Fótbolti

Rodriguez klár í brottför til Manchester?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
James tekur í spaðann á Zidane er hann gengur af velli í sínum síðasta leik á Bernabéu. Það þykir fullvíst að hann fari frá félaginu í sumar.
James tekur í spaðann á Zidane er hann gengur af velli í sínum síðasta leik á Bernabéu. Það þykir fullvíst að hann fari frá félaginu í sumar. vísir/epa
Það duldist engum að Kólumbíumaðurinn James Rodriguez vissi vel að hann var að spila sinn síðasta leik fyrir Real Madrid á heimavelli í gær. Enda kvaddi hann stuðningsmenn er hann var tekinn af velli.

Rodriguez snéri sér í tvo hringi til þess að klappa fyrir fólkinu. Líklega erfið stund fyrir leikmanninn enda draumur hans hjá Real Madrid að enda.

Alls tóku 45 þúsund manns á móti honum er Real Madrid samdi við hann árið 2014.  Hann var þá nýbúinn að klára HM þar sem hann var markahæstur. Allir áttu von á því þá að hann yrði næsti Ronaldo og myndi keppa um Gullboltann á komandi árum. Það hefur ekki gengið eftir.

Eftir gott fyrsta tímabil hefur gefið á bátinn og Rodriguez verið í aukahlutverki. Átrúnaðargoð hans, Zinedine Zidane, hefur verið með hann á bekknum og nú er kominn tími til að kveðja.

Kólumbískir fjölmiðlar fullyrða að Rodriguez sé þegar búinn að semja við Man. Utd en hann er með sama umboðsmann og stjóri Man. Utd, Jose Mourinho. Hæg heimatökin þar.

Gangi þessi kaup eftir þá mun James spila með Man. Utd gegn Real Madrid þann 23. júlí næstkomandi er undirbúningstímabilið verður komið á fullt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×