. Ég hef alveg óvart fikrað mig í átt að einfaldara lífi og minna húsnæði en ég vil halda þeirri stefnu og njóta þess sem er að gerast þessa stundina frekar en að búa í stóru húsi og eiga fullt af hlutum. Ég vil líka taka þátt í að stuðla að hreinni náttúru og hanna og búa til vörur sem fólk getur notið í áratugi, vörur sem fólk kann að meta og ganga jafnvel í erfðir,“ segir Marý, sem hefur farið æ meira út í að hanna hreina og eiturefnafría hluti úr náttúrulegum efnum.Skopparakringlan er rennd úr íslensku birki frá Kjarnaskógi og Hallormsstaðarskógi.Fann sjálfa sigÞegar Marý er spurð hvaða hlutur sem hún hefur hannað sé í mestu uppáhaldi segir hún strax að það sé Keilir skopparakringla. „Mér finnst ég hafa fundið sjálfa mig og mína stefnu mjög skýrt með þessum fallega, litla vandaða hlut þar sem hver hlutur er einstakur, ekki bara út af handverkinu heldur líka þar sem efniviðurinn er lifandi og mjög ólíkur í hverjum hlut fyrir sig.“ Undanfarið hefur Marý verið önnum kafin við að markaðssetja Keili skopparakringlu sem er nýkomin í sölu. „Keilir fæst í vefverslun minni, www.mary.is. Þannig er varan „fair trade“ og verðið sanngjarnara. Þetta er eins og beint frá býli nema þetta er beint frá hönnuði og handverksmanni,“ segir Marý. Hægt er að fylgjast með Marý á instagram www.instagram.com/maryconceptdesign/ Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Marý Ólafsdóttir hefur vakið athygli fyrir hönnun á fallegum, náttúrulegum gripum. Hún frumsýndi skopparakringluna Keili á Hönnunarmars fyrr á þessu ári en um er að ræða handgerða skopparakringlu úr íslensku birki. „Skopparakringlan minnir á náttúruna, ýtir undir einfaldleikann og kyrrðina sem felst í að njóta augnabliksins. Einkenni skopparakringlunnar er að börkur trésins er skilinn eftir á ystu rönd hennar. Handverkið og uppruni efnisins verður fyrir vikið áberandi og nálægðin eða tilfinningin fyrir efninu verður sterkari,“ segir Marý en hugsunin á bak við Keili er að hvetja til leiks hjá ungum sem öldnum. Skopparakringlan er rennd úr íslensku birki úr Kjarnaskógi og Hallormsstaðaskógi af 79 ára gömlum handverksmanni frá Vestfjörðum, Ólafi Ingva Ólafssyni föður Marýar, og Hirti Ingasyni á Sauðárkróki. „Keilir er fyrsta verkefnið úr nýrri línu sem ber heitið Heima. Verkefnið gengur út á samstarf hönnuða, handverksfólks og lítilla framleiðenda á Íslandi. Allar vörurnar eru unnar úr íslensku, náttúrulegu hráefni. Hvert verkefni sækir innblástur í íslenska náttúru og lifnaðarhætti með ferskri nálgun,“ segir Marý.Skopparakringlan Keilir minnir á náttúruna, ýtir undir einfaldleikann og kyrrðina sem felst í að njóta augnabliksins.Náttúru- og borgarbarn Marý er alin upp í náttúrunni á Vestfjörðum en flutti til Reykjavíkur aðeins 17 ára upp á eigin spýtur. Hún stefndi alltaf á að gera eitthvað skapandi og árið 2004 komst hún inn í vöruhönnun við LHÍ. „Ég var mjög ánægð með námið. Ég útskrifaðist árið 2004 og hef framleitt eigin vörur frá 2006 og rekið eigið fyrirtæki frá 2007. Árið 2008 fluttum við eiginmaður minn til Svíþjóðar og ég hef rekið fyrirtækið frá Stokkhólmi og Íslandi síðan þá.“ Marý segist vera blanda af náttúru- og borgarbarni sem þurfi á grænu umhverfi að halda en vilji helst hafa það inni í miðri borg. „Svo vil ég geta gengið eða hjólað allra minna ferða og haft hlutina eins einfalda og hægt er, sem er lítið mál í Stokkhólmi. Ég hef alveg óvart fikrað mig í átt að einfaldara lífi og minna húsnæði en ég vil halda þeirri stefnu og njóta þess sem er að gerast þessa stundina frekar en að búa í stóru húsi og eiga fullt af hlutum. Ég vil líka taka þátt í að stuðla að hreinni náttúru og hanna og búa til vörur sem fólk getur notið í áratugi, vörur sem fólk kann að meta og ganga jafnvel í erfðir,“ segir Marý, sem hefur farið æ meira út í að hanna hreina og eiturefnafría hluti úr náttúrulegum efnum.Skopparakringlan er rennd úr íslensku birki frá Kjarnaskógi og Hallormsstaðarskógi.Fann sjálfa sigÞegar Marý er spurð hvaða hlutur sem hún hefur hannað sé í mestu uppáhaldi segir hún strax að það sé Keilir skopparakringla. „Mér finnst ég hafa fundið sjálfa mig og mína stefnu mjög skýrt með þessum fallega, litla vandaða hlut þar sem hver hlutur er einstakur, ekki bara út af handverkinu heldur líka þar sem efniviðurinn er lifandi og mjög ólíkur í hverjum hlut fyrir sig.“ Undanfarið hefur Marý verið önnum kafin við að markaðssetja Keili skopparakringlu sem er nýkomin í sölu. „Keilir fæst í vefverslun minni, www.mary.is. Þannig er varan „fair trade“ og verðið sanngjarnara. Þetta er eins og beint frá býli nema þetta er beint frá hönnuði og handverksmanni,“ segir Marý. Hægt er að fylgjast með Marý á instagram www.instagram.com/maryconceptdesign/
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira