Lífið

Handtökumyndir af frægum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ekki gaman að lenda bak við lás og slá.
Ekki gaman að lenda bak við lás og slá.

Eins og gengur og gerist kemur það reglulega upp að frægir komast í kast við lögin og þurfa jafnvel að dúsa í fangelsi yfir nótt.

Í Bandaríkjunum er ávallt tekin andlitsmynd af þeim sem handteknir eru og rata þessar myndir af þekktum einstaklingum oftast í fjölmiðla.

Vefsíðan US Weekly hefur tekið saman fjölmörg dæmi um slíkar myndir og þá frá því þegar þekkt fólk er handtekið og myndað í misjöfnu ástandi.

Hér að neðan má sjá nokkur valin dæmi um slíkt en hér með skoða mun lengri umfjöllun.

Conor McGregor var handtekinn 11.mars 2019 fyrir að kasta síma aðdáanda í jörðina og rústa honum
McGregor nokkuð alvarlegur á svip.
Söngvarinn Chris Brown var handtekinn síðast 5.júlí 2018
Brown hefur oft komist í kast við lögin.
Vince Vaughn var handtekinn fyrir ölvunarakstur 10.júní 2018
Vince Vaughn varð að greiða 5000 dollara í tryggingarfé.
Shia LaBeouf var handtekinn fyrir óspektir á almannafæri 8.júlí 2017
Shia LaBeouf myndast oftast vel.
Tiger Woods var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum 29. maí 2017
Tiger Woods leit ekkert sérstaklega vel út í maí 2017.
Reese Witherspoon var handtekin fyrir óspektir á almannafæri 19.apríl 2013 í Atlanta.
Reese Witherspoon var handtekin á sínum tíma.
Söngvarinn John Mayer var tekinn próflaus 26.maí 2001
John Mayer var mjög ungur þarna.
Lindsay Lohan var handtekin fyrir ölvunarakstur 24.júlí 2007 í Santa Monica
Lindsay Lohan varð að greiða 25.000 dollara í tryggingarfé.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.