Innlent

Mót­mæla að velta eigi lausa­fjár­vanda fyrir­tækja á herðar neyt­enda

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. 
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.  Vísir/Vilhelm

Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Í aðgerðapakkanum kemur meðal annars fram að „komið verði til móts við lausafjárvanda ferðaskrifstofa með lagabreytingu sem heimilar þeim að endurgreiða vissar ferðir með inneignarnótum.“

Í tilkynningunni kemur fram að ekki sé í boði að heimilin axli byrgðar á lausafjárvanda fyrirtækja og er ítrekað að inneignarnótur í gjaldþrota fyrirtækjum séu einskis virði. „Fjölmargir hafa misst viðurværi sitt og gera ráð fyrir að fá endurgreiðslu eins og lög gera ráð fyrir.“

Þá minnir stjórn Neytendasamtakanna á að neytendur eigi skýlausan rétt á endurgreiðslum og með þessu sé áhættunni velt yfir á neytendur. „Það er ekki ólíklegt að með því að breyta lögum afturvirkt geti ríkið skapað sér bótakröfu. Neytendasamtökin hafa margsinnis bent á leiðir sem kæmu bæði fyrirtækjum og neytendum vel og furða sig á að ekki sé á þau hlustað.“

„Líklega hefur sjaldan verið eins mikilvægt að standa vörðu um neytendavernd og telja Neytendasamtökin nær að stjórnvöld tryggðu réttindi neytenda í stað þess að leggja af réttindi sem þeir eiga.“


Tengdar fréttir

ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn

Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×